Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 12

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 12
* sagði snákurinn og dró höfuðið inn í veggjarholuna. Bak við ökustólinn var kista. Henni lauk nú Skröggur upp og tók hitt og þetta úr henni, stafrófskver og vasa- hníf handa stráknum, fingurbjörg og sálmabók handa stúlkunni, band- hespur, vefjarskeið og skyttu handa húsmóðurinni, almanak og veðurvita handa húsbóndanum og sín hvor gler- augun handa foðurafa og föðurömmu. Auk þess tók hann handfylli sína af einhverju, sem Vöggur gat ekki greint, hvað var. En það voru þá ein- tómar hamingjuóskir og blessun, sem Skröggur ætlaði sér að bera í búið. Með þetta fór hann inn og hafði Vögg litla við hönd sér. Öll sátu þau um- hverfis arineldinn, góð og glöð í skapi, og húsbóndinn var að lesa upphátt úr biblíunni um barnið, sem fæddist í Betlehem. Skröggur lagði allt af sér við dyrastafmn, svo að lítið bar á, og svo fóru þeir aftur út í sleðann. Og aftur stefndu þeir til skógar. „Mikið þykir mér vænt um barn- ið, sem það var að lesa um þarna inni,“ sagði Skröggur, „en ekki er því að leyna, að mér finnst líka til um Þór gamla á Þrúðvangi". „Hver er nú það?“ spurði Vöggur. „Hann var mesti heiðurskarl, og við vorum ofurlítið skyldir, svona langt fram í ættir“, sagði Skröggur. „Óvættunum var hann harður í horn að taka; þær laust hann hamri sínum, þegar því var að skipta. En þeim, sem voru hugdjarfir og drengir góðir og ótrauðir til stórræðanna, var hann haukur í horni. Vænst þótti honum um bændurna, sem erjuðu jörðina og ólu upp tápmikla menn. Þá er ófrið bar að landi, stefndi Þór saman bænd- um og búalýð og hvatti þá og eggjaði. En þeir tóku sverð sín og hertygi og drifu að hvaðanæfa, og óvinirnir stóð- ust þeim ekki snúning. Þú átt líka að verða dáðrakkur drengur, Vöggur minn!“ „Auðvitað“, sagði Vöggur. „En nú hefur Þór lagt hamar sinn fyrir fætur Jesúbarninu", sagði Skröggur, „því að mildin er Mjölni betri“. Hið næsta sinn stöðvaði Skröggur hesta sína við hlöðuna á bóndabæ. Ur hlöðunni heyrðist lágt, reglu- bundið þrusk, eins og verið væri að þreskja korn þar inni; en þó lét hærra í bæjarlæknum, þar sem hann stökk á steinum og vatt sér inn á milli viðar- rótanna á grenitrjánum. Skröggur barði á hlöðuhlerann og opnaðist hann þegar. Komu þá tveir loðbrýnd- ir smásveinar í ljós. Þeir voru sællegir í andliti með rauðar skotthúfur á höfði og í gráum úlpum. Það voru búálfarn- ir.2 Þeir voru að þreskja korn við skriðljós og rauk mélið upp úr kláf- unum. Skröggur kinkaði kolli til þeirra og sagði: „Búálfar, búmenn bjástrið þið enn?“ En búálfarnir svöruðu: „Seint fyllast kláfar — svo er það enn! Kornið fyllir mælirinn, kornið fyllir mælirinn, konur og menn!“ „Mér finnst nú samt, að þið gætuð unnað ykkur hvíldar, svona á sjálft aðfangadagskvöldið", sagði Skröggur. Alfarnir svöruðu: „Hverfur tíð, hverfur stund, hver stund hefur gull í mund“. „En þið munið þá vænti ég eftir því“, sagði Skröggur, „hvar og hve- nær við eigum að hittast?“ Alfarnir kinkuðu kolli og svöruðu: „Hittumst við hjá hamrasjóla, þá hringt er inn til helgra jóla“. Nú opnaði Skröggur kistu sína öðru sinni og fór með fullt fang af jóla- gjöfum inn til óðalsbóndans, konu hans og barna. Meðal jólagjafanna var hermannabyssa, því að hverjum búandmanni ber að verja land sitt, ef því er að skipta. Og þannig óku þeir nú bæ frá bæ. Einna mest fannst Vögg til um það, er þeir komu á prestssetrið. Þar gægðist hann inn um gluggann. Gamli prest- urinn sat í hægindastól, en hann þekkti Vöggur vel, því að oftar en einu sinni hafði hann komið við á heiðarbýlinu og hlustað á Vögg og klappað á kollinn á honum, er hann var að stauta sig áfram í stafrófskver- inu. Prestskonuna og dætur hennar kannaðist Vöggur líka við; þær höfðu reynst Geirþrúði gömlu svo vel. Jóla- skrögg fannst líka mikið til prestsset- ursins koma, því að fólkið var þar svo alúðlegt hvað við annað og fór vel með skepnurnar, enda leit svo út sem öllum liði vel þar. Alfurinn á búinu kom út úr hlöð- unni og kvaddi Skrögg virðulega. * / 10

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.