Fréttablaðið - 05.10.2022, Page 34
njall@frettabladid.is
Ef marka má nýjasta tvít Elon
Musk mun Cybertruck-pallbíllinn,
sem væntanlegur er í framleiðslu
á næsta ári, geta flotið yfir vötn
og ár.
Cybertruck-pallbíllinn var
frumsýndur árið 2019 og átti
að fara í framleiðslu árið 2021
en framleiðsla hans hefur tafist
nokkuð í Covid-19 heimsfaraldr-
inum. „Cybertruck verður nógu
vatnsheldur til að geta flotið eins
og bátur og mun því geta farið yfir
ár eða vötn, og jafnvel sjó sem er
ekki of úfinn,“ sagði Elon Musk á
Twitter.
Elon Musk hefur látið fleira uppi
um Cybertruck að undanförnu,
eins og að hann verði með fjórum
rafmótorum og geti stýrt afturhjól-
unum, sem gefur honum mögu-
leika á að keyra til hliðar. n
Cybertruck á að geta flotið
Biðin eftir Cybertruck er orðin löng en nú hillir undir hann í framleiðslu.
njall@frettabladid.is
Ford hefur frumsýnt 2023-árgerð
Ford Super Duty pallbílsins og
valdi til þess Kentucky-veðreið-
arnar. Hann fær nýja 6,8 lítra
bensínvél sem grunnvél en hún
er ný af nálinni þótt hún byggi á
7,3 lítra Godzilla V8-vélinni. V8
Power Stroke dísilvélin fær að
halda sér en kemur nú í tveimur
aflútfærslum. Grunngerðin verður
sú sama og áður en einnig kemur
High-Output útgáfa með nýrri for-
þjöppu sem er aflmeiri og tjúnuð
fyrir drátt á þungum eftirvögnum.
Yfirbygging bílsins er ný en
undir henni er ný hönnun á raf-
búnaði til að styðja allan þann
nýja tæknibúnað sem er í boði.
Super Duty-pallbíllinn hefur
einnig fengið nýja dempara sem
eiga að virka betur þegar bíllinn er
ólestaður svo hann virki ekki eins
hastur. Hægt verður að fá hann
með XL Off Road-pakka en þá
kemur hann á 33 tommu dekkjum,
með hærra loftinntaki og undir-
vagn sem þolir meiri vaðdýpt,
ásamt grjótvörn undir bílnum
og rafstýrðri læsingu á afturdrifi.
Pallurinn er endurhannaður með
þrepum á hliðum ásamt 2 kW raf-
búnaði fyrir raftæki eða rafbúnað
á palli. n
Endurhannaður
Ford Super Duty
Í boði verða sjö útgáfur á grilli en
C-laga aðalljósin verða einkennandi
fyrir Super Duty-pallbílinn.
Átta tommu afþreyingarskjár er nú
staðalbúnaður og 12 tommu í betur
búnum útgáfum.
njall@frettabladid.is
Tesla áætlar að auka vel við fram-
leiðslu á Model Y og Model 3 á
síðasta ársfjórðungi ársins eins og
oft áður.
Samkvæmt heimildum Reuters
er áætlað að framleiða 495.000
Model Y og Model 3 á síðustu
þremur mánuðum þessa árs. Gangi
þessar áætlanir eftir mun Tesla
framleiða um 1,4 milljónir bíla
árið 2022.
Samkvæmt áætlunum Tesla
verða 1.590.000 Tesla Model Y og
Model 3 framleiddir fyrstu níu
mánuði næsta árs og heildarsala
2023 gæti því farið í meira en 2,1
milljón bíla.
Þegar bílar með brunahreyflum
eru taldir með er það meiri fram-
leiðsla en hjá merki eins og Audi
og stutt í að Tesla nái þeim fjölda
sem BMW framleiðir á hverju ári
sem er um 2,5 milljónir bíla. Þessi
aukaframleiðsla Tesla er aðallega
tilkomin vegna aukinnar fram-
leiðslugetu eftir opnun verksmiðja
í Austin í Texas og verksmiðju
Tesla í Berlín. n
Tesla eykur
framleiðslu á
síðasta fjórðungi 522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Vesturhraun 5 210 Garðabær
á þinni leið
12 BÍ L A BL A ÐI Ð 5. október 2022 MIÐVIKUDAGUR