Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 35
menntagrein sem hann hefur sinnt
nær eingöngu. Gerð hafa verið lög við
nokkur ljóð hans og söngtexta.
Nokkra þeirra söng færeyska söngkon-
an Annika Hoydal inn á plötu sem út
var gefin fyrir fáeinum árum og nefn-
ist „Spor í sjónum“.
Þegar Rói Patursson fékk tilkynn-
inguna um verðlaunin sagði hann að
hún hefði komið sér mjög á óvart, en
gladdist jafnframt yfir verðlaununum
sem hann sagði að gerðu sér nú kleift
að einbeita sér að ritstörfum um hríð.
Aðspurður sagði hann um yrkisefni
sín í blaðaviðtali: „Ég yrki mikið um
tungumál og ljóðið sjálft, náttúruna
og þjóðfélagið sem heild, stöðu
mannsins á ótryggum tímum og þær
miklu breytingar sem hafa orðið á
lífsháttum okkar síðustu áratugi."
Þegar hann var spurður hvort
heimspekinám hans hefði vakið áhuga
hans á tungumálinu svaraði hann því
til að því væri að sínum dómi öfugt
farið - hann hefði farið að ástunda
heimspeki vegna áhuga síns á tungu-
málinu sem slíku. Hann hcfði síður en
svo áhyggjur af því að yrkja á máli
sem fáir skilja. Oll tungumál væru í
sjálfu sér fullkomin og unnt að segja
næstum allt, sem menn vildu, á fær-
eysku eins og öðrum málum. Og eng-
inn vafi er á því að í Færeyjum verða
bókmenntaverðlaun Róa starfs-
systkinum hans styrkur og hvatning
og að þar er litið á þau sem tímabæra
viðurkenningu á færeysku máli og
menningu.
Þess sjást glögg merki í skáldskap
Róa Paturssonar að á næmasta
þroskaskeiði æsku sinnar mótaðist
hann af viðhorfum og hugmyndafari
sjöunda áratugarins. Af yrkisefnum
hans og bragformi í elstu Ijóðunum
frá unglingsárum sést að hann orti þá
m. a. þjóðernisbundin hvatningarljóð
í hefðbundnum stíl. En þegar frá leið
braut hann af sér fjötra hefðar og
vana og fór að túlka ný viðhorf í
óbundnara og nýstárlegra ljóðformi
en áður. Félagsskapur ungra Færey-
inga í Kaupmannahöfn sem hafði á
stefnuskrá sinni sjálfstjórn og sósíal-
isma var endurreistur 1962 og hóf
útgáfu mánaðarrits. Færeyskir stúd-
entar voru þar framarlega í flokki og
þessi vakning ýtti undir nýjan skáld-
skap höfunda með sterka, pólitíska
samfélagsvitund sem tjáðu viðhorf sín
með nýjum hætti og litu á einstak-
linginn sem félagsveru og færeyskt
samfélag og þróun þess sem óaðskilj-
anlegan hluta af samfélagi þjóðanna,
cn ekki einangrað fyrirbæri. Einn
þeirra var Rói Patursson sem sýndi
þannig ungur að hann var barn síns
tíma, aðdáandi bítlakynslóðarinnar,
flökkufugl og uppreisnarmaður sem
spurði sjálfan sig og aðra alvarlegra
spurninga um hvert stefndi og hvar
mannkynið væri á vegi statt. í fær-
eyskum skáldskap sló hann m. a. nýj-
an tón þegar hann túlkaði samúð sína
og samstöðu með verkalýð heimsins
og undirokuðum þjóðum og viðhorf
sitt til „útlegðar“ fjarri eyjunum átj-
án. Hana höfðu önnur færeysk skáld
oft túlkað af heimþrá og með sorg í
hjarta, en Róa Paturssyni var hún síst
af öllu dapurleg byrði, heldur eggj-
andi reynsla sem fól í sér skapandi
lífsmagn og gullin tækifæri. Að hans
dómi gat utanlandsdvöl einungis
skerpt skilning Færeyingsins á kostum
og göllum samfélagsins og treyst
tengsl hans við land sitt, þjóð og upp-
runa sem hann ann engu síður úr
fjarska en heima fyrir eins og Ijóð Róa
bera glöggt vitni. Þau lýsa engan veg-
inn öll stríði og baráttu, heldur eru
mörg þeirra óður til friðsældar náttúr-
unnar og fegurðar hversdagslífsins,
ort af innsæi og næmri tilfinningu.
Um aðra bók Róa — frá 1976 — sagði
færcyski dómnefndarfulltrúinn Malan
Simonsen að þar hcfði skáldið ort um
bæjarlífið, ástarþrá, tilgangsleysi og
eyðileggingarhvatir í nútímasamfélagi
og auk þess lofað móðurmál sitt.
„Líkasum“ væri nýstárlegri en eldri
bækurnar, en um hana sagði Malan:
„Að efni spanna ljóðin vítt svið. Rói
fjallar um samfélagsumræðu og út-
leggingar á Marx og Freud, yrkir um
Tarsan, vopnaskak og vígbúnaðar-
kapphlaup, baráttuna fyrir friði, veltir
fyrir sér rökum og eðli ljóðsins, merk-
ingu orða og stafrófs, reglu og öng-
þveiti. Lengsta ljóð bókarinnar og
burðarljóð verksins, ,Sólareygað‘
(Auga sólar), segir frá ferðalagi hug-
ans í tíma og rúmi. Ferðast er yfir
ringulreið brotakennds einskismanns-
lands þar sem fyrst er leitast við að
byggja aftur upp sjálfið uns það sam-
lagast ,þúinu‘ sem kom fram í byrjun
ljóðsins og verður að lokum heilsteypt
manneskja. Ferðalaginu er lýst með
myndröðum sem settar eru saman og
sækja efnivið sinn til náttúru og nú-
tímalífs. Hver myndröð er byggð á
ákveðnu meginstefi, en útfærð og
dýpkuð með öðrum myndum og að
lokum mætist margbrotinn veruleiki
heimsins í kjarna tilverunnar, auga
sólarinnar.“
í tilefni af verðlaunaveitingunni
birta „Norræn jól“ síðasta ljóðaflokk
bókarinnar, „árstíðir“, á frummálinu
ásamt smækkaðri myndskreytingu úr
„Líkasum“ eftir frænda höfundarins,
Trónd Patursson.