Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 61
Teikning eftir Fr. Nansen
[Þegar Nansen var um tvítugt réðst hann háseti á selfangarann Viking. Þetta
var árið 1882. Síðar gerði Nansen bók upp úr minnisblöðum sínum á ferðinni og kom
hún út árið 1924. Bókin heitir á norsku: Blant sel og björn og er prýdd mörg-
um ágætum pennateikningum eftir höfundinn. Nansen var mikill veiðimaður og ágæt
skytta. í kafla þeim, sem hér fer á eftir, segir hann frá fyrstu viðureignum sínum við
hvítabirni og ýmislegt af háttalagi þeirra. Ivaflinn er nokkuð styttur í þýðingunni.]
ÞRIÐJUDAGINN 27. júní létti loks þokunni, en við vorum fastir
í ísnum og- sá hvergi vök svo langt sem augað eygði. Við vissum
ekki vel, hvar við vorum, en gizkuðum á 66° n. og 29° 40' v. 1., eða miðja
vegu milli Snæfellsness og Grænlands.
Ég fékk nokkra karla í lið með mér og við drógum um 200 hákarla
upp um svolitla rauf við skipshliðina.
En svo gerði ég skissu. Til þess að þurfa ekki að stritast við að draga
þá upp úr, bárum við í þá og sprettum á kviðinn á þeim, tókum lifrina og
létum svo skrokkinn eiga sig. En upp frá því urðum við ekki varir. Há-
karlinn elti skrokkana af félögum sínum niður í sjóinn, en kom ekki
framar upp í vökina.
Um kvöldið sagði skipstjórinn, að björn hefði sézt ofan úr útsýnis-
tunnunni um mílu vegar frá skipinu. Það kom þegar veiðihugur í mig og
bjóst ég til ferðar, en þá kom þoka svo að ég fékk ekki að fara.
59