Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Blaðsíða 26
24
Símon ber nú upp erindið, og Ölafur réttir honrnn
litla ýsu.
Simoni mun ekki hafa þótt gjöfin rausnarleg, þvi að
hann sagði:
„Á hausinn að fylgja, Ólafur minn?“
53-
CjíMON hafði um eitt skeið afnot af koti og heyjaði
þar fyrir meri, sem hann notaði til suðurferða. Aðr-
ar skepnur hafði hann ekki.
Hann var einu sinni í sláttulokin að mæna smálön
bak við kotið, og var það knapplega hestfóður.
Þórdís, kona Símonar, rétti honum heyið upp, en
þótti lítil heyin og þusaði mjög yfir ómennsku hans
við heyskapinn.
Símon þegir lengi, þangað til hann kallar:
„Er logn á jörðu, Þórdís?“
54-
glMON kom einu sinni á bæ á lánshesti, og var jörð
frosin, en hesturinn flatjámaður.
Þegar Símon reið úr hlaði, skrikaði hesturinn.
Strákur, sem hjá stóð, sagði:
„Skriplar hann nú, sá skjótti?“
„Ójá“, svaraði Símon, „honum var komið fyrir hjá
mér til að læra að skrifa".
55-
CjÍMON gisti einu sinni í Þorlákshöfn hjá Jóni bónda
Ámasyni og konu hans, Jórunni Sigurðardóttur frá
Skúmsstöðum í Landeyjmn.