Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Qupperneq 19
Aðalsteinn Ingólfsson:
Norræn
1 nyj
myndlist
u ljósi
Á undanförnum fimm árum hafa listunnend-
ur víða um heim verið að vakna til meðvitundar
um að norrænar þjóðir eiga sér fleiri málsmet-
andi myndlistarmenn en Edvard Munch einan.
Sú vakning hófst fyrir alvöru með „Scandinavia
Today“ — menningarhátíðinni í Bandaríkjun-
um árið 1982, þegar haldin var mikil sýning í
Washington undir heitinu „Norðurljós: Raun-
sæi og táknsæi í Norrænni Málaralist, 1880—
1910“.
Eftir þá sýningu voru nöfn þeirra Vilhelms
Hammershöi frá Danmörku, Richards Bergh frá
Svíþjóð, Helenu Schjerfbeck frá Finnlandi, og
raunar fleiri norrænna listamanna á allra
vörum.
Bróðurpartur þeirrar sýningar var síðan sett-
ur upp í Göteborgs Konstmuseum ári seinna, og
gafst þá norrænum listunnendum og listfræðing-
um tækifæri til að gaumgæfa og ræða þær for-
sendur sem hinn bandaríski skipuleggjandi sýn-
ingarinnar, Kirk Varnedoe, haföi haft til hlið-
sjónar við val listaverka.
Nú í sumar var þessi sýning sett upp aftur,
talsvert aukin og breytt, í Hayward-sýningar-
salnum í London, og bar þar nafnið
„Miðsumarnæturdraumar“.
Allar þessar sýningar voru afar vel sóttar og
mikið var um þær skrifað. Á næsta ári er síðan
ætlunin að fiytja eitthvað af þessum norrænu
listaverkum til sýningar í Japan.
Þessi mikli áhugi annarra þjóða á norrænni
myndlist er vitaskuld mikið fagnaðarefni, en
ekki er síður mikilsvert að með þessum sýning-
um hafa menn, listfræðingar sem aðrir, lagt
drög að nýjum skilningi á listsköpun norrænna
þjóða við upphaf þessarar aldar og þar með á
norrænni menningu allri á þessu tímabili. Er
ekki að efa, að sá skilningur á eftir að breyta
viðhorfum norrænna fræðimanna í öðrum list-
greinum.
í stuttu máli voru niðurstöður listfræðinga
þær, að norræn myndlist við aldamót væri týndi
hlekkurinn milli impressjónismans og symból-
ismans, þar sem listamenn gerðu hvorttveggja í
senn, að fanga hrynjandi umhverfisins í verkum
sínum, og gefa því persónulega, táknræna merk-
ingu.
Hér á eftir (bls. 18-19, 22-23 og 26-27)
fara nokkrar þeirra mynda sem prýddu þessar
norrænu tímamótasýningar.
17