Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 6

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 6
4 Gunnar frá Selalæk keypti þá hross í Rangárvalla- sýslu og var samtímis þingmaður kjördæmisins. Bónda einum í Landsveit varð að orði, er hann kom af hrossamarkaði: „Illa gefur Gunnar fyrir hrossin. Ekki borgaði hann nema 90 krónur fyrir merina mína, og fékk hann þó öll atkvæðin á heimilinu“. 4- Í5VEINN hét maður og bjó á Markaskarði í Hvolhrepp fyrir síðustu aldamót. Hann var matmaður með af- brigðum, og hafði það sínar afleiðingar. Árlega fór hann fjallferð á afrétt Hvolhreppinga, er Emstrur heita. Þegar hann svo á gamalsaldri hætti að fara í leitir, sagði einn nágranni hans. „Emstrurnar eru alveg hættar að spretta, síðan hann Sveinn hætti að fara á fjall“. 5- JJROKEYJAR-VIGFtlS var stór vexti og manna sterk- astur. Forn var hann í skapi og skringilegur í orðum. Hann var ókvæntur, en eitt sinn kenndi stúlka hon- um barn. Hann gekk á fund hennar og bað hana að sýna sér bamið. Hún sýnir honum fyrst eitt bam og síðan annað, þvi að hún hafði ahð tvíbura. Vigfús horfir nokkra stund þegjandi á börnin og segir síðan: „Ég átti von á einu harni vænu, en ekki tveimur htlum“.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.