Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 77

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 77
Norræn jól „Drottinn minn dýri! Ertu nú líka farinn að blóta. Hvað hefurðu eigin- lega gert, til þess að við þyrftum ekki að svelta? Þarna hefurðu legið og flatmagað á ofninum allan liðlangan veturinn og beðið eftir því, að skógar- herrarnir kæmu til að bjóða okkur mat. En þeir eru ekki komnir og koma ekki heldur í vetur. Það er allt of lítill snjór í skóginum til þess að hægt sé að aka timbri, og þess vegna verðum við að svelta heilu hungri. Það veiztu sjálfur. Og hefði ég ekki fengið það allra nauðsynlegasta að láni hjá nágrönnunum, þá værum við dauð úr hungri. En þú hreyfir þig ekki, karl- inn. Þú vilt bara skera kúna, þó að við eigum nóg af heyi handa henni, og þó að það sé hún, sem hefur haldið í okkur líftórunni. — En, sjáðu nú til, nú er ekki lengur um lán að ræða hjá nágrönnunum. Þeir hafa sjálfir orðið að fara til kirkjuþorpsins og þiggja af ríkinu — eins og það sé líka að betla, þegar sjálfur keisarinn býður. Meira að segja húsbóndinn í Stóragarði get- ur ekkert látið af mörkum, það sagði hann mér sjálfur í dag. Og ég fékk ekki heldur annað en þennan brauðbita handa mér og þetta handa börnunum.“ Hún lætur sneið af hörðu og svörtu barkarbrauði á borðið, og börnin horfa með áfergju á sælgætið. „Er nóg komið?“ spvr Antti, þegar kona hans nemur staðar til að kasta mæðinni og fer að klæða sig úr yfirhöfninni. Hún anzar honum ekki, en gengur að vöggunni með minnsta barnið og býst til að gefa því brjóstið. Þá skreiðist Antti niður af ofninum, teygir úr sér eins og hann væri að vakna, gengur nokkur skref í áttina til konunnar eins og hann ætli að segja eitthvað við hana, en hættir við það og gengur út lotinn í herðum. Kulda- strokan stendur inn í stofuna með gólfinu, því að Antti lætur sér ekki Jiggja á að loka dyrunum. Konan kallar á eftir honum: „Ætlarðu nú líka að gera út af við okkur með kulda?“ í þessu fellur hurðin að stöfum. Anna snýr sér að börnunum. Yngsta barnið er mett, og nú tekur hún hálffulla mjólkurskál út úr skápnum, lætur svarta barkarbrauðið niður í hana, svo að það blotni í því, og býr nú hátíðamat handa börnunum, sem flykkjast í kringum hana. Þau hafa ekki smakkað matarbita allan daginn. Þegar veizlan stendur sem hæst, kemur Antti inn og heldur á skíðunum sínum. Hann getur ekki stillt sig um að skotra sem snöggvast löngunarfullum augum að veizlukostinum, strýkur 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.