Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Síða 23
Ljóð eftir Einar Braga
Regn í maí
Hún sveipaði barnið hári sínu, hóf það á
arm sér og steig inní sólhvítan daginn. Ég sá
hana nálgast þar sem ég beið á vorgljúpri
sléttunni, er fagnaði nýsánu fræi. Hún brosti
í augu mér döpur og sagði: þú berst um ást
þína og líf við ógnir og dauða. Þá lutum við
höfði, létum skírast af nýju. Og söngurinn
um eilífð jarðargróðans steig upp úr mold-
inni fyrir munn okkar beggja, hærra og hærra
unz himnarnir opnuðust og milt frjó-
regnið blessaði okkur öll.
Regn i mai
Ho sveipte barnet i háret sitt, lyfte det opp
pá armen og steig inn i solkvite dagen. Eg
ság henne nærme seg der eg venta ute pá den
vármjuke marka som fagna dei nysádde froa.
Ho smilte vemodig inn i auga mine og sa: du
kjempar mot redsle og dod for din kjærleik
og ditt liv. Da boygde vi hovuda, lét oss doy-
pe pá nytt. Og songen om jordgrodas evige
liv steig opp or molda over leppene til oss
begge, hogare og hogare til himlane opna seg
og mildt regn velsigna oss alle.
Viðlag
Meðan jörðin sefur
sveipuð hvítum feldi,
fara glaðlynd vermsl
með vordrauminn um æðar henni.
Ég heyri ekki nið þeirra,
en nem í blóðinu
þöglan grun
um græna nál undir snjónum.
Omkvede
Medan jorda sov
under ein kvit fell,
stroymer glade varme bekker
med várdraumen gjennom árene hennar.
Eg kan ikkje lenger hpyra rislinga i dei,
men kjenner i mitt blod
ei stille aning
om grone strá under snoen.
Gjendikting ued Knut 0degárd
21