Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 10

Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 10
Einn af stofnendum nýsköp- unarfyrirtækisins Level Up segir að hann hafi upplifað það á eigin skinni hversu mikilvægt það sé að auka aðgengi að líkamsræktar- stöðvum. Fyrirtæki hafi sýnt lausn Level Up mikinn áhuga. magdalena@frettabladid.is Nýsköpunarfyrirtækið Level Up er að þróa hugbúnað sem gerir notendum kleift að kaupa sig inn í staka tíma hjá hinum ýmsu líkams- ræktar- og heilsubótarstöðvum. Sölvi Smárason, einn af stofn- endum fyrirtækisins, segir að hug- myndin hafi kviknað þegar hann var að æfa hjá bardagafélaginu Mjölni en vildi sækja aðra tíma samhliða. „Ég var búinn að vera í boxi í langan tíma og langaði að prófa kickbox. Hins vegar komst ég að því að ég væri með of læstar mjaðmir til að geta gert spörkin og fór því í Pri- mal Iceland til að geta opnað þær,“ segir Sölvi en bætir við að þá hafi hann áttað sig á því að hann hefði ekki efni á að vera með áskrift að tveimur líkamsræktarstöðvum sökum þess að hann væri náms- maður. „Þá hugsaði ég með mér að það hlyti að vera til önnur leið og upp frá því spratt þessi hugmynd. Að færa þennan fjárhagslega múr frá og opna aðgengið.“ Sölvi segir að þeir hafi aðeins fengið góð viðbrögð hjá líkams- ræktarstöðvunum og hinum ýmsu fyrirtækjum. „Það hefur enginn sagt nei við okkur af þeim sem við höfum talað við. Við héldum að það væri mesta vandamálið og við höfum fengið spurningar á borð við af hverju líkamsræktarstöðvar ættu að vera með okkar lausn. En við höfum aðeins fundið fyrir áhuga hjá þeim.“ Sölvi bætir við að eins og er sé fyrirtækið ekki að leitast eftir fjár- mögnun. Þeir hafi þó fundið fyrir miklum áhuga. „Þegar við tókum þátt í Startup Supernova tókum við fram að við værum ekki að leitast eftir fjár- magni eins og er. Við ætlum fyrst um sinn að reka okkur á tekjum. Við höfum samt sem áður orðið varir við að aðilar í viðskiptalífinu, svokallaðir englar, hafa sýnt okkur áhuga og hafa boðið okkur alls konar þjónustu og greiða.“ Aðspurður hvert f y rirtæk ið stefnir segir Sölvi að þeir miði að því að verða næsti frístundastyrkur. „Við viljum verða nýi frístunda- styrkurinn og verða stimpill fyrir fyrirtæki. Að það verði eftirsóknar- vert hjá fyrirtækjum að bjóða upp á Level Up-fríðindin. Kerfið okkar býður einnig upp á möguleikann á að yfirmenn geti verðlaunað starfs- fólk sitt með einhverju heilsusam- legra en hamborgara. Það er uppi sífellt háværari krafa meðal starfs- fólk um að fá betra aðgengi að hreyfingu í gegnum vinnustaðinn.“ Sölvi segir að lokum að þó að þeir muni fyrst um sinn einblína á lík- amsræktirnar þá muni þeir þegar fram líða stundir einnig bjóða upp á ýmsa heilsubótartíma. „Það eru líka tækifæri í að bjóða upp á nudd, jóga, kírópraktortíma og sálfræðitíma. Við erum spenntir að sjá hvert hugmyndin mun leiða okkur.“ n Auka aðgengi að líkamsræktar- og heilsutímum Sölvi Smárason, Robin William Varadaraj, Mikael Ingason, Svavar Berg Johansson, stofnendur Level Up, segja að mikil tæki- færi felist í að opna á aðgengið að líkamsrækt- arstöðvum. fréttablaðið/ sigtryggur ari Nám: BS í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBI í alþjóðaviðskiptum frá Háskól- anum á Bifröst. störf: Sölufulltrúi hjá Icefresh Seafood sem sér um sölu og út- flutning á vörum Samherja. fjölskylduhagir: Er gift Aðalbirni Tryggvasyni og saman eigum við dæturnar Góu Dröfn og Gíu Báru auk þess að eiga Maltese-tíkina Míu. Unnur Inga Kristinsdóttir starfar sem sölufulltrúi hjá Icefresh Sea- food. Hún segir að margt velti á íslenskum sjávarútvegi og að ýmsar áskoranir séu fram undan í geiranum. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á matseld og garðyrkju en okkur hjónum finnst fátt skemmtilegra en að fá góða vini í mat og eiga með þeim góðar stundir. Þá eru ferðalög, hvort sem það er utan- eða innanlands, ofar- lega á lista en að ferðast um landið okkar með hjólhýsið í eftirdragi er eitthvað sem við gerum mikið af á sumrin og sköpum góðar minn- ingar með fjölskyldu og vinum. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Þar sem ég hef verið mest allt mitt líf í skóla þá hef ég ekki haft mikinn tíma fyrir lestur annarra bóka en skólabóka. Hins vegar núna þegar ég hef lokið námi þá leita ég í bækur og hlaðvörp sem fjalla um leiðir til árangurs í bæði starfi og einkalífi. Leiðir til árang- urs í markaðsstarfi eru einnig ofar- lega á listanum. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Síðustu sjö mánuði hef ég verið í fæðingarorlofi sem getur alveg verið krefjandi en ef ég horfi fram hjá því þá verð ég að segja útf lutn- ingur á f iski með f lugvélum á Covid-tímum. En það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi. Síðustu ár hafa einkennst af miklu stressi og útsjónarsemi við að skila fersk- um fiski til kúnna án þess að tapa verðmætum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég nýt þess að læra nýja hluti og takast á við krefjandi áskoranir, hvort sem það er í einkalífi eða starfi. Ég vona að heilsan verði mér hliðholl og að við fjölskyldan verð- um búin að eignast draumasumar- húsið í Hrísey ásamt því að ferðast víða um heim og að við eigum að minnsta kosti eitt ef ekki tvö fjöl- skyldusport þar sem útivist og góð matseld verður ráðandi. Ef þú þyrft ir að velja annan starfsframa, hvað yrði fyrir valinu? Ég hef oft sagt að ef ég myndi hætta því sem ég er að gera í dag þá myndi ég snúa mér að garðyrkju- störfum, það er bara eitthvað svo heilandi og notalegt að vinna og vera í kringum plöntur og gróður, svo ég tali ekki um útivistina sem fylgir því. Hver er uppáhaldsborgin þín? Ég held að ég verði að segja London, systir mín bjó þar í þrjú ár og við eigum ótrúlega góðar minn- ingar þaðan. n Hefur áhuga á matseld og garðyrkju Uppáhaldsborg Unnar er London en þaðan á hún margar góðar minningar. MyNd/aðseNd n Svipmynd Unnur Inga Kristinsdóttir Þá hugsaði ég með mér að það hlyti að vera til önnur leið og upp frá því spratt þessi hug- mynd. Sölvi Smárason FÆRÐU ÁSTVINUM ÞÍNUM ÓSKASKRÍN – UPPLIFUN Í ÖSKJU 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is 10 Fréttir 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMARKAÐURInn Fréttablaðið 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.