Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 34
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1986:
Rói Patursson
¥
Á liðnum vetri unnu færeyskt mál og
menntir þann sigur að bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
féllu í fyrsta sinn óskipt í hlut Færey-
ings sem yrkir á móðurmáli sínu. Það
var þegar dómnefndin, sem úthlutar
verðlaununum, tilkynnti eftir fund
sinn í Reykjavík 21. janúar að fær-
eyska ljóðskáldið Rói Patursson hlyti
verðlaunin 1986 fyrir ljóðabók sína,
„Líkasum“ (Eins og), sem út kom
1985. Höfundurinn veitti þeim að
venju viðtöku á 34. þingi Norður-
landaráðs sem haldið var í Kaup-
mannahöfn í byrjun mars. í greinar-
gerð sinni fyrir verðlaunaveitingunni
sagði dómnefndin: „Með ljóðrænum
þrótti og bersýni leggur Rói áherslu á
samhengi færeysks raunveruleika og
áleitinna spurninga um tilvist okkar í
samtímanum.“ Þetta var í annað sinn
sem bók á færeysku var meðal þeirra
ritverka sem fram voru lögð vegna
verðlaunaveitingarinnar. Árið 1965
var verðlaununum skipt milli Olofs
Lagercrantz og Williams Heinesens
sem hlaut þau fyrir skáldsöguna
„Vonin blíð“, en hún var hins vegar
lögð fram á dönsku. Sú ákvörðun
dómnefndarinnar að skipta verð-
laununum í það sinn sætti allmikilli
gagnrýni, enda hefur það ekki verið
gert síðan.
Rói Patursson er tæplega fertugur
að aldri, fæddur í Þórshöfn 1947. Þar
er hann nú búsettur, nýfluttur heim
eftir býsna langa útivist. Eins og
margir landar hans var hann fyrst
sjómaður um tveggja ára skeið þegar
Rói Patursson
LÍKASUM
Memunantrannw Studenlatdaflsns
hann var unglingur og lagðist í landa-
flakk 1968. Hann hafði þá lokið gagn-
fræðaprófi heima og vildi víkka sjón-
deildarhring sinn, ferðaðist m. a. til
Bretlands, Frakklands og Spánar. í
fimm ár vann hann í verksmiðju í
Kaupmannahöfn, en lauk stúdents-
prófi 29 ára gamall og las síðan
heimspeki til meistaraprófs við Kaup-
mannahafnarháskóla. Heim kominn
hefur hann stundað ýmis störf, m. a.
verkamannavinnu og kennslu, auk rit-
starfanna. Ein af formæðrum Róa var
Austfirðingur og Erlendur heitinn
Patursson frændi hans. Á unglings-
árum sínum var Rói árlangt í vinnu
hér á íslandi. í fyrra kom hann hing-
að og las úr verkum sínum á vegum
Norrænu höfundamiðstöðvarinnar og
ljóð eftir hann voru fléttuð inn í
leikritið „í lýsing“ eftir fimm árum
yngri frænda hans, Regin Djurhuus
Patursson, sem færeyskur leikflokkur
sýndi í Reykjavík á leiklistarhátíð nor-
rænna áhugaleikara nú í sumar.
Fyrsta ljóð Róa Paturssonar sást á
prenti þegar hann var 13 ára og síðan
birtust þau nokkur í blöðum og tíma-
ritum. Fyrsta ljóðabók hans, nafn-
laust kver með 15 ljóðum, kom út
1969 og fyrir það hlaut hann M. A.
Jacobsens-verðlaunin sem oftast hafa
verið veitt árlega í Færeyjum frá 1958.
í næstu bók hans, „á alfaravegi“, sem
út kom 1976, voru 19 ljóð, en verð-
launabókin „Líkasum" er þriðja bók
skáldsins. Fáeinar smásögur og stíl-
æfingar í óbundnu máli hafa birst eftir
Róa, en annars er ljóðagerðin sú bók-
32