Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 39

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Blaðsíða 39
knattspyrnu. Með tárin í augunum gengum við svo til náða. Næsti dagur okkar í Rovaniemi byrjaði á fyrirlestri Osten Groth rit- höfundar og fulltrúa Norræna félags- ins í Norrbotten í Svíþjóð. Fjallaði hann um menningarlíf og atvinnu- hætti á Norðurkollu og þó einkum um samstarf og samskipti fólks, sem mjög oft ganga þvert á hefðbundin landa- mæri. Ennfremur sagði hann okkur frá Rovaniemi, höfuðstað fmnska Lapplands, og greindi frá því mark- verðasta á leiðinni sem við áttum fyrir höndum. Eftir hádegi var farið með okkur í skoðunarferð um bæinn. Séð úr lofti er skipulag Rovaniemi eins og hreindýrshorn og cr það teiknað af hinum kunna arkitekt Alvar Alto. Byggja þurfti Rovaniemi upp frá grunni eftir síðari heimsstyrjöldina, cn Þjóðverjar lögðu hana í rúst haust- ið 1944. Menjar stríðsins má sjá víða, m.a. í mjög snyrtilegum kirkjugarði við bæjarkirkjuna. Borgin er miðstöð verslunar og ýmiss konar þjónustu og hcfur ferðaþjónusta m.a. farið mjög vaxandi á síðustu árum. Rovaniemi er einnig miðstöð mennta og þar er boð- ið upp á ýmiss konar nám á fram- halds- og háskólastigi. A fjallinu Ounasvaara í bænum er að finna mið- stöð íþróttaiðkana. f Rovaniemi er hús sem minnir mjög á Norræna húsið, en þó er það mun stærra. Er þetta „Lappia“-húsið teiknað af Alvar Alto. í húsinu er bókasafn, leikhús, tónlistarskóli og safn sem meðal annars hefur að geyma sýnishorn úr menningu Sama. í Lappia-húsinu fengum við að sjá stutta kvikmynd um líf Sama og þar gat einnig að líta líkan af bænum fyrir og eftir stríð. Síðari hluti dagsins var frjáls og var hann notaður í búðaráp og sólbað. Um kvöldið var ekið að norður- heimskautsbaugnum, rétt norðan við Rovaniemi. Árið 1950 var þar í skyndi komið upp litlum kofa og skilti með viðeigandi áletrun er von var á ekkju Roosevelts Bandaríkjaforseta til Lapplands, því að ákveðið var að á þessum stað skyldi móttökuathöfnin fara fram. Síðan hefur staðurinn byggst upp miðað við þarfir ferða- manna, sem geta m.a. fengið þar sér- stakan póststimpil á kortin sín, auk þess sem seld eru skilríki með áletrun um að kaupandinn hafi stigið yfir heimskautsbauginn. Nýjasta bygg- ingin þarna er hús jólasveinsins, en hjá honum fást hinir fjölbreytilegustu minjagripir. Að lokinni athugun á skemmtana- lífi bæjarins var haldið á hótelið og þar sungið og spilað fram eftir nóttu með dyggri aðstoð tveggja Finna. Morguninn eftir var lagt snemma af stað því að aka átti alla leið til Alta í Noregi eða rúmlega 500 km langa leið. Áð var í finnska bænum Kittilá en næsti áfangastaður var Muonio. Þar beið okkar Sixten Piippola með aðra rútu því að hafa átti skipti. Að lokinni nokkurri viðdvöl í Mu- onio var ekið sem leið lá áfram norður eftir Finnlandi í áttina að norsku landamærunum. Eftir því sem norðar dró urðu trén smávaxnari og þegar yfir til Noregs kom varð vegurinn brátt mjórri og krókóttari. í Kautokcino hcimsóttum við silf- urverkstæði Juhl’s og gat þar að líta feiknin öll af fallegum silfurmunum, en fjárhagurinn leyfði ekki mikla vcrslun. í Alta beið hópsins Tor Valle, menntaskólakcnnari og formaður Norræna félagsins þar. Gistingu feng- um við í menntaskólanum. Bærinn Alta er við botn Altafjarðar og eru hafnarskilyrði þar góð. Atvinnulíf er fjölbreytt og hefur bærinn lengi verið verslunarmiðstöð. Ymsa skóla er þarna einnig að frnna. Á þessu svæði hafa fundist menjar eftir „Komsa- menninguna“ svonefndu og hafa fundist vísbendingar um mannabyggð fyrir allt að 10.000 árum. Vorið 1973 fundust fyrstu hellurist- urnar við botn Altafjarðar og er fjöldi þeirra nú orðinn milli 2500 og 3000. Myndir þessar cru ristar í klappir frá 8—26,5 metra yfir sjávarmál og eru þær taldar vera frá u.þ.b. 6200—2500 ára gamlar. Myndirnar á hellunum sýna ýmiss konar dýr, s.s. fugla og hreindýr, auk manna á veiðum. Einn- ig má þar sjá skip prýdd hreindýrs- hausum í stafni og minntu þessar myndir óneitanlega á drekahausa vík- ingaskipanna. Mjög athyglisvert var að skoða þessar myndir, ekki hvað síst breytingar á hlutfollum og teikning- um eftir aldri ristnanna. Daginn eftir var ckið frá Alta og var feðinni heitið til Tromsö. Mikil nátt- úrufegurð er á þessu svæð, en nokkru spillti að veðurguðirnir sýndu ekki á sér sparihliðina. Á nokkrum stöðum á leiðinni höfðu Samar slegið upp verslunartjöldum við veginn og létu sumir freistast og keyptu ýmsa hluti, s.s. sútuð hreindýraskinn. Norðurkollufarar; tvo þátttakendur vantar á myndina.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.