Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Qupperneq 44
ekki kom hann þó frumhandriti sínu
af Kalevala á prent 1833, eins og
hann hafði hug á.
Titill verksins var Kalevala eða
gömul kyrjálsk kvæði um fornar tíðir
finnsku þjóðarinnar. Handritið
geymdi sextán kviður og röskar fimm
þúsund ljóðlínur. Kemur þar fram
kjarni hins endanlega Kalevala.
28. febrúar 1835 er það prentað
eftir miklu stærra handriti, um tólf
þúsund ljóðlínur, og hefur þessa at-
burðar nú verið minnst um öll
Norðurlönd og víðar. — Þessi útgáfa er
nú ýmist nefnd Frum-Kalevala eða
Gamla Kalevala. Bókin vakti veru-
lega athygli. Einn kunnasti mennta-
maður Finna sagði um hana: „Hún
eyddi loks langvarandi hirðuleysi um
finnskar bókmenntir.“
Seinni útgáfa Lönnrots, aukin og
endurbætt, var prentuð 1849 og taldi
hvorki meira né minna en 23 þúsund
ljóðlínur. En þá hafði hann gefið upp
söfnunarferðir sínar og ungir stúdent-
ar tekið við fyrir hvatningu hans.
Sem fyrr segir hafði Lönnrot lokið
læknanámi 1832. Var hann þá skipað-
ur héraðslæknir í Kajana, langt norð-
ur í Finnlandi, í víðlendu, en fámcnnu
héraði. Læknisstörfin reyndust hon-
um frekar létt, svo að hann hafði
drjúgan tíma til söfnunarferða og bók-
menntaiðju. Og þess ber að geta, að
yfirvöld, sem farin voru að meta
áhugamál hans og iðju, veita honum
leyfi frá læknisstörfum öðru hvoru.
Lfppistaðan í kvæðabálkinum Kale-
vala er þessi: Sagt er frá tveim finnsk-
um þjóðflokkum og samskiptum
þeirra í stríði og friði. Þeir eru Kalev-
ar, sem byggja sunnanvert Finnland.
Frá þeim er nafn kvæðabálksins kom-
ið, sem Lönnrot gaf honum. Hinn
þjóðflokkurinn er Pohjolar, sem búa
langt norður í landi, jafnvel norður í
Bjarmalandi, sem íslensk fornrit segja
frá - eða sumir hafa giskað á það.
Stríðsefnið milli þeirra er kvörnin
góða, Sampó, sem malar eigandanum
gull og önnur eftirsótt heimsgæði.
Sampó hverfur loks í hafið, og báðir
tapa í rauninni. Pohjolar eru fullir
fjölkynngi og leiða margar plágur yfir
Kaleva, svo sem sjúkdóma, árásir
skógarbjarna og stela jafnvel sól og
mána frá andstæðingnum, sem þó
vinnur með fulltingi Váinámöinens og
kantelu hans og með mætti orðsins
syntysana - lykilorðsins, sem Guð gaf
hverjum hlut við sköpun hans. Þegar
öldunginn vantar það í lok kvæðisins
við komu Krists, flýr Váinámöinen
land sitt, en skilur kanteluna eftir -
strengleik gleðinnar. Vísdómsfull
finnsk heiðni, sem Váinámöinen er
tákn fyrir, víkur undan við komu
Krists.
í kvæðabálkinum gætir töluverðra
áhrifa frá austrænum ævintýraheimi
og biblíunni, Hómerskviðum og nor-
rænum fornbókmenntum. — Kalevala
er ekki hetjukvæði á sama hátt og t. d.
Hómerskviður. A vopnabraki ber ekki
mikið. Kalevar og Pohjolar heyja
einkum bardaga í orði og söng, með
særingum og frumstæðri, erfðri fjöl-
kynngi. Frá upphafi til enda kvæða-
bálksins fer fram sístæð barátta milli
góðs og ills, Ijóss og myrkurs. - Bálk-
urinn hefst með sköpun heims. Ævin-
týri og veruleiki skiptast á í fjöl-
breyttri myndröð.
Það hafa menn fyrir satt, að aðal-
persónur í Kalevala séu eins konar
tákn vissra eiginleika í finnskri þjóð-
arsál. Þar er um að ræða: heita frelsis-
þrá, dreymandi ást, hugrekki, fífl-
dirfsku, móðurást, sem þekkir ei hik
eða efa, að ógleymdri þrautseigju og
þverlyndi (sisu).
Sennilegt er talið, að einhver sögu-
leg minni frá löngu liðnum öldum
liggi að baki þessum þjóðkvæðum.
Þau geyma menningarsögu, þar sem
lífshættir, trú og siðir birtast í skugg-
sjá. — Ofur náið samlíf við náttúruna
speglast í kviðum fornskáldanna,
enda eru þau sprottin upp í
hreinræktuðu bændasamfélagi.
í Kalevala er að finna þá vitneskju,
sem til er um fornkveðskap Finna.
Merkur Kalevalafræðingur hefur fellt
þennan dóm um kvæðin og mun fara
nær því rétta: „Kalevala gefur lesand-
anum meira með lifandi einfaldleika,
hressilegum litblæ, frjórri, fossandi
orðgnótt og samræmdu bragformi en
42