Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 38

Íslenzk fyndni - 01.06.1957, Page 38
36 Um jólin í fyrra kom það fyrir, að stolið var raf- hlöðu af leiði í Fossvogskirkjugarði. Maður nokkur hitti séra Bjarna, færði þetta í tal við hann og var sár-hneykslaður á þessum helgispjöllum. „Já, mikið er að heyra“, sagði sr. Bjarni. „Og þá sést bara ekki til að stela þvi, sem eftir er“. 84. j£ONA ÁGtJSTS hafði legið í rúminu nokkra daga. Morgun einn mætir Ágúst kunningjakonu þeirra hjóna, og fer hún að spyrja um líðan konunnar. Gústi kveður hana hálf-slæma. „Er hún með mikinn hita?“ spyr konan. „Hún er með 38° á kvöldin“, segir Gústi. „Jæja, sem betur fer, er það nú ekki hár hiti“, segir kunningjakonan. „Onei“, segir Gústi, „en þegar þetta er á hverju kvöldi, þá dregur það sig saman". 85. jYjlÐFIRÐINGAR ráku eitt haust sem oftai' slátmrfé til Hvammstanga. Meðal þeirra, sem áttu fé í rekstrinum, voru Sigvaldi Björnsson á Brekkulæk og Jón Jónsson í Huppahlíð. Er hefja skyldi slátrun, varð ágreiningur inn, hvort slátra skyldi fyrr fé Sigvalda eða Jóns. Stóð það í stappi, unz Guðjón, sonur Jóns, kemur þar aðvífandi og kallar: „Það er bezt að drepa pabba fyrst og svo Sigvalda á eftir“.

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.