Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20222
Nú er skólahald að fara að hefjast í
grunn- og framhaldsskólum lands-
ins og líklegt að margir foreldrar
hlakki til þess að koma börnunum
í rútínu aftur. Yfir sumarið getur
það gerst að allt fari úr böndunum
hvað varðar svefnvenjur, það
sem er á matseðlinum er kannski
ekki alltaf það hollasta og margt
annað sem fer úrskeiðis í upp-
eldinu. Því er vafalaust að næstu
vikur fari í það að koma þessu öllu
í samt lag aftur, hvort það gerist
einn, tveir og þrír er annað mál en
það kemur á endanum. Á þessum
tímapunkti er einnig sérstök
ástæða til að hvetja ökumenn til
að taka tillit til vaxandi umferðar
gangandi skólabarna. Það er aldrei
of varlega farið!
Slæm spá er fyrir daginn í dag,
miðvikudag, rigning og rok. Á
morgun, fimmtudag, má búast við
austlægri átt 5-13 m/s og rign-
ingu sunnan- og austanlands,
en skúrir verða í öðrum lands-
hlutum. Hiti 9 til 16 stig, svalast á
Austfjörðum. Á föstudag er útlit
fyrir norðan 3-10 m/s og skúrum,
en allhvössum vindi og rigningu
norðvestan til. Hiti 5 til 13 stig,
svalast á Vestfjörðum. Á laugar-
dag má gera ráð fyrir stífri norðan-
átt á vesturhelmingi landsins, en
mun hægari austan til. Rigning og
svalt í veðri fyrir norðan en bjart
sunnan heiða og hiti að 15 stigum
syðst. Á sunnudag eru líkur á
áframhaldandi norðlægri átt með
skúrum, en bjart að mestu syðra.
Hiti breytist lítið.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hvaða áhrif mun
eldgosið í Meradölum hafa á efna-
hag þjóðarinnar?“ 34% töldu þau
verða góð, 26% sögðu að það
hefði engin áhrif, 14% sögðu lítil
áhrif, 13% sögðu mjög góða áhrif,
8% höfðu ekki skoðun á málinu og
7% sögðu að áhrifin yrðu neikvæð
fyrir efnahag þjóðarinnar.
Í næstu viku er spurt:
Fyllir þú á frystikistuna fyrir
haustið?
Fjallgöngugarpurinn Bjarni Einar
Gunnarsson hefur farið víða og
meðal annars gengið á topp Kili-
manjaro í Tanzaníu. Bjarni Einar er
í viðtali í blaðinu í dag og er Vest-
lendingur vikunnar að þessu sinni.
Gul viðvörun
í dag
FAXAFL: Veðurstofa sendi í
gær út gula viðvörun sem taka
átti gildi í dag, miðvikudag, á
Faxaflóa, Suðurlandi og fyrir
miðhálendið. Á vef Veðurstof-
unnar sagði að búast mætti við
suðaustan hvassviðri og tals-
verðri rigningu eða stormi við
Faxaflóa. Staðbundinn vindur
getur farið yfir 25 m/s, sérstak-
lega við Hafnarfjall og á Kjalar-
nesi. Veðurstofan bendir á að
ekkert útivistarveður verði í dag
og varasamt fyrir ökutæki sem
taka á sig mikinn vind að vera á
ferðinni. -sþ
Færir ráðuneyti
sitt tímabundið
SNÆFELLSB: Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, mun nú í vikunni færa
skrifstofu sína tímabundið í
Snæfellsbæ og vinna þaðan.
Áslaug Arna ákvað síðastliðið
haust, þegar hún tók við þessu
nýja ráðuneyti, að það yrði
vinnustaður án staðsetningar og
með því að færa sig sjálf um set
vill hún sýna fram á hversu ger-
legt það er. Þá mun Áslaug Arna
hafa opna viðtalstíma á skrif-
stofu sinni þar sem allir áhuga-
samir eru velkomnir í stutt,
milliliðalaust spjall um málefni
á borði háskóla-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðuneytisins. Loks
verða fyrirtækjaheimsóknir
einnig hluti af dagskrá ráðherra.
,,Hugmyndin kviknaði þegar ég
var að hugsa hvernig ráðuneyti
sem væri búið til árið 2022
myndi starfa. Með þessu kynn-
ist ég enn betur starfsemi sem
tengist ráðuneytinu um allt land
og fæ tækifæri til að prófa að
starfa annars staðar en í Reykja-
vík,“ segir Áslaug Arna. -gbþ
Rannsókn á
vanrækslu lokið
VESTURLAND: Í febrúar
kærði Matvælastofnun til lög-
reglu alvarlega vanrækslu á búfé
á nautgripa- og sauðfjárbúi á
Vesturlandi. Um var að ræða
eitt umfangsmesta og alvar-
legasta dýravelferðarmál sem
komið hafði upp hér á landi. Á
þriðja tug nautgripa og um 200
fjár auk fimm hænsna, drápust
eða voru aflífuð vegna skorts á
fóðri og brynningu. Lögreglan
á Vesturlandi fór með rannsókn
málsins og er henni lokið sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns.
Málið er nú í ákærumeðferð hjá
saksóknara. -gbþ
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Nemendur í árgangi 1963 frá
Grunnskóla Hellissands notuðu
tækifærið og komu saman á Sand-
ara- og Rifsaragleðinni fyrr í sumar.
Eitt af því sem hópurinn gerði var
að skoða skólabygginguna á Hell-
issandi en þeirra skólaganga fór
fram í Gamla skólanum og voru
þau svo í Röstinni sem unglingar.
Fannst þeim mjög gaman að koma
og skoða og sjá hvað allt hafði
breyst til hins betra og hvað gömlu
stofurnar höfðu „minnkað.“
Við þetta tækifæri færði
árgangurinn Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar bókagjöf en hugmyndin
að henni varð til við undirbúning
hittingsins og söfnuðust 120 þús-
und krónur hjá þessum 24 skóla-
félögum. Fyrir upphæðina keypti
hópurinn bækur fyrir 3. til 5. bekk
sem þau afhentu Hilmari Má Ara-
syni skólastjóra í minningu látinna
skólafélaga sinna. þa
Svandís Svavarsdóttir matvælaráð-
herra hefur sett reglugerð um eft-
irlit við hvalveiðar hér við land.
Reglugerðin hefur þegar tekið
gildi og er eftirlitið hafið sam-
kvæmt henni. Matvælastofnun er
nú falið að hafa reglubundið eft-
irlit til að farið sé að lögum um vel-
ferð dýra við hvalveiðar. Fiskistofa
mun sjá um framkvæmd eftirlitsins
samkvæmt fyrirliggjandi samstarfs-
samningi milli stofnananna tveggja.
Fiskistofa mun m.a. sjá um eftirlits-
ferðir við veiðar, myndbandsupp-
tökur veiðiaðferða og skráningu
þeirra. Veiðieftirlitsmenn munu
verða um borð í veiðiferðum og
verður öllum gögnum komið til
eftirlitsdýralæknis í lok hverrar
athugunar. Fiskistofa hefur einnig
eftirlit með því að þau skilyrði sem
fram koma í veiðileyfi varðandi
veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.
„Það er fagnaðarefni að þessar
lykilstofnanir skuli vera í samstarfi
um eftirlitið. Þar er sérfræðiþekk-
inguna að finna og gögnin sem
safnast munu geta skorið úr um
það hvort að framkvæmd hvalveiða
sé lögum samkvæmt,“ sagði Svan-
dís Svavarsdóttir matvælaráðherra í
tilkynningu til fjölmiðla. mm
Laust fyrir klukkan 21 að kvöldi
síðasta þriðjudags voru viðbragðs-
aðilar; lögregla auk björgunarsveita
á Akranesi, Borgarnesi og Borgar-
firði kallaðar út með hæsta forgangi
til leitar í sjó. Sjósundsmanns var þá
saknað úti fyrir Langasandi á Akra
nesi. Þyrlusveit Landhelgisgæsl-
unnar tók einnig þátt í leitinni. Allir
tiltækir björgunarbátar og sæþotur
voru settar á flot og leitað fram
yfir miðnætti. Strekkings vindur af
vestri var á svæðinu og þokusuddi
og leitarskilyrði því erfið. Um mið-
nætti bar leitin árangur þegar mað-
urinn fannst. Hann var þá látinn. Að
sögn Ásmundar Ásmundssonar yfir-
lögregluþjóns komu um 50 björg-
unarsveitarmenn að leitinni, auk
lögreglu og þyrlusveitar. Almenn-
ingur tók einnig þátt í leit með að
Banaslys við Akranes
ganga fjörur. Stjórnstöð var komið
upp í Jónsbúð.
Maðurinn sem lést hét Elías Jón
Sveinsson. Hann var fæddur árið
1966. Elías lætur eftir sig uppkom-
inn son og barnabörn.
Meðfylgjandi myndir sýna
björgunarsveitarfólk og þyrlu
við aðgerðir og leit á þriðjudags-
kvöldið. mm/Ljósm. gó
Skólastofurnar höfðu minnkað
Hvalveiðibátur á leið inn í Hvalfjörð, Akranes í bakgrunni. Ljósm. Stjórnarráðið.
Tvær stofnanir vakta hvalveiðar