Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 50

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1986, Page 50
s Islensk-norsk orðabók Fyrir árið eða þar um bil kom út ís- lensk-norsk orðabók eftir Ivar Org- land og Frederik Raastad. Bókin kem- ur vafalítið mörgum í góðar þarfir sem læra vilja nútímaíslensku eða leita orðskýringa með stuðningi af norsku. í bókinni eru nær 15.000 uppfletti- orð og orðasambönd og skýringar bæði á bókmáli og nýnorsku. Orða- forðinn er miðaður við algengustu orð íslensks máls og mennta. Að auki eru í henni leiðbeiningar um framburð og fleiri málfræðiatriði og íslensk manna- nöfn og örnefni ásamt kortum. íslensk-norsk orðabók þeirra Org- lands og Raastads er með mjúkum spjöldum og af hóflegri stærð og ætti því að henta þeim vel scm hyggja á íslandsferð og vilja stinga henni með í farangurinn. Utgefandi er NKS-bóka- forlagið í Noregi. Norræn sjónvarpsópera Eins og annars staðar er getið í blað- inu hlaut Hafliði Hallgrímsson tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs 1986. Tíu ár voru þá liðin frá því að Atli Heimir Sveinsson fékk verðlaunin fyrir „Flautukonsert“ sinn, en þeim er úthlutað annað hvert ár. Atli Heimir var nýlega ráðinn til þess að semja sjónvarpsóperu í samvinnu við fleiri norræna listamenn og hyggst að ein- hverju leyti hafa hitann úr skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, „Vikivaka“. s Er þessi myndfrá Islandi ? Jd, hún er úr Skorradal. Við gœtum átt margar grenihlíðar eins og þessa. Viltu stuðla að því? Þú gerir það til dæmis með því að kaupa íslenskt jólatré. Fyrir eitt slíkt getum við gróðursett þrjátíu önnur tré. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR 48

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.