Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 27

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Side 27
25 Sigurður, faðir húsfreyju, var þá einnig staddur í Þorlákshöfn, og voru þeir samnátta. Símon var gangandi, en Sigurður með marga hesta til reiðar. Um morguninn býður Sigurður Símoni að reiða hann heimleiðis, og þiggur hann það. Þegar þeir leggja af stað, segir Símon: „Hérna sjáið þið ríða lir hlaði Landeyja-höfðingj- ana tvo, Sigurð Magnússon dannebrogsmann á Skúms- stöðum og Símon Sigurðsson stórbónda í Yztakoti“. 56. gÍMON kom einhverju sinni að Skúmsstöðum í Land- eyjum. Ragnhildur húsfreyja bar honum mat, en gleymdi að láta hníf hjá honum. Símon matast nú, snýr sér síðan að Ragnhildi og segir: „Ég þakka þér nú fyrir matinn, Ragnhildur mín, en það var mildi, að ég drap mig ekki á hnífnum“. 57- glMON hitti eitt sinn mann á förnum vegi og bauð honmn að súpa á brennivíni úr potttunnu, sem hann var með. Símoni þótti hann taka riflega til brennivínsins og sagði með hægð: „Þú gerir svo vel að skyrpa út úr þér gjörðunum".

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.