Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 10
Jólin
hans Vöggs litla
Fannirnar lágu í skínandi skörum
eftir endilangri heiðinni. A henni allri
var ekki nema eitt einasta býli; það
var ofurlítill kofi, og hann var orðinn
bæði gamall og fornfálegur.
Leiðigjörn hlaut æfin að vera þeim,
aumingjunum, sem áttu þarna heima,
hugsaði víst margur maðurinn, sem
fór þar hjá. Og heldur var eyðilegt
þarna á heiðinni jafnvel að sumarlagi,
ekki var unnt að neita því. Urð og
lyngmóar, en á stöku stað birkirunnar
og dvergfura, það var allt og sumt,
sem augað gladdi þarna á heiðinni.
En kofinn var nógu vistlegur svona á
sína vísu. Þótt veggbrúnirnar væru
orðnar mosavaxnar af elli, voru
innviðirnir ófúnir og héldu úti kulda
og súg. Og strompurinn á torfþakinu
var bæði breiður og bústinn. Á
sumrin líktist þakið grænni, glitofinni
flosábreiðu, og í garðholunni fyrir
framan bæinn spruttu jarðepli, gul-
rófur og kál, en við gerðið gullmura,
valmúa og rósir. Þar óx og apalviður,
og undir honum var ofurlítill bekkur.
Fyrir glugganum voru gluggatjöld,
sem jafnan voru drifhvít og hrein.
Geirþrúður hét konan, sem átti kot-
ið og garðinn; en á vegum hennar var
drenghnokki, að nafni Vöggur.
Aðfangadag jóla haíði Geirþrúður
gamla lagt af stað í býtið um morgun-
inn til þess að kaupa í búið til jólanna
í hinu afskekkta sveitaþorpi. Nú var
komið undir sólarlag og ekki var hún
enn komin heim. Vögg litla var farið
að þykja einmanalegt í kofanum. Og
allt var svo kyrt og hljótt um endi-
langa heiðina. Ekki hafði heyrst í
einni einustu sleðabjöllu allan lið-
langan daginn og enginn á ferðinni.
Vöggur lá á hnjánum, studdi oln-
Viktor Rydberg:
Viktor Rydberg (1828—1895) var eitt
helsta skáld Svía á seinni hluta 19. aldar.
Hann hvarf frá laganámi vegna fátcektar og
var síðan blaðamaður í Gautaborg um 20
ára skeið. A þeim tíma samdi hann fmgar
skáldsögur, greinar og ritgerðir af ýmsu
tagi. 1884 varð hann prófessor í menningar-
sögu og fógrum listum við Stockholms hög-
skola. Ayngri árum þótti hann allrótttekur í
skoðunum og barðist m. a. gegn kreddufestu
og þr'óngsýni í trúarefnum. Að upplagi var
hann hins vegar rómantískur hugsjóna- og
mannúðarmaður og efnishyggja raunsæis-
stefnunnar á efri árum hans fullniegði hon-
um ekki. Eftir að hann var kominn yfir
miðjan aldur varð hann frtegastur fyrir Ijóð
sín sem sum halda nafni hans enn á lofti.
Fáein þeirra eru til í íslenskum þýðingum.
bogunum á borðið og horfði út um
gluggann. Fjórar voru rúðurnar í
glugganum, frostrósir og héla á þrem-
ur, en fjórðu rúðuna hafði hann þítt
með andardrætti sínum, svo að hún
var orðin alauð. Hann beið og beið
eftir Geirþrúði gömlu. Hún hafði lof-
að honum að koma heim með heilt
hveitibrauð, eina hunangsköku og eitt
kóngaljós úr kaupstaðnum, því að nú
var aðfangadagur jóla En ekkert sást
enn til hennar.
Nú var sólin gengin undir, og skýin
úti við sjóndeildarhringinn voru á lit-
inn eins og fegurstu rósalindar, en
rósrauðum bjarma sló á fannirnar.
Svo fór að smádraga úr litskrautinu;
það dimmdi æ meir og meir og fann-
irnar urðu svo kuldalega blárauðar að
lit, eftir því sem dimmdi upp yfir.
Og alltaf dimmdi meir og meir inni
í kofanum. Vöggur gekk að hlóðun-
um; glóðin var ekki alveg kulnuð út í
þeim. Það var svo hljótt þar inni, að
þegar tréklossarnir hans glumdu við
gólfið, fannst honum sem það mundi
heyrast um alla heiðina. Hann settist
nú á hlóðasteininn og tók að hugsa
um það, hvort hunangskakan, sem
hann ætti að fá, væri með haus og
fjórum fótum, hornum og klaufum.
Og hann fór líka að hugsa um það,
hvernig snjótittlingunum og öðru
smáfygli mundi líða nú um jólin.
Ekki er gott að segja, hversu lengi
Vöggur muni hafa setið svona, er
hann heyrði bjölluhljóm. Sá hann þá
»
/
8