Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 37
Norræn jól
„Hvað er eiginlega um
að vera?“
„Það er Luciudagurinn,“
segir stúlkan aftur og brosir
elskulega. „Það er siður hér
í Svíþjóð að færa fólki kaffi
í rúmið á Luciudaginn.“
Kaffið drekk ég með
beztu lyst, borða þessar ljúf-
fengu, nýbökuðu kökur, og
sofna síðan væran blund.
Já, þetta voru fyrstu
kynni mín af sænskum jól-
um, eða réttara sagt jólainn-
gangi. Ég var, eins og fyrr
segir, nýkominn til Svíþjóð-
ar og hafði ekki heyrt talað um þessa ljósadýrð og morgunkaffi og átti
sízt von á jólunum 13. desember. En í Svíþjóð byrja jólin eiginlega á
Luciudaginn.
Fyrr á tímum var svo talið, að aðfaranótt 13. desember væri lengsta
nóttin á árinu, og úr því færi daginn að lengja. Luciudagurinn var því
dagur ljóssins, þegar birtunni var fagnað, enda þýðir Lucia ljós. Lucia
kom með ljósið. Annars var Lucia heilög, kristin mey austur í Litlu-
Asíu. Hún hafði yndisleg seiðandi augu. Heiðinn unglingur varð heillaður
af hinum dásamlegu augum hennar og varð ástfanginn í henni; þá stakk
hún úr sér augun, lagði þau á fat og sendi unga manninum. Unglingurinn
tók þá kristna trú, en Guð gaf henni önnur augu, ennþá yndislegri. Fjöldi
sagna er um Luciu. Meðal annars er ein sú, að hún hafi verið fyrsta kona
Adams og sé móðir allra hollvætta. Eftir því ætti Adam að hafa verið tví-
giftur, og Eva þá seinni kona hans!
Frá ómunatíð hefur Luciudagurinn verið haldinn hátíðlegur sem upp-
skeruhátíð, þegar öllum haustönnum var lokið, eða ljóshátíð, til þess að fagna
birtunni, og nú sem byrjun jólahátíðarinnar. Ilagurinn er haldinn hátíð-
legur með þeim hætti, að stúlka á heimilinu, klædd hvítum kyrtli og með
35