Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 73
Hví lagði vor kynslóð á sig örlögin hörðup
Hví unnum vér ei sjálfum oss þeirrar gleði,
að búa sáftir saman að þessari jörðu
unz sól vors sfuffa lifs er hnigin að beði?
Hví máftum vér eigi byrðar hvers annars bera
og böli hvers annars í fögnuð og gleði snúa?
Nei, þetta er ekki sú veröld, sem átti að vera!
Það var ekki þetta mannkyn, sem hér átti’ að búa!
Og þó er það máski í angist og umkomuleysi,
sem ckkur, mannanna börnum, er lífið kærast.
Því sfíga bænir um frið yfir hallir og hreysi,
frá hjörtum, sem þjást, og mállausum trega bærast.
Og kallar ei sérhver nótt eftir nýjum degi?
í nekf sinni á jörðin draum um foldina græna.
Og myndum vér beygja vor kné til ákalls ef eigi
yrði neins vænst af þeim himni, sem knýr oss til bæna?
Og mun þá ei aftur lífið öðlast þann Ijóma,
sem leiftraði forðum í augum glaðværra barna,
er jörðin okkar var athvarf sólskins og blóma
og æfi hennar var skemmtiferð meðal stjarna?
Og æskan, sem loks fær okkar sögu í hendur,
mun einhverntíma spyrja í fávizku sinni:
,,Hver botnar í því öllu, sem hérna stendur?
Var einu sinni barist í veröld minni?“
'X