Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 23
Sumar eitt strauk Kristján frá Kotvogi.
Dauðaleit var gerð að honum, en hann fannst ekki.
Tíu dögum eftir hvarf Kristjáns kom Sæmundur á
Járngerðarstöðmn að Kotvogi, en þar var þá Símon
staddur sem oftar.
Sæmundur segist hafa fundið Kristján á Höskuldar-
völlum, en svo heitir afréttarland suðaustur af Keili, og
hafi hann verið að dauða kominn af vosbúð og hungri.
Þá varð Símoni að orði:
„Nú, hann var þó kominn í haglendið".
46.
glMON var einu sinni á ferð í Höfnum með tvær
merar og var að kría sér út fiskæti á þær.
Hann kom þar á ríkisheimili, en húsfreyjan þar
hafði mikinn herðakistil og kryppu á baki.
Simoni er nú borinn matur, en húsfreyja fer út, sér
hryssur hans og segir við Símon, þegar hún kemur
inn:
„Bölvuð skömm er að sjá merarnar þínar, Símon,
báðar meiddar og horaðar“.
„Og læt ég það nú vera, kona góð“, segir þá Símon.
„Ekki eru þær þó famar að setja upp kryppuna
ennþá“.
47-
SlMON reri eina vertíð hjá hálfbróður sínum, Vil-
hjálmi á Stóra-Hólmi í Leiru, og fékk 600 í hlut.
Eftir vertiðina fór Símon að verka fiskinn í sjónum
fyrir neðan Stóra-Hólm. Að venju fór hann að engu
óðslega og var í viku að vaska. Ekki nennti hann að