Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 75
Norræn jól
i
löngu orðinn svartur af sóti, fyllir upp í einn þriðjung stofunnar. Annar
þriðjungurinn rýmir stóra matarborðið undir glugganum. Það er sand-
skúrað og slitið og eini hvíti hluturinn í stofunni. Það, sem afgangs er, hafa
hörnin fjögur lagt undir sig, — það yngsta situr í vöggunni, en fylgist
þaðan af áhuga með Ieiknum. Stofan ber vitni um tiltölulega góð efni.
Sótið er svart, en ekki óhreint, líkt og það væri svört málning. Húsgögn-
in eru snotur og börnin ekki fram úr hófi illa klædd. Úti í fjósi heyrist
kýr baula, og þetta fjarlæga, daufa baul gefur til kynna, að örbirgðin vofir
ekki yfir heimilisfólkinu.
Á tíu mílna svæði kringum kotið er Kuusaheiði, hið ævaforna heim-
kynni barkarbrauðsins, og þar eru önnur kot, sem ekki eiga arin, reykhál'
né útihús. Þar hafast kýrin, kindurnar og hænsnin við í sömu stofunni og
fólkið. Að eignast hest er flestum enn þá aðeins fjarlæg ósk, djarfur
draumur, sem rætist einhvern tíma hjá næstu kynslóð, eftir eina öld
eða svo.
En í þessi tiltölulega góðu efni vantar eitt, og það er brauð. Þess
73