Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 17
orræKT
Norrænt æskulýðsmót 1986
jOU *986
Á hverju sumri eru haldin norræn
æskulýðsmót fyrir krakka á aldrinum
16—25 ára og eru mótin haldin til
skiptis á Norðurlöndunum. í sumar
var mótið haldið á íslandi og hafði
yfirskriftina „Ungt fólk og fjölmiðlar“.
í þetta sinn voru þátttakendur 55
frá öllum Norðurlöndunum nema
Álandseyjum.
Æskulýðsmótið hófst sunnudaginn
20. júlí mcð því að allir hittust í Nor-
ræna húsinu og borðuðu saman kvöld-
verð. Að loknum kvöldverðinum og
mótssetningunni var haldið upp í fél-
agsmiðstöðina Ársel í Árbæjarhverfi,
en þar gisti hópurinn fyrstu og síðustu
nætur mótsins. Um kvöldið byrjuðum
við að kynnast hvert öðru.
Daginn eftir fórum við að sjá hvern-
ig Morgunblaðið væri unnið og eftir
hádegi var farið í Sundlaugarnar í
Laugardal. Mörgum fannst furðulegt
að heitt vatn væri í útisundlaug, en
allir nutu þess að svamla þarna í góða
veðrinu.
Síðdegis var lagt af stað upp í
Heiðarskóla í Borgarfirði, en þar átti
að dvelja meðan mótið færi fram.
Ýmislegt var gert sér til skemmtun-
ar þessa 4 daga sem við vorum í
Heiðarskóla. Á daginn var unnið að
ýmsu sem viðkom fjölmiðlun, farið í
skoðunarferðir og unnið í hópum.
Einn hópurinn vann t.d. að því að
útbúa norrænt orðasafn með nyt-
sömum orðum og orðatiltækjum, en
einnig voru starfandi tónlistarhópur,
myndbandahópur, útvarpshópur og
blaðahópur.
Þátttakendur hvers lands um sig
útbjuggu u.þ.b. 10 mínútna langa út-
varpsdagskrá og voru þættirnir teknir
upp á segulband og þeim síðan „út-
varpað“. í þeim voru leikin lög og
frætt um land og þjóð.
Á kvöldin var ýmislegt gert til gam-
ans. Fyrsta kvöldið var farið í fjall-
göngu og annað kvöld á hestbak.
Fæstir höfðu farið á hestbak áður og
gekk því á ýmsu. Allir skemmtu sér
konunglega þrátt fyrir dálitla rign-
ingu og engum varð meint af ævin-
týrinu, enda þótt einhverjir dyttu af
baki.
Scinasta kvöldið var grillað, farið í
borðtennis, dansað og sungið. Ekki
má heldur gleyma að myndbanda-
hópurinn sýndi afrakstur vinnu sinn-
ar við mikinn fognuð viðstaddra.
Seint var farið að sofa öll kvöldin
því að margt þurfti að segja og engu
skipti þótt stöku sinnum vantaði réttu
orðin. Þá voru bara búin til ný orð eða
notað táknmál.
Einn daginn var farið í skoðunar-
ferð um Borgarfjörð. Var þá mcðal
annars farið í Surtshelli og í Rcykholt.
Þegar farið var til Reykjavíkur var
ekki farin skemmsta leið því ekið var
um Þingvöll og að Gullfossi og Geysi.
Þennan dag var mjög gott veður og
var því ákveðið að taka lífinu með ró.
Á Þingvöllum tók sr. Heimir Steins-
son á móti hópnum og fræddi um
jarðfræði og menningarsögu staðar-
ins. Eins og vænta mátti vöktu
Gullfoss og Strokkur mikla hrifningu
hjá erlendu þátttakendunum og sama
má segja um Hveragerði, en þar mátti
ekki stoppa of lengi því að kvöldmat-
urinn beið í Reykjavík og þegar orðið
áliðið.
Seinasta mótsdaginn gafst tími til
að fara í bæinn og versla og því næst
var farið í heimsóknir á Rás 2 og í
Sjónvarpið. Síðdegis var farin skoðun-
arferð um Reykjavík og nágrenni og
meðal annars komið við á Bcssa-
stöðum.
Þetta kvöld var svo haldið kveðju-
hóf og þessi skemmtilegi tími var á
enda runninn.
Við þökkum öllum sem sáu um
framkvæmd mótsins, er tóku á móti
okkur í Heiðarskóla og á öðrum stöð-
um sem við heimsóttum, kærlega
fyrir.
Eva Gunnlaugsdótlir
Sóley Bj'órk Axelsdóttir
RÖNNING
S 84000