Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 22

Fréttablaðið - 05.10.2022, Side 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Íslenska gámafélagið tók í notkun nýja flokkunarlínu í sumar sem hefur umbylt flokkun hjá fyrir- tækinu. „Við leitum sífellt nýrra leiða til þess að skila sem mestum afköstum og gæðum á sem stystum tíma en til þess þarf hand- flokkun starfsfólks að fléttast saman við tækni. Flokkunarlínan sem er mun öflugri en fyrirrennari hennar, fékk nafnið Lína í höfuðið á Línu Langsokk og það finnst okkur passa vel. Nú náum við allt að sjö tonnum á klukkustund í verksmiðjunni okkar á Esjumelum sem eru sjö sinnum meiri afköst en áður þegar við vorum bara með handflokkun,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gáma- félagsins. Loksins eins í Vesturbænum og á Akureyri Með síðustu breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs var komið á samræmdu flokkunar- kerfi yfir allt land en sú lagasetn- ing tekur gildi 1. janúar á nýju ári. Nú á að flokka í fjóra flokka að lág- marki, pappír og pappa, plastum- búðir, almennt sorp og matarleifar. Að mati Jóns verður ekki flókið að taka upp nýtt flokkunarkerfi. „Flestir sjá auðveldlega muninn á pappír og plasti og lífræna tunnan tekur við öllum matarafgöngum. Fólk mun svo geta farið með málma, gler og textíl á grenndar- stöðvar. Sveitarfélögin hafa haft þrjú ár til aðlögunar. Bláskóga- byggð og Grímsnes- og Grafnings- hreppur eru nú þegar búin að þessu en Reykjavík og sveitar- félögin í kring eiga því miður mörg langt í land,“ segir hann. Mikill kostur er að flokkunar- kerfin verða nú samræmd á öllu landinu. „Sveitarfélögunum verður skylt að nota samræmdar flokkunarmerkingar sem einfalda flokkun. Með einfaldara fyrir- komulagi verða hráefnisstraum- arnir hreinni, sérflokkun á hráefni eykst sem eykur enn á skilvirkni nýju flokkunarlínunnar okkar. Við vonumst til þess að ná að flytja út allt að 20.000 tonn á ári af plasti og pappa, sem fer bæði að miklum hluta í endurvinnslu en líka að nokkru leyti í orkunýtingu. Þetta er mikilvægt skref í innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi en sýnt hefur verið fram á að sér- söfnun á hráefni leiði til meiri og betri f lokkunar.“ Útflutningur á sorpi Þegar Íslenska gámafélagið var stofnað árið 1999, var aðalhlut- verk fyrirtækisins, að sögn Jóns, að flytja rusl á milli staða og grafa það í holur. „Það er auðvitað hvergi nærri sjálfbært. Það er skelfilegt hve mikið af landsvæði er ónýtt eftir urðun. Glerárdalurinn fyrir norðan verður ónothæfur næstu hundrað árin. Álfsnes og Gufu- nes eru að sama skapi illa farin svæði. Það er skelfileg staðreynd að mengun af völdum þess metan- gass, sem sleppur frá urðunarsvæð- um, er á við mengun alls bílaflota Íslendinga. Lágmörkun á urðun er stór þáttur í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum,“ segir Jón. Íslenska gámafélagið hefur síðustu ár lagt meiri áherslu á að finna því hráefni sem sótt er til viðskiptavina sem bestan farveg í samræmi við hringrásarhagkerfið. Þannig hóf fyrirtækið útflutning á almennu sorpi til orkunýtingar árið 2019. „Með þessu hefur fyrir- tækið komið í veg fyrir urðun á 46.554 tonnum af þessum úrgangs- flokki og komið honum í orku- nýtingu þar sem orkan er nýtt til húshitunar og rafmagnsfram- leiðslu í stað kola og olíu.“ Eftirspurn eftir íslensku rusli „Í dag er mikil eftirspurn í Evrópu eftir rusli frá Íslandi í brennslu til orkunýtingar. Á síðasta ári f lutti Íslenska gámafélagið út alls 1.300 gáma af hráefni. Af því var 16.741 tonn af endurvinnsluhráefni og 13.654 tonn af almennu sorpi sem fór í brennslu til orkunýtingar. Versta leiðin til þess að losna við rusl er að urða það. Það er auð- vitað ekki æskilegt að brenna rusl, en brennsla til orkunýtingar telst þó sem endurnýting sem er alltaf betri kostur en urðun. Það besta í stöðunni væri að minnka almennt framleiðslu á óþarfa hlutum og endurnota meira og koma þannig í veg fyrir myndun úrgangs. Reykjavíkurborg og höfuðborg- arsvæðið eiga það rusl sem fer í gegnum Sorpu og það hefur staðið til hjá þeim að fara í útflutning á almenna ruslinu, en ekki gengið hingað til. Það er skelfing að hugsa til þess að í dag erum við enn í þeirri stöðu að setja þetta hrá- efni í jörðina. Mosfellingar eru til að mynda afar óánægðir með urðunarstaðinn í nágrenni sínu, en með útflutningi væri hægt að minnka urðun þar um helming.“ En hvað með kolefnissporið sem hlýst af öllum þessum útf lutningi? „Svarið er margslungið. Í fyrsta lagi er Ísland lítið land og stórar verksmiðjur þarf til þess að endurvinna efni eins og pappír. Í einhverjum tilfellum getum við endurunnið hér heima og þar koma fyrirtæki eins og Pure North og Plastplan sterk inn með fram- leiðslu á ýmsum nytjahlutum úr plasti og harðplasti. Hér á landi er ekki hagkvæmt að reisa stórar verksmiðjur til að endurvinna pappír og því þarf alltaf að flytja eitthvað af pappír út til endur- vinnslu. Það kolefnisspor sem hlýst af skipaflutningum er nær óbreytt. Við Íslendingar flytjum einfaldlega meira inn en út sem þýðir að ef við nýtum ekki skipa- ferðina frá Íslandi þá fara gámarnir tómir út.“ Endurvinnsla og íslenskt hyggjuvit Stór verkefni eru fram undan við að finna lausnir fyrir fleiri úrgangsflokka eins og gler og timbur. „Eitt verkefni snýr að því að þróa og framleiða 80–100 kílóa byggingarkubba með mulið gler sem íblöndunarefni, sem hægt verður að nota til að hlaða veggi. Það þarf gífurlegt magn til þess að endurvinna gler á hefðbundinn hátt, en með þessu verður glerið varanlegt byggingarefni eftir að búið er að steypa það í kubbana. Grófur úrgangur er annar flokkur sem erfitt er að endur- vinna og telur um 15.000 tonn á ársgrundvelli. Við erum byrjuð að hanna flokkunarlínu þar sem þessi úrgangur er fyrst settur í stóran tætara, svo fer útkoman á færibönd sem hristast, efnið færist upp og niður og það er blásið á það. Þessi dans flokkar hráefnið í sex grunnflokka sem má endurvinna á einhvern hátt. Tætarinn verður kominn í gagnið eftir innan við mánuð og nýja línan rís á næsta hálfa ári.“ Íslenska gámafélagið tekur markvisst þátt í orkuskiptunum og vill vera fordæmisgefandi í umhverfismálum. „Nú í lok árs og byrjun þess næsta munum við taka í gagnið fyrsta rafknúna ruslabílinn frá Volvo, sem og fyrsta rafknúna krókbílinn frá Scania. Þetta er nýjung í heiminum og Íslenska gámafélagið er fyrsta fyrirtækið á Íslandi, og víða í heiminum til þess að koma þessu í gagnið,“ segir Jón að lokum. n Jón Þórir er hér ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofts- lagsráðherra, á mynd sem tekin var við opnun Línu. MYND/AÐSEND Á síðasta ári flutti Íslenska gámafélagið út alls þrettán hundruð gáma af hráefni. Af því var 16.741 tonn af endur- vinnsluhráefni og 13.654 tonn af almennu sorpi sem fór í brennslu til orkunýtingar. Það er skelfileg staðreynd að mengun af völdum þess metangass sem sleppur frá urðunarsvæðum er á við mengun alls bílaflota Íslendinga. Lágmörkun á urðun er stór þáttur í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum. Jón Þórir 2 kynningarblað 5. október 2022 MIÐVIKUDAGURENDURVINNSLA OG UMHVERFISVITUND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.