Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 79
Norræn jól
á fætur og búizt til fararinnar án þess að vekja konuna og börnin. Hann
var sársvangur, en svo fór hann í stutta, nýja, hvíta gærukuflinn, herti á
mittisólinni, skar síðasta tóbakið í nesti, kveikti í pípu sinni og' Jabbaði af
stað. Hann tók með sér stærsta broddstafinn, því að þennan vetur voru
úlfarnir farnir að hópa sig löngu fyrir jól.
Þegar rökkva tekur að kvöldi þennan sama dag, kemur maður, álútur
og grár af hélu, með tóman poka á baki og pipu í munni, eftir þorps-
götunni í Kuusamo kirkjuþorpi. Antti hefur gengið sex mílur á tólf kiukku-
stundum án hvíldar, beinustu leið gegnum skógana, og nú er hann kom-
inn á ákvörðunarstaðinn. Engir íþróttavinir fagna þessu meti, hann lítur
feimnislega í kringum sig og nemur staðar fyrir utan búð kaupntannsins,
en þar standa hestar og menn.
„Er það hérna, sem keisarinn lætur útbýta jólamjölinu?“
„Mjöl færðu, en ekki er það keisarinn, sem gefur það.“
„Gildir einu.“ — Antti gengur inn í búðina og bíður langa stund.
Þegar röðin kemur loks að honum, leysir hann af sér pokann og réttir
kaupmanninum hann án þess að segja nokkuð. Kaupmaðurinn og búðar-
sveinninn eru að moka mjöli úr stórum sekkjum í poka hinna bágstöddu,
en mikils háttar frú lítur eftir. ÖIl eru þau hvít af mjölsáldri upp að
augum. Svo byrjar yfirheyrslan:
„Hvað heitir þú?“
„Antti Metsántausta.“
„Hvaðan?“
„Frá Metsántakakoti handan við Pusulahæ.“
„Og ætlar að fá mjöl?“
„Já, mér var sagt, að hér væri hægt að fá mjöl ókeypis.“
„Þarftu þá nauðsynlega á því að halda?“
„Ekki bið ég beininga að gamni mínu, og ekki gerði ég það mér tií
gamans að ganga sex mílur á skíðum í dag.“
„Áttu ekki mat?“
„Ég hef ekki bragðað ætan brauðbita í heila viku.“
„Og samt áttu nýjan gærukufl og hefur þrek til að ganga sex mílur á
skíðum á einum degi.“
77