Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 39
Norræn jól
giftast, af þeim, sem viðstaddir eru. En með einhverju verður að launa lánið,
og á hann því að byrja vísu, sá er næstur honum situr botnar, og svo koll
af kolli, þar til allir, sem við borðið sitja hafa annað hvort byrjað vísu eða
botnað.
Síðar um kvöldið var kveikt á jólatrénu. En áður en kveikt var hafði
heimilisfólkið komið pökkunum sínum fyrir í kringum jólatrésfótinn, vel
innpökkuðum og lökkuðum, og á flestum eru vísur, annað hvort frum-
samdar eða eldri. Allir setjast nú í kringum jólatréð, en rektor tekur
fram pakkana, les á þá og afhendir hverjum sitt. Allir fá jólagjafir og við
útlendingarnir einnig. Eftir úthlutun jólabcgglanna skemmtum við okkur
litla stund við leiki; síðan er drukkið kaffi, og um 12-leytið er gengið til
hvíldar.
Ég og Eistlendingurinn, sem var af sænskum ættum og hét Gjárd-
ström, sváfum nú í sama herbergi og fengum lánaða vekjaraklukku, til þess
að vera vissir um, að vakna nógu snemma, því við ætluðum auðvitað í
kirkju á jólaóttunni. Gjárdström tók að sér að annast vekjarann.
Á jóladagsmorguninn, kl. 5, vekur hinn eistneski félagi minn mig til
þess að fara til jólaóttunnar, sem á að byrja kl. 6. Við rífum okkur hálf-
sofandi upp úr rúmunum og í fötin. Alit fólkið safnast saman í matsalnum,
og þar er drukkið kakó. I alla glugga eru látin logandi kertaljós og síðan
lagt af stað. Frostið er um 25 stig. Það er heiðríkur himinn, stjörnuljós
og stillilogn. Það marrar í snjónum undir fótum okkar, þegar við göng-
um eftir veginum gegnum skóginn. Framundan er sléttan bláhvít og glitr-
andi í tindrandi stjörnuljósinu. Á lítilli hæð skammt framundan er kirkj-
3'
37