Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Síða 43

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Síða 43
var munaðarvara í Finnlandi. En fyrir hvert kvæði, sem hann festi á blað og hún fékk að heyra, var honum veittur góður aukakaffisopi, sem Lönnrot kunni vel að meta. Einn af góðkunningjum Lönnrots í Abo var ungur aðstoðarkennari í sagnfræði. Hann var mjög finnsksinn- aður og varð fyrstur til þess að kynna Lönnrot goðsögnina um Váinámöi- nen, ævafornan hálfguð, sem Kale- vala snýst einkum um. Um aukna og fyllri frásögn og þjóðkvæði af Váinámöinen, sem hann hafði komist yfir, skrifar hann ritgjörð á latínu: De Váinám'óine — og kom á prent. Nú var áhugi Lönnrots á þessum fornu þjóðsagnakvæðum að fullu vak- inn. Að skoðun hans, eins og fram kemur í ritgjörðinni, er Váinámöinen fornhetja, sem búið hafði í norðan- verðu Finnlandi, og ef til vill sann- sögulegur að einhverju leyti. Læknisnámið sækist frekar seint. Flutningur háskólans átti þátt í því. Lönnrot lýkur því endanlega 1832 með ritgjörð um særingalyf Finna. — En löngu áður - eða 1828 - leggur hann upp í langa ferð til að safna þjóðkvæðum, fyrst og fremst með Váinámöinen í huga. Hann getur ekki beðið lengur, stenst ekki mátið. Kvæðin eru að mestu týnd í Suður- Finnlandi. Hann verður að leita lengra, til afskekktra byggða, en þar var að vænta mestrar uppskeru, hjá fólki, sem lifði í einangrun og hafði lítið sem ekkert samneyti haft við um- hciminn. Hann býr sig á fátækra bænda vísu og kunni þeim klæðnaði vel. Oftast fer hann gangandi með mal sinn og staf, flautu og byssu. Lönnrot var þolinn göngumaður og röskur ræðari, en það kom scr vel í „1000 vatna landinu". Þá sjaldan kom til vetrarferða, var hann hinn mesti skíðagarpur og kunni vel tök á hreinataumum á sleðaferðum um mjallarbreiður Finnlands. Fyrstu ferðina fór hann um Savo- laks-fylki og Kyrjálahéruðin finnsku. Fékk hann góðan afla, sem hvatti hann til frekari fcrða. - Alls fór hann í ellefu meiri háttar söfnunarferðir um ævina, hundruð mílna í hvert sinn. Ferðasvæðið var víðlent, frá Eist- landi í suðri til Utsjoki, nyrstu byggð- ar Finnlands, og Arkangelsk á Kóla- skaga í norðri — frá Austurbotnum í vestri til Ladoga-vatns í austri. Munu fáir Finnar hafa verið víðförulli um hans daga. A söfnunarferðum rataði Lönnrot í margskonar örðugleika, fyrir utan mikla líkamlega áreynslu, á ferð sinni um vegleysur og þétta skóga. Pað er alkunna, að þcir, sem búa afskekkt og lifa í einangrun, eru býsna tortryggnir gagnvart alókunnugum ferðamönn- um. Lönnrot fór ekki á mis við þessa tortryggni. Jafnan var hann klæddur sem almúgamaður - allt að því tötra- lega til fara. Fatnaður lét á sjá á lang- ferðalögum og fékk á sig rifur í skógar- þykknum, er Lönnrot var að stytta sér leið. ÞÓ að klæðnaður fólks langt inni í Finnlandi væri nú harla bágborinn á þessum tímum, drógu sumir dár að ferðalangnum, hvað útbúnað snerti. Og hvað var maðurinn að vilja? Hvert var erindi hans, farandi byggð úr byggð, bæ frá bæ? Suma grunaði jafnvel, að hann væri strokufangi eða njósnari, og því nokkuð varhugaverð- ur. Honum var sums staðar lítill sómi sýndur. Það kom meira að segja fyrir, er hann bar að garði á veitingastöðum eða prestssetrum, að honum var bor- inn matur í eldhúsi; hann var ekki talinn borðhæfur í matstofu. Þá átti það sér stað, að hann var látinn höggva við í eldinn eða þá hann var sendur út í bát til þess að ferja menn yfir vötn eða dorga. Þetta hafði þann kost, að hann sparaði sér margan eyri, sem vel gegndi, því að pyngjan var létt. En víðast hvar fékk hann vinsam- legar viðtökur, enda ljúfmenni og manna alþýðlcgastur. Þá spillti það ekki fyrir, þegar það fór að síast út, að maðurinn mundi vera læknislærður, en læknaskortur var átakanlegur í flestum þeim byggðum, sem hann fór um. Sakir góðmennsku sinnar varð hann mörgum að liði í þessu efni. En erindi hans var annað og hugur hans við það bundinn, og Lönnrot var sárt um takmarkaðan tíma, sem honum fannst fljúga úr höndum sér. Heppinn var hann að því leyti, að hann komst í tæri við marga gamla kvæðaþuli. Þeir kváðu fyrir hann og söngluðu eitt kvæðið aföðru og endur- tóku, uns hann hafði fest kvæðin á blað. Auðugustu námurnar voru í Kyrjálahéruðunum og Ingermann- landi. Lönnrot komst yfir margar gerðir af fjölda kvæða, og var á þeim ærinn munur. Víða voru gloppur og jafnvel um brot ein að ræða. Það varð að fylla í skörðin. Stundum tókst að brúa bilið efnislega mcð frásögn texta í óbundnu máli. — Að vinna úr þess- um mismunandi textum skóp Lönn- rot síðar mikinn vanda og heilabrot. Hvað skyldi taka og hverju sleppa? Ekkert mátti missast, en lengd varð þó að vera í hóf stillt. Lönnrot er ánægður með ferðina í fyllsta máta og malurinn úttroðinn af handritum. Um haustið snýr hann heim og unir afrakstrinum vel, hann hefur haft mikið upp úr krafsinu - fjögur hundruð kvæði. Fleiri skyldu nú fá að njóta kvæðanna en hann. Honum brann í brjósti löngun til að auðga tunguna og koma þeim á fram- færi. A árunum 1829—1831 tekst honum við hjálp vina og kunningja að fá prentuð fjögur kvæðahefti, en þau seldust lítið. Fimmta hefti, sem hann hafði búið til prentunar, kom aldrei út. Ekki var nú áhuginn meiri fyrir tungu, bókmenntum og fortíð meðal Finna sjálfra. Enn vantaði jarðveginn. En Lönnrot lét ekki bugast. Þraut- seigjan var ein af megingjörðum hans. — Árangurinn af fyrstu ferðinni varð honum þó hvatning til frekari ferða- laga. Um þessar mundir vaknar sú hug- mynd Lönnrots að steypa saman í einn bálk þjóðsagnakvæðum um skylt efni, þ. e. Váinámöinen. Hún birtist síðar í framkvæmd. Sköpun Kalevala hefst. Hann segir í bréfi til vinar síns: „Ég hef í huga kvæðabálk á stærð við Eddu íslendinga eða hálfan Hómer.“ - Hann vinnur af kappi að því að bræða brotasilfrið saman. En hvað um útgáfu? Aðstaða til útgáfu hafði batnað að mun við stofnun Finnska bók- menntafélagsins 1831. Var Lönnrot ritari þess um langt skeið. Félagið studdi starfhans affrcmsta megni, cn

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.