Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 53
Saga eftir Selmu Lagerlöf
EIN N þeirra, sem lifði „kavaljer“lífi á Ekeby, var Ruster litli, sem
kunni að skrifa nótur og spila á flautu. Hann var af lágum stigum
og átti engan að. Það voru því erfiðir dagar fyrir hann, þegar „kavaljera“
hópurinn á Ekeby leystist upp.
Þá hafði hann ekki lengur hest og vagn, enga loðkápu eða rauðmálað
matarskrín. Hann varð nú að fara fótgangandi milli bæjanna og bera dót
sitt bundið innan í bláröndóttan bómullarklút. Frakkanum sínum hneppti
hann upp í háls svo enginn sæi, hvernig ástatt var innan undir, hvernig
skyrtan og vestið var. I hinum stóru og djúpu frakkavösum geymdi hann
dýrmætustu eignir sínar, flautuna, flata vasapelann sinn og nótnapennan,
Starf hans var að skrifa nótur, og ef allt hefði verið eins og í gamla
daga, hefði hann ekki vantað vinnu. En með ári hverju var minna leikið á
hljóðfæri í Vermalandi. Gítarinn með fúna silkibandið sitt og slitnu takk-
ana, og hjarðlúðurinn með upplitaða skúfa og bönd, vcru komnir upp á
liáaloft, og þumlungsþykkt ryklag lá á hinum járnbentu fiðlukössum. En
því minna, sem Ruster hafði not fyrir nótnapennann sinn, þess meiri stund
iagði hann á vasapelann, og að lokum varð hann alveg forfallinn drykkju-
maður. Það var ósköp sárt, hvernig fór um hann Ruster litla.
Enn þá var þó tekið á móti honum á herragörðunum sem gcmlum
51