Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 32

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 32
200 ára Naumast hefur það farið framhjá nokkrum íslendingi að á þessu ári voru tvær aldir liðnar frá því að Reykjavík öðlaðist kaupstaðaréttindi, enda hefur þess verið minnst með ýmsu móti, m. a. veglegum hátíðahöldum borgarinnar sjálfrar að áliðnu sumri. Afmælisdagurinn er venjulega talinn 18. ágúst því að þann dag árið 1786 var gefin út konungstilskipun um kaupstaðarréttindin. Af því tilefni birtist hér að neðan ljósmynd Páls Stefánssonar úr Reykjavíkurbók bókaútgáfunnar Hagals, tekin yfir Tjörnina og miðbæinn og þær slóðir þar sem talið er að landnámsbærinn hafi staðið. Byggð hefur verið í Reykjavík frá því á ofanverðri níundu öld og hún hefur þá sérstöðu umfram aðrar höfuðborgir Norðurlanda að hafa risið þar sem fyrsti landnámsmaðurinn tók sér bólfestu. Yfir myndinni er sá heiði og hreini svipur sem löngum hefur heillað heimamenn og gesti og borgarbúum tekst vonandi enn að varðveita um langan aldur í friði og farsæld. Hér á síðunni birtist einnig mynd af Hallgrímskirkju sem fullbyggð var á afmælisárinu cftir nær hálfrar aldar byggingarsögu og vígð 26.-27. október. Margir Norðurlandabúar hafa látið fé og gjafir af hendi rakna til kirkjunnar.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.