Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 5
*»
*
Olof Palme. Uhro Kekkonen.
Olof Palme — Uhro Kekkonen
Á árinu, sem er að líða, misstu Norðurlönd tvo afmerkustu leiðtogum sínum. Olof Palme féll á
besta. aldri fyrir hendi ofbeldismanns. Uhro Kekkonen lést í hárri elli. Báðir voru ekki aðeins virtir
og mikils metnir með þjóðum Norðurlanda, heldur og á vettvangi heimsmála.
Ég kynntist Olof Palme fyrst, þegar hann ungur maður varð menntamálaráðherra í stjórn Tage
Erlanders, en áður hafði hann verið aðstoðarmaður hans. Mér er það minnisstætt, hversu mikinn
áhuga hann hafði á því, að skólarnir væru góðir skólar, og að allir skyldu eiga jafnan rétt til
skólamenntunar. Enginn mætti fara á mis við menntun vegna fjárskorts eða aðstöðuleysis. Síðari
afskipti has af þjóðmálum í heild mótuðust í raun og veru af sömu grundvallarsjónarmiðum. Á
vettvangi heimsstjórnmála varð hann kunnastur fyrir baráttu sína fyrir friði, gegn því, að
vopnavald væri nokkurn tíma látið skera úr deilumálum, og að hinar fátækustu þjóðir fengju hag
sinn bættan. En sá, sem djarfast hafði talað gegn vopnavaldi, féll fyrir byssukúlu. Hörmulegt er,
að þurfa að minnast þess. En er það ekki jafnframt hvatning til þess, að láta ekki merkið um
baráttuna fyrir friði falla?
Finnar eiga það Uhro Kekkonen ekki síst að þakka, að þeim hefur tekist að varðveita sjálfstæði
og lýðræði á viðsjárverðum tímum í sögu sinni, að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Hann var
sannur foðurlandsvinur og frelsissinni, sannur Finni. Þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn
árið 1957, féll það í minn hlut að afhenda honum fyrsta eintakið afíslenskri þýðingu Karls ísfelds
af Kalevala-kvæðum við athöfn í hátíðasal Háskólans. Ég held, að Kekkonen hafi ekki verið
viðkvæmur maður. En það leyndi sér ekki, hversu vænt honum þótti um, að íslendingar skyldu
hafa eignast þjóðarskáldskap Finna á eigin tungu, það færði þessar fjarlægu þjóðir hvora nær
annarri. Hann vildi að Finnar og íslendingar væru nánir vinir. Og það eru þeir.
Gylfi P. Gíslason.
3