Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 31

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 31
vegsmál t. d. rannsóknir, fiskirækt o. s. frv. Það hlýtur að teljast ánægjulegur árangur í norrænu samstarfi, þegar sérstök embættismannanefnd um fisk- veiðamál var stofnuð að frumkvæði íslands í tengslum við fiskimálaráð- stefnu sem haldin var á Akureyri í ágúst sl. nefndin hefur 2,5 millj. króna íjárveitingu til ráðstöfunar á þessu ári, og hefur því fé verið varið til ýmissa samstarfsverkefna. Var það næsta furðulegt að norræn embættis- mannanefnd um fiskveiðimál skyldi fyrst sjá dagsins ljós, eftir að ráðherra- nefndin hafði starfað í 15 ár, svo brýnt sem það er að okkar mati að stórauka samvinnu á sviði hafrannsókna og tækni í sjávarútvegi. Þriðja dæmið sem ég nefni er efling Norræna fjárfestingarbankans. Utlán bankans hafa farið ört vaxandi og all- ar líkur eru til þess að stofnfé bankans og sá lánarammi, sem það markar, geti farið að hefta útlánavöxt bank- ans, verði ekki að gert. Með tilliti til þess og hve bankinn hefur skilað Norðurlandaþjóðunum, ekki síst íslendingum, góðum árangri til þessa, hefur verið ákveðið að tvö- falda stofnfé bankans úr 800 milljón- um SDR í 1.600 milljónir SDR með gildistöku 1. ágúst 1987. Af aukn- ingunni greiðir ísland h. u. b. 1%, en útlán til íslands hafa verið þetta 5— 10% af heildarútlánum. — Nú virðist sérstakt samstarf ís- lendinga, Grænlendinga og Færey- inga fara vaxandi. Hvað vilt þú segja um það? — Ég hef gott eitt um það að segja. Þessi lönd, vestnorræna svæðið (Fær- eyjar, ísland og Grænland), eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta í varð- veislu og skipulegri hagnýtingu auð- linda sinna, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir efnahag landanna, menningu og framtíðarþróun, þar eð þær eru grundvöllur lífshátta í löndunum. Þáttaskil urðu í samstarfi þessara landa við stofnun Vestnorræna þing- mannasambandsins hinn 24. septem- ber 1985. í sambandi við vestnorræna sam- starfið í heild sinni leyfi ég mér að vitna til orða, sem féllu í framsögu- ræðu minni á síðasta Norðurlanda- ráðsþingi í Kaupmannahöfn snemma á þessu ári: „Að því er varðar útverði Norður- landasamstarfsins er að mínu mati mikilvægast að auka samstarfið á þessu sviði. Einingarnar eru litlar og takmarkaðir möguleikar til öflugrar markaðssóknar eru til að leggja í stór rannsóknar- og þróunarverkefni. Með innbyrðis samstarfi á þessum sviðum er áreiðanlega ekki auðvelt að efla stöðu þessara aðila út á við . . . Við (þ.e. útnorðursvæðið) getum aukið verðmætasköpun úr hafinu og við get- um stóraukið ræktun á nytjafiskum. Við höfum yfir að ráða verðmætustu hafsvæðum veraldar í slíkum tilgangi. Til þess að það megi vcl takast verð- um við að stórauka samvinnu okkar (þ.e. Norðurlandabúa) á rann- sóknarsviðinu.“ Hygg ég að sú skoðun sem birtist í þessum orðum falli að miklu leyti að þeim stefnumiðum, scm Vestnorræna þingmannaráðið hefur sett sér, og mun ég sem samstarfs- og sjávarút- vegsráðherra vinna eins kappsamlega og kostur er á að viðgangi þessa sam- starfs. — Hvar verður næsta þing Norður- landaráðs haldið, og hver verða meginviðfangsefni þess? — Næsta Norðurlandaráðsþing, hið 35., verður haldið í Helsinki dag- ana 23.-27. febrúar 1987. Ráð er fyrir því gert að ráðherra- nefndin leggi fyrir ráðið 7 ráðherra- nefndartillögur þ. á m. tillögu um afnmám viðskiptahindrana á Norður- löndum, starfsáætlun til að hindra loftmengun, nýja starfsáætlun nor- ræna vísindaráðsins fyrir árin 1987 — 1990, starfsáæltun um umferðarör- yggi og ýmsar aðrar tillögur sem lúta að því að gera Norðurlönd að betri, menningarlegri og byggilegri heims- hluta.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.