Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 49
Teikning:
Gudbjörg Hjartardóttir.
konungur yfir borðum vera, en sá
dagur mun dveljast, er vér sveitungar
látum allir skírast."
Bolli tók vel undir þetta og bað
Kjartan einn ráða þeirra máli. Við-
ræðu þeirra Kjartans hafði konungur
fyrri spurt en borðin væru í brottu,
því að hann átti trúnað í hvers þeirra
herbergi hinna heiðnu manna.
Konungurinn verður allglaður við
þetta og mælti: „Sannað hefur Kjart-
an orðskviðinn, að hátíðir eru til
heilla bestar.“
Og þegar um morguninn snemma,
er konungur gekk til kirkju, mætti
Kjartan honum á strætinu með mikilli
sveit manna. Kjartan kvaddi konung
með mikilli blíðu og kvaðst eiga skyld
erindi við hann.
Konungur tók vel kveðju hans og
kvaðst hafa spurt af hið ljósasta um
hans erindi, — „og mun þér þetta mál
auðsótt.“
Kjartan bað þá ekki dvala við að
leita að vatninu, og kvað þó mikils
mundu við þurfa.
Konungur svarar og brosti við: , Já,
Kjartan," segir hann, „eigi myndi
okkur hér um harðfæri skilja, þótt þú
værir nokkru kaupdýrri."
Síðan voru þeir Kjartan og Bolli
skírðir og öll skipshöfn þeirra og fjöldi
annarra manna. Þetta var annan dag
jóla fyrir tíðir. Síðan bauð konungur
Kjartani í jólaboð sitt og svo Bolla,
frænda hans. Það er sögn flestra
manna, að Kjartan hafi þann dag
gerst handgenginn Ólafi konungi, er
hann var færður úr hvítavoðum, og
þeir Bolli báðir. Hallfreður var eigi
skírður þann dag, því að hann skildi
það til, að konungur sjálfur skyldi
halda honum undir skírn; konungur
lagði það til annan dag eftir.
Kjartan og Bolli voru með konungi,
það er eftir var vetrarins. Konungur
mat Kjartan umfram alla menn fyrir
sakir ættar sinnar og atgervi, og er
það alsagt, að Kjartan væri þar svo
vinsæll, að hann átti sér engan öfund-
armann innan hirðar; var það og allra
manna mál, að enginn hefði slíkur
maður komið af íslandi sem Kjartan.
Bolli var og hinn vaskasti maður og
metinn vel af góðum mönnum. Líður
nú vetur sá; og er vorar, búast menn
ferða sinna, svo sem hver ætlaði.
Ur Laxdœlu
47