Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 40

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Side 40
Borgin Tromsö liggur á eyju, en tengist meginlandinu með 1036 m langri brú. í Tromsö er stærsta höfn Norður-Noregs, en að öðru leyti bygg- ist atvinnulífið á verslun og þjónustu. Bærinn er einnig mjög mikill skóla- bær. A lögreglustöð bæjarins beið okkar lykill að sundlaugarbyggingu, en þar áttum við að gista. Allir komu sér fyrir og hentust síðan á diskótek. Daginn eftir skoðuðum við söfn. Fyrst á dagskrá var „Polar“-safnið. Þetta er mjög vel upp sett safn og er þar í máli og myndum rakin sag Ro- alds Amundsens, en hann komst fyrst- ur á Norðurpólinn árið 1911. Næst lá leiðin í Tromsö-safnið. Þetta er mjög nýtískulegt safn og framúrskarandi vel upp sett. Frá ár- inu 1976 hefur safnið verið sjálfstæður hluti af háskólanum og hefur það ver- ið haft að leiðarljósi að gera það að lifandi þjónustustofnun fyrir unga sem aldna. Safninu er skipt í 7 deildir og þar má sjá allt milli himins og jarðar á sviði jarðfræði, landafræði, náttúrufræði og líffræði, auk ýmissa fornminja. í safninu er sérstök samísk deild. Markmiðið er að skapa skilning á menningu Norður-Noregs í nútíð og fortíð. A meginlandinu handan brúarinn- ar hefur verið komið upp fjallalyftu sem á nokkrum mínútum ber menn upp í rúmlega 400 m hæð. Þegar þangað upp er komið er útsýn stór- kostleg. íshafsdómkirkjan (Ishavskatedral- en) i Tromsö er mjög sérkennileg hvít- máluð bygging sem sést einkar vel þegar komið er af hafi. Kirkjuna skoð- uðum við og var þá nýlokið þar karla- kórstónleikum. Morguninn eftir gafst tækifæri til að skoða bæinn á eigin spýtur. Bærinn iðaði af mannlífi og við höfnina mátti sjá fiskimenn í litl- um bátum afgreiða fisk til kaupenda á bryggjunni. Þegar hópurinn hafði safnast saman aftur lá leiðin í há- skólann. Þar tók á móti okkur Finn- bogi Alfreð Baldvinsson sem stundar nám í sjávarútvegsfræðum. Fláskólinn er í nýju húsnæði og er heilt háskóla- hverfi í uppbyggingu. Nemendur í skólanum eru um 2000 og er námsað- staða öll til fyrirmyndar. Finnbogi leysti greiðlega úr margvíslegum spurningum og afhenti bæklinga um skólann. Hann kvaðst kunna vel við sig í Tromsö, enda þótt skammdegið væri erfitt, jafnvel fyrir íslending, og hvatti eindregið til þess að fleiri ís- lendingar kæmu til náms við skólann. Að lokinni viðdvöl í Tromsö-há- skóla var ferðinni haldið áfram og skyldi nú haldið til Narvíkur. Þegar líða tók á dag mátti víða sjá reyk leggja upp frá litlum bálköstum. Voru Norðmenn þar að halda Jónsmessu- hátíð. Lítið var um að vera í Narvík þetta kvöld og enga Jónsmessuhátíð þar að finna fyrir gesti og gangandi, og var því brugðið á það ráð að halda litla einka-Jónsmessuhátíð í garðinum á bak við gistiheimilið. Narvík er ungur bær og byggðist upp í tengslum við útflutningshöfn fyrir sænskt málmgrýti sem flutt er með lestum frá Kiruna. Er Narvík nú þjónustuhöfn fyrir norðurhluta Sví- þjóðar og Finnlands. Þetta er mesta útflutningshöfn Noregs, rciknað í tonnum. í síðari heimsstyrjöldinni varð bærinn fyrir miklum skakkafoll- um og þurfti því að endurreisa hann að mestu leyti. I Narvík heimsóttum við stríðs- minjasafnið og er þar skilmerkilega gerð grein fyrir gangi átakanna á þessu svæði. Hörmungar stríðs eru ungum íslendingum framandi og kyndugt þótti hópnum að fylgjast með ungum einkennisklæddum Norð- mönnum sem þarna nutu leiðsagnar sér eldri og reyndari hermanna. Einnig var komið við í sænsku kirkjunni sem vígð var árið 1950 og hefur þjónað þúsundum sænskra sjó- manna. Byggingin er tvískipt og í hluta hennar er kaffi- og minjagripa- sala. Þetta er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Frá Narvík var ekið í áttina til Sví- þjóðar. Um leið og við virtum fyrir okkur eiginhandaráritanir konunga Svíþjóðar og Noregs á steini við landamærin, kvöddum við Noreg en Svíþjóð heilsaði með sólskini. Var ferðinni heitið til Kiruna. Á leiðinni til Kiruna er ekið fram- hjá miklu skíðasvæði sem liggur skammt frá landamærunum, ekið er um Abisko-þjóðgarðinn og meðfram Tornetrásk, sem er 70 km langt stöðu- vatn og 9 km breitt. Þegar til Kiruna kom beið okkar miðdegisverður í lýðháskólanum en í þeim skóla bjó hópurinn meðan á dvölinni stóð. Eftir matinn skelltum við okkur í sólbað en friðurinn stóð ekki lengi, því að von bráðar birtust flugur sem sólgnar voru í íslenskt blóð. Rektor skólans, Siwert Nord- wall, hafði skipulagt námskeið um Norðurkollu fyrir íslenska hópinn, en auk þess tóku fjórir Svíar þátt í nám- skeiðinu. Fyrsta kvöldið í Kiruna lá leiðin til listmálarans Elis Aidanpáá sem lagt hefur mikla áherslu á að varðveita gamla samíska og finnska menningu í Norrbotten. Elis las fyrir okkur sögur og ljóð og sýndi okkur vatnslitamynd- ir sínar. Efnivið í myndirnar sækir hann í samískar þjóðsögur og eigin bernsku. Einnig hefur hann gert mik- ið að því að mála myndir af gömlum húsum. Eftir góða stund hjá Elis var haldið upp á Luossavaara til að virða fyrir sér fjallasýn frá Kiruna. Sást þá meðal annars Kebnekaise, hæsta fjall Svíþjóðar, 2111 m á hæð. Daginn eftir voru fyrirlestrar til klukkan rúmlega þrjú og síðdegis hlýddi hópurinn á tónleika í Kiruna- kirkju. Kirkja þessi var vígð árið 1912 og er í útliti ætlað að minna á Sama- tjald. Um kvöldið var öllum hópnum boðið í kaffi heim til Siwerts og eftir ánægjulega kvöldstund þökkuðum við fyrir okkur með því að syngja „Ríð- um, ríðum“. Heimsókn til Jukkasjárvi, 18 km vestan við Kiruna, var á dagskrá morguninn eftir. Fyrst var byggða- safnið þar heimsótt og fengum við góða leiðsögn um safnið, skoðuðum búninga, hluti og verkfæri úr daglegu lífi Sama og fræddumst um ýmsa siði og venjur. í Jukkasjárvi var fyrst byggð kirkja árið 1608, en núverandi kirkja er frá 18. öld. í kirkjunni er mjög litrík alt- aristafla sem sýnir prestinn Læstadius prédika gegn drykkjuskap, saurlífi og óheiðarleika. í öðrum hluta altaris- töflunnar knékrýpur Læstadius Kristi

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.