Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 96

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 96
Norræn jól kr. 10 091,00. Félagið fékk, eins og að undanförnu, 1500 króna styrk úr ríkissjóði til starfseminnar. Samþykkt var tillaga frá ritara um að stjórnin athugaði möguleika á útgáfu myndarlegs jólarits, er kalla mætti „Norræn jól“. Stjórnin var öll endurkosin og skipa hana Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra, formaður, Guðlaugur Rósin- kranz yfirkennari, ritari, meðstjórnendur: Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Páll ísólfs- son organleikari og Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri. Endurskoðendur voru kosnir Nikulás Friðriksson rafmagnseftirlitsmaður og Sigurður Baldvinsson póstmeistari. Færeyiskt útvarpskvöld var haldið á vegum félagsins 16. marz, en áður hefur félagið efnt til danskra, finnskra, norskra og sænskra útvarpskvölda. Dagskráin hófst með því, að Jón Eyþórsson flutti ávarp fyrir hönd félagsstjórnar. Þá flutti Djurhus sýslumaður frá Færeyjum ræðu, Ole Jensen skipstjóri las upp færeyisk danskvæði. Olafur Davíðsson kaupmaður hélt erindi um Færeyinga, Aðalsteinn Sigmundsson kennari annað erindi um Færeyjar og Pétur Sigurðsson háskólaritari las úr sögu Færeyja eftir Jóhannes Patursson. A milli ræðanna voru leikin færeyisk þjóðlög og síðast var leikinn þjóðsöngur Færeyinga. Skemmtifundur var haldinn í Oddfellowhúsinu miðvikudaginn 5. nóvember. Formaður félagsins talaði fyrst nokkur orð um norræna samvinnu og minntist þeirra Norðmanna, sem Þjóðverjar hefðu látið taka af lífi fyrir skemmstu í Noregi. Kommandör- kapten Ullring talaði um frelsisbaráttu Norðmanna, Gunnar Pálsson söng norræn lög með aðstoð Páls ísólfssonar, Gunnar Gunnarsson skáld las kafla úr bók sinni „Heiðaharmur“ og Guðlaugur Rósinkranz gerði grein fyrir útgáfu jólaritsins „Norræn jól“. Þar næst var dans. Mikið fjölmenni var á fundinum. Hjálparstarfsemi hefur félagið nokkra haft með höndum undanfarin ár. Það stóð fyrir Finnlandssöfnuninni veturinn 1939—1940 og söfnun 17. maí 1940 til styrktar norskum flóttamönnum. Nokkuð var eftir á þessu ári af því fé, sem safnaðist á 17. maí, og ekki hafði verið sótt um. Gaf félagið kr. 1 500.00 af því fé til sjómannaheimilis fyrir norska sjómenn, sem verið er að koma á fót hér í Reykjavík. Úthlutun úr Noregssjóðnum hafa þeir Harald Faaberg skipamiðlari og Guðlaugur Rósinkranz haft með höndum. Útgáfan á þessu riti, er nefnist „Norræn jól“, er síðasta framkvæmd félagsins á þessu ári. Þetta er í aðalatriðum starf félagsins á þessu ári. Fjölbreytnin í starfinu hefur ekki getað orðið eins mikil og æskilegt hefði verið sökum einangrunar okkar frá hinum Norð- urlöndunum, sem vér höfum ekkert beint samband getað haft við. Stjórn Norræna félagsins: Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra, formaður, Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari, ritari. Jón Eyþórsson veðurfræðingur, 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.