Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 15
höggormi eða eðlu hér inni í fjalla-
ranninum".
„Það var leitt“, sagði Vöggur og
glúpnaði.
Þeir héldu nú áfram um ýmiskonar
rangala og alltaf skilaði þeim lengra
og lengra inn í fjallið. Smámsaman
tók að birta, og er þeir komu fyrir eitt
hornið, sá Vöggur sér til mikillar
undrunar inn í stóran sal uppljóm-
aðan.
Veggirnir voru úr silfurbergi og
meðfram þrem þeirra stóðu smávaxn-
ir, gleiðgosalegir dvergar, er báru blys
og kyndla, en ljósið frá þeim kastaðist
aftur frá kristalsveggjunum í öllum
regnbogans litum. Fyrir miðjum
fjórða veggnum sat fjallasjólinn í
gullnu öndvegi. Hann var í asbest-
skikkju, sem var hlaðbúin í skaut nið-
ur. En hann var raunalcgur á svip. A
silfurstóli við hlið hans sat dóttir
hans, búin guðvefjarslæðum, og var
hún enn hryggari í bragði og virtist
aðframkomin. Hún var náfol í fram-
an, en aðdáanlega fogur.
í miðjum sal gat að líta gríðarstóra
vog, en umhverfis hana stóðu jötnar,
er lögðu eitthvað á víxl sitt á hvora
metaskálina.
Frammi fyrir fjallasjólanum stóð
urmull af búálfum frá öllum bæjun-
um, kotunum og hverfunum þar í
kring. Gerðu þeir grein fyrir öllu því,
er fólkið á heimilum þeirra hafði hugs-
að, sagt og gert á umliðnu ári. En fyrir
hverja góða hugsun og gott verk, sem
sagt var frá, lögðu jötnarnir gullin
met á aðra metaskálina; en fyrir
hverja ljóta hugsun og illa athöfn, sem
getið var um, lögðu þeir annaðhvort
höggorm eða eðlu á hina metaskálina.
„Sérðu nú, hvernig í öllu liggur,
Vöggur minn?“ hvíslaði Skröggur.
„Svo er mál með vexti, að konungs-
dóttirin þarna er sjúk. Eins og klafa-
bundin, skínandi hugsjón, sem ekki
nær fram að ganga, situr hún þar á
stóli sínum. Hún hlýtur að deyja, ef
hún kemst ekki bráðlega á burt úr
fjallinu. Hún þráir að fá að anda að
sér háfjallablænum, sjá ljóma sólar-
innar og blik stjarnanna. Og henni
hefur verið heitið því, að fái hún að
líta himininn, þá fái hún og að sjá alla
dýrð himnanna og lifa cilíflega. Og
hún þráir þetta og tregar. En út úr
berginu kemst hún ekki fyrr en á því
aðfangadagskveldi, er mennirnir hafa
breytt svo, að metaskál hins góða
sígur alla leið til jarðar og vegur meta-
skál hins illa í loft upp. En nú sérð þú,
að þær standa svo að segja í járnum“.
Naumast hafði Skröggur lokið máli
sínu, fyrr en hann var kvaddur fram
fyrir konunginn til þess að gefa
skýrslu sína. Og það var ekkert smá-
ræði, sem hann hafði frá að segja, og
flest allt var það gott, því að reynsla
hans tók aðeins yfir jólavikuna; en þá
dagana, sem menn minnast barns
þess, er fyrir mildi sína og mannkær-
leika varð konungur aldanna, eru
menn venjulegast betri og vingjarn-
legri hver í annars garð en ella.
Og bergrisarnir lögðu hvert gull-
metið á fætur öðru á metaskálarnar,
meðan Skröggur var að segja frá, og
vogarskál hins góða tók að síga æ því
meir sem hann sagði lengur frá. Loks
var hún orðin til muna þyngri en hin.
En Vöggur stóð eins og á nálum, af
því að hann kveið því, að sitt nafn
mundi verða nefnt þá og þegar, og
hann hrökk við, þá er Skröggur að
lokum nefndi nafn hans. Það sem
Skröggur sagði um Vögg og ullarsokk-
ana, vil ég helst ekki þurfa að hafa
upp hans vegna; cn ekki má ég leyna
því, að einn risanna fleygði stóru,
grænu eitureðlunni, er Vöggur hafði
séð fyrir skemmstu, á aðra meta-
skálina. Og það munaði meir en lítið
um hana. Nú litu allra augu nema
Skröggs, sem horfði eitthvað út í hött,
á Vögg, konungurinn, konungsdóttir-
in, jötnarnir, dvergarnir og álfarnir,
og augnaráðið var ýmist þrungið af
gremju eða angurværð. Einkum var
augnaráð konungsdóttur svo rauna-
legt og þó svo milt, að Vöggur brá
báðum höndum upp fyrir andlit sér
og gat ekki á nokkurn mann litið.
En nú tók Skröggur að segja frá
Geirþrúði gömlu á heiðinni, að hún
hefði tekið munaðarleysingjann hann
Vögg litla að sér; að hún ynni bæði
fyrir sér og honum með því að ríða net
og gólfábreiður og með ýmiskonar tó-
vinnu, og þannig tækist henni með
iðni sinni og ástundun að fæða hann,
klæða og skæða, þótt hún væri komin
að fótum fram. En iðja hennar bæri
líka blessunarríkan ávöxt; drengurinn
dafnaði vel hjá henni, hann væri
hugprúður, hjartagóður og glað-
lyndur og því væri hún honum góð og
fyrirgæfi honum, þótt honum stund-
um yrði eilthvað á. Hún bæði guð
fyrir honum á hverju kveldi, áður en
hún sofnaði; og nú síðast í morgun
hefði hún lagt af stað í býtið í
kaupstaðinn til þess að kaupa handa
honum eitthvað, er hún gæti glatt
hann með á jólunum.
Meðan Skröggur var að segja frá
þessu, lögðu jötnarnir þung gullin
met að öðru hvoru á metaskál hins
góða; en græna eitureðlan stökk niður
af hinni metaskálinni og hvarf. Kon-
ungsdótturinni vöknaði um augu og
Vöggur tók að hágráta. — —
Og hann grét meira að segja enn, er
hann var að vakna í rúminu heima
hjá sér. En þá voru þeir Skröggur og
hann búnir að vera í fjallasalnum og
Skröggur búinn að koma honum heim
og í rúmið og bjóða honum góða nótt,
þótt Vöggur litli væri þá svo syfjaður,
að hann tæki ekki lifandi vitund eftir
því. En er hann vaknaði, þá skíð-
logaði eldurinn í hlóðunum og Geir-
þrúður gamla laut ofan yfir hann og
sagði:
„Veslings litli Vöggur minn, sem
varst svo lengi einsamall hérna í
myrkrinu! Ég gat ekki komið fyrr en
þetta; það er svo langt. En nú hef ég
hérna handa þér kóngaljós og hveiti-
brauð og hunangsköku, og meira að
segja ofurlitla köku, er þú getur mulið
í sundur handa vinum þínum smá-
fuglunum á morgun!"
„Og sjáðu nú bara“, bætti Geir-
þrúður gamla við, „hér er ég með
ullarsokka, sem ég ætla að gefa þér í
jólagjöf; það er nú það, sem þig van-
hagar mest um núna, litli slitvargur-
inn þinn! Og hérna er ég með stígvéla-
skó handa þér, sem ég hef keypt í
kaupstaðnum, svo að þú þurfir nú
ekki að þramma á tréklossunum þín-
um yfir jólin“.
Lengi hafði Vöggur litli óskað sér
þess að eignast svona stígvélaskó,
enda virti hann þá nú fyrir sér í krók
og kring og gleðin skein út úr augun-
um á honum. En ennþá betur virti