Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 80
Norræn jól
„Já, . .. hm . . . hvað átti ég að gera?“
Kaupmaðurinn horfir á hann hvössum augum og tortryggnislegum,
snýr sér að konunni og’ segir:
„Þessi maður er alltof hraustlegur og vel klæddur. Sannið þér til, hann
er ekki úr yðar hópi.
Og svo byrjar yfirheyrslan aftur:
„Geturðu sannað, að þér sé brýn þörf á mjölinu?“
Antti horfir vandræðalega í kringum sig í búðinni. Þar þekkir hann
ekkert andlit. Hann fölnar af blygðun og bræði og stamar út úr sér:
„Það er nefnilega svoleiðis, að ég á heima Iangt uppi á heiði handan
við Pusulabæ, og ég þekki svo fáa. Við getum svo sjaldar. fai’ið hingað
til kirkjunnar og kynnzt fólki.“
„Er þá enginn staddur hér frá Pusula, sem gæti borið vitni um að þú
líðir skort?“
Enginn gaf sig fram. Rödd úr hópnum lætur þess getið, að bændur frá
Pusula hafi sótt mjölið sitt undanfarna daga til þess að koma því heim í
tæka tíð fyrir jólin.
„Hvers vegna kemurðu svona seint og einsamall?“ spyr kaupmaðurinn
hranalega. Nú kemst Antti í vandræði. Það er svo margt, sem hann vildi
segja, en honum vefst tunga um tönn og kemur varla upp nokkru orði.
Konan grípur góðlátlega fram í fyrir honum:
„Sjáið þér til, við verðum að tryggja okkur að mjölið sé gefið þeim,
sem þurfa þess mest. Þér hljótið að geta fengið prestinn eða meðhjálpar-
ann til þess að gefa yður vottorð um, að þér þarfnist hjálpar. Svo skuluð þér
koma aftur í fyrramálið. Við megum ekki úthluta þessu af handahófi.“
Antti réttir úr sér, lítur einkennilega á kaupmanninn og mjölsekkina,
togar húfuna niður á enni og gengur út steinþegjandi.
Daginn eftir, á aðfangadagsmorgun, kemur Antti tímanlega í búðina,
og í þetta skipti er með honum vinnumaður af bæ þar í grenndinni.
í öngum sínum hafði Antti minnzt þess, að hann átti þar skólabróður úr
barnaskóla, leitað hans í margar klukkustundir í gærkvöldi og haft upp á
honum að lokum. Maðurinn mundi eftir Antti og trúði sögu hans. Hann
fékk góða máltíð og rúm til að sofa í, og nú er vinnumaðurinn kominn
78