Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 62
Norræn jól
Þetta var í fjórða skipti, sem mér var sýnd veiði en ekki gefin. Ég
fór í bólið í illu skapi.
Um nóttina dreymdi mig, að ég væri að eltast við bjarndýr, en fengi
ekkert. Þá vakna ég við, að hvíslað er í eyrað á mér.
„Nú skuluð þér koma á fætur. Það er bjcrn við skipshliðina.“
Ég hrökk upp, og yfir mér stóð Öran stýrimaður, blíður og brosandi að
vanda. Hann hvíslaði, að björninn væri á móts við stigaklefann.
„En þér verðið að vera handfljótur.“
Ég var ekki seinn á mér, dreif mig í fötin og snaraðist upp á þiljun
! ' -
með byssu og skothvlki. Labbaði ekki bangsi þarna í mestu makinduni
fram og aftur um ísirtn. Hann var í dauðafæri. Ég hafði gott tóm til að gefa
*
honum gætur, meðan ég beið skipstjórans, sem líka hafði verið vakinn.
Undrafögur sýn var þessi stóra, drifhvíta skepna á mjallbreiðunni.
Loks kom skipstjórinn upp í stigann. En í sama bili og ég leit við hon-
um, kvað við skot. Ég snerist á hæli eins og byssubrenndur til þess að senda
bangsa kúlu áður en hann drægi undan. En hann kippti sér ekki upp við
svona smámuni og labbaði jafn rólegur sem fyrr, Þó rótaði kúlan upp
snjónum rétt hjá honum. Það var einn af skotmönnunum, Hans Halvor-
sen, sem hleypti af. Hann gat ómögulega stillt sig lengur.
Meðan þessu fór fram hafði björninn smáþokazt fjær og var kominn
úr færi. Við steiktum flesk á þilfarinu til þess að tæla hann til okkar með
ilminum. Hann stanzaði og nasaði, en ég flýtti mér niður á ísinn.
Ég læddist áfram og komst brátt í færi. Björninn hafði komið auga
á mig og labbaði upp á íshraungl til að sjá betur. Skotmarkið var gott. Ég
miðaði rétt aftan við bógana og hleypti af. En byssan klikkaði, og það sem
var verra, skothylkið sat rígfast. Ég reif neglurnar við að losa það. Loks
rann það úr, og nýtt hylki í.
Til allrar hamingju lagði björninn ekki á flótta meðan á þessu stóð,
heldur mjakaði sér nær og sneri brjóstinu beint að mér. Ég miöaði beint í
hársveipinn, og að þessu sinni reið skotið af.
Björninn rak upp öskur mikið og kútveltist, en stökk þegar á fætur og
rann undan. Ég hlóð í snatri og sendi honum kúlu í bakhlutann. Annars
staðar gat ég ekki miðað. Nýtt öskur. Svo herti hann á sprettinum og ég
á eftir frá einum jakanum á annan.
60