Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 14
var kvikur á fæti og fríður drengur, og
það sá Skröggur fyrir af forvísi sinni,
að hann mundi verða fóstbróðir og
tryggasti samherji Vöggs litla á lífs-
leiðinni í baráttunni fyrir því, sem
væri satt, fagurt og gott. En í vöggu
leit hann lítið stúlkubarn, og var
munnur þess eins og ofurlítill óút-
sprunginn rósahnappur. Um telpuna
vissi Skröggur það, að er hún væri gift
og manni gefin, mundi hún nefna
Vögg ástina sína.
Nú óku þeir til konungshallarinnar,
sem var miklu stærri en höfuðból
herramannsins. „Hér á ég nú að gefa
konungssyninum gjafir nokkrar",
sagði Skröggur; „en ekki verð ég lengi
að því, enda eigum við nú eftir að aka
til íjallasjólans, yfirboðara míns, og
síðan heim til ömmu þinnar, hennar
Geirþrúðar gömlu“.
Aftur lauk Skröggur upp kistu
sinni, og það, sem Vöggur hafði áður
séð, komst ekki í hálfkvisti við það,
sem hann nú sá. A silfurskildi einum
miklum mátti sjá fjölda ríðandi og
fótgangandi hermanna, og er sveif var
snúið, hófu hermennirnir sverðin og
héldu sumir til hægri og sumir til
vinstri handar; en hestarnir prjónuðu
og um leið brugðu riddararnir sverð-
um sínum. A öðrum skildi, er átti að
tákna hafið, sáust herskip með fa.ll-
byssum, og er sveifinni var snúið, riðu
skotin af byssunum á vígi eitt í landi,
en frá víginu var aftur skotið á skipin.
Þó var þriðji skjöldurinn aðdáunar-
verðastur. Þar mátti sjá óteljandi býli,
stór og smá, akra og engi og fjölda
fólks bæði úti og inni, en allt var þetta
svo smátt, að það sást ekki almenni-
lega nema í stækkunargleri. En þá
munaði líka um það, sem maður sá.
Þarna mátti sjá fólk að slætti og alls-
konar útivinnu, smiði og múrara, vef-
ara, skraddara og skóara og marga
aðra iðnaðarmenn við allskonar sýslu.
Svo mátti sjá konur, sem voru að
dunda hitt og þetta, breiða dúka á
borð og kalla á börn sín til máltíða.
En þar gaf líka að líta hungruð börn
og sjúk og hryggar mæður, er naum-
ast áttu málungi matar.
Skröggur fór nú inn í höllina á fund
konungssonar með þessi einkennilegu
barnagull. „Prins!“ sagði hann,
„hugsaðu ekki eingöngu um hermenn-
ina og herskipin, heldur líka um al-
þýðuna og hennar súra sveita. Bið þú
guð að blessa hana, og er þú verður
konungur, þá láttu það verða helsta
áhugamálið þitt að bera hag hennar
fyrir brjósti þér og bæta kjör hennar.
Þá mun hinn mikli dómari geta sagt
við þig á efsta degi: — „Það, sem þú
hefur gert þeim, sem minnstur var
bræðra minna, það hefur þú og mér
gert“.
Að svo mæltu kvaddi Skröggur og
fór. En nú fóru farskjótarnir að frísa
og hneggja. Skröggur tók nú aftur við
taumunum og settist hjá Vögg, og svo
þutu þeir af stað eftir dimmum skógi.
„Hvert er ferðinni heitið?“ spurði
Vöggur.
„Til fjallasjólans“, svaraði Skröggur.
Vöggur litli var nú orðinn hálf-
stúrinn á svipinn. Stundarkorn sat
hann þegjandi, en spurði síðan: „Er
nú kistan tóm?“
„Því sem næst“, sagði Skröggur og
brá pípunni í munn sér.
„Allir hafa nú fengið jólagjafir
nema ég“, sagði Vöggur.
„Og ekki hef ég nú gleymt þér;
jólagjöfin þín liggur á kistubotni".
„Lof mér að sjá hana, þá ertu
vænn“.
„Þú getur nú beðið, þangað til við
komum heim til ömmu gömlu“.
„Nei, góði Skröggur minn, lof mér
að sjá hana strax“, sagði Vöggur litli
með töluverðri ákefð.
„Nú, hana þá!“ sagði Skröggur um
leið og hann sneri sér í sæti sínu, lauk
upp kistunni og tók upp úr henni
þykka ullarsokka.
„Er þetta allt og sumt?“ mælti
Vöggur í hálfum hljóðum.
„Ætli þeir komi sér ekki nógu vel“,
sagði Skröggur; „ertu ekki með göt á
hælunum?“
„Amma gamla hefði nú getað
stoppað í þau. En úr því þú gafst nú
kóngssyninum og hinum svo margt
fallegt og skemmtilegt, gastu víst gefið
mér eitthvað álíka“.
Skröggur svaraði ekki einu orði,
enda var hann nú orðinn alvarlegur á
svip og reykti miklu ákafar en áður.
Og þannig óku þeir nú þegjandi
langa stund. Vöggur var orðinn súr á
svipinn. Hann öfundaðist við kon-
ungssoninn fyrir öll fallegu gullin
hans og mátti ekki hugsa til ullarsokk-
anna sinna án þess að illskast. Skrögg-
ur þagði líka og blés óhemju reykjar-
strokum út um bæði munnvikin.
Það þaut í greniskóginum og niðaði
í skógarlækjunum, og það marraði í
snjónum undir hesthófunum. Þegar
þeir komu út í skógarjaðarinn, kom
snæljós og lýsti þeim. En það var nú
bara upp á mont, því að það var vel
ratljóst eftir fönnunum í tungsljósinu.
Loks bar þá að þvergnýptum bjarg-
vegg. Þar fóru þeir úr sleðanum.
Skröggur gaffarskjótunum sína hafra-
kökuna hverjum og klappaði því næst
á klettaþilið, en það laukst þegar upp.
Hann tók nú Vögg litla við hönd sér
og hélt inn í fjallaranninn; en ekki
höfðu þeir farið langt, áður en Vögg
tók að skjóta skelk í bringu.
Það var líka ömurlegt um að litast.
Ekki hefði séð þverhandar skil, ef ekki
hefði glitt í glyrnurnar á höggormum
og eitureðlum, sem einblíndu á þá og
undu sig og skriðu um þvalar kletta-
syllurnar um leið og þeir fóru hjá. „Ég
vil komast heim til hennar ömmu“,
æpti Vöggur litli loks upp yfir sig.
„Sænskur sveinn!“ sagði Skröggur.
Og þá þagnaði Vöggur.
„En hvernig líst þér annars á eðl-
una þá arna?“ spurði Skröggur, eftir
að þeir höfðu gengið nokkurn spöl og
komið auga á grænt kvikindi, er sat
þar á steini og einblíndi á Vögg litla.
„Hún er hræðileg“, sagði Vöggur.
„Henni hefur þú nú samt komið
hingað“, sagði Skröggur. „Sérðu hvað
hún er örg og útblásin? Þetta er
öfundin og óánægjan“.
„Hef ég komið henni hingað, segir
þú?“
,Já, ég held nú það. Öfundaðir þú
ekki kóngssoninn af gjöfunum, sem
hann fékk, og varst þú ekki óánægður
með gjöfina, sem ég ætlaði að gefa þér
af góðum hug? Hver ill hugsun, er
menn hugsa hér um slóðir, verður að