Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202212 Síðastliðinn miðvikudag hélt Stykkishólmsbær kynningarfund á Amtsbókasafninu fyrir íbúa og hagsmunaaðila í nágrenni fyrirhug- aðra framkvæmda Asco Harvester við Nesveg 22a. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar á síðasta fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar um væntanlega þangvinnslu. Jafnframt var sam- þykkt að fram færi grenndarkynn- ing um byggingaráformin fyrir lóðarhöfum í næsta nágrenni auk þess að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni. Á fundinum í síðustu viku kynntu forsvarsmenn Asco Harvester áform fyrirtækisins og skipulagsfulltrúi tók við fyrir- spurnum. Að sögn Jakobs Björg- vins Jakobssonar bæjarstjóra var um góðan og upplýsandi fund að ræða en á hann mættu um fimm- tíu manns. Asco Harvester ehf. hyggst reisa 959 fm atvinnuhúsnæði fyrir starf- semina að Nesvegi 22a, á lóð þar sem áður stóð steypustöð fram til ársins 2014. Skessuhorn ræddi við Jakob Björgvin um þessi áform um nýja atvinnustarfsemi í Stykkis- hólmi og forsögu þess, en nokkur fyrirtæki hafa á umliðnum sjö árum lýst áhuga á að koma upp vinnslu á þangi og þörungum í bæjarfé- laginu. Jakob Björgvin kveðst fagna þessum áhuga, en tekur fram að umfang þeirrar starfsemi sem Asco Harvester boðar nú við Skipavíkur- höfn sé í smáum stíl í samanburði við áform kanadísks fyrirtækis sem hyggst byggja upp starfsemi sína við Kallhamra í Stykkishólmi. Bendir hann á að umfang þang- skurðar Asco Harvester sé einungis um fjórði partur af afköstum Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Svæðisbundinn efna- hagslegur ávinningur „Um nokkurra ára skeið hafa verið uppi hugmyndir og áform um þör- ungavinnslu hér í bænum. Bærinn okkar þykir afar fýsilegur kostur hvað þetta varðar, sér í lagi vegna staðsetningar hans við hinn auð- lindaríka Breiðafjörð. Asco Har- vester er ungt sprotafyrirtæki sem hóf starfsemi með þróun og smíði lipurra þangskurðarpramma. Nú hyggst það nýta auðlindina hér í Breiðafirði og standa fyrir auk- inni atvinnuuppbyggingu hér í bæ, nánar tiltekið með nýtingu þörunga úr firðinum. Hér er byggt á hug- myndafræði um sjálfbæra nýtingu auðlinda fjarðarins sem reyndar hefur verið grundvöllur samtals okkar við öll þau fyrirtæki sem hafa sýnt staðsetningu hér áhuga. Allt frá upphafi þess að umræður um þetta fóru af stað hefur rík áhersla verið lögð á vísindalega nálgun við nýtingu auðlindarinnar með það að markmiði að fullnýta hrá- efnið með sem minnstum áhrifum á umhverfið samhliða sem mestum svæðisbundnum efnahagslegum ávinningi,“ segir Jakob Björgvin. Tvö fyrirtæki vildu fá leyfi En lítum aðeins að forsögunni. Árið 2018 vildu tvö fyrirtæki fá úthlutað leyfi til að hefja starfsemi í Stykkis- hólmi. „Það voru tvö fyrirtæki sem sóttust eftir því að koma á fót þör- ungavinnslu í Stykkishólmi á árinu 2018. Fyrst átti Stykkishólmsbær í samtali við Marigot á grunni þrí- hliða viljayfirlýsingar sem undir- rituð var af Stykkishólmsbæ, Mari- got og Matís ohf. árið 2015. Það slitnaði hins vegar upp úr samstarfi Matís og Marigot árið 2018 og þar með féll úr gildi sú þríhliða yfirlýs- ing sem undirrituð var 2015. Í lok sumars 2018 lýsti kanadíska fyr- irtækið Acadian Seaplants einnig yfir áhuga á sambærilegri starf- semi í Stykkishólmi. Þá var ljóst að Íslenska kalkþörungafélagið ehf., sem tengt er fyrirtækinu Marigot, hafði einnig enn áhuga á stofn- setningu þörungavinnslu í Stykkis- hólmi. Í desember 2018 samþykkti bæjarstjórn tillögu um erindisbréf og skipuð var ráðgjafanefnd vegna áhuga á rannsókna-, vinnslu- og afurðamiðstöð þörunga í Stykkis- hólmi. Nefndin var skipuð öflugum hópi íbúa Stykkishólmsbæjar sem höfðu breiða skírskotun og víð- tæka þekkingu og reynslu. Nefndin lauk störfum í apríl 2019 og var haldinn íbúafundur í kjölfarið þar sem niðurstaða nefndarinnar var kynnt, en í skýrslu nefndarinnar sagði meðal annars að niðurstaðan væri að mæla með að Stykkishólms- bær ræddi fyrst við Acadian Sea- plants Ltd., verði ákvörðun tekin um að halda áfram með málið. Það var mat ráðgjafarnefndarinnar að Acadian Seaplants hafi meiri burði og vísindalega þekkingu og reynslu en Ískalk ehf. til að koma á fót og styðja við rannsóknir á efnisinni- haldi þara og þangs með virðis- aukandi framleiðslu að leiðarljósi í samstarfi við íslenska aðila eins og Matís ohf.“ Áform Acadian Seaplants standa enn Bæjarstjórn fól í framhaldinu bæjar- stjóra að ræða við Acadian Sea- plants um stofnsetningu þörunga- vinnslu í Stykkishólmi á grund- velli niðurstöðu nefndarinnar og þar sem um var að ræða umfangs- mikla starfsemi þá var horft til þess að byggja hana upp við Kall- hamra, sem er svæði suðvestan við flugvöllinn hér í Stykkishólmi. Það var svo 8. október 2019 sem full- trúar Acadian Seaplants mættu til Stykkishólms og héldu opinn íbúa- fund þar sem J.P. Deveau, forstjóri Acadian Seaplants, flutti erindi þar sem hann fór yfir sögu og framtíðar- áform fyrirtækisins og hvers vegna Ísland og Breiðafjörður henta starf- seminni vel. Dr. Karl Gunnars- son frá Hafrannsóknastofnun hélt einnig kynningu sem snéri að rann- sóknum hans í Breiðafirði auk þess sem forsvarsmenn Acadian Sea- plants tóku á móti spurningum úr sal. Áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kall- hamra standa ennþá. Verið er að vinna í samningi milli sveitarfélags- ins og fyrirtækisins. Einnig stendur fyrirtækið í viðræðum við Veitur um tæknilegar útfærslur.“ Áform Asco Harvester Jakob Björgvin bæjarstjóri segir að í febrúar á þessu ári hafi fyrirtækið Asco Harvester ehf. sent bæjaryfir- völdum erindi og óskað eftir sam- starfi um atvinnuuppbyggingu á lóðinni við Nesveg 22a, þar sem áður stóð steypustöð sem starfrækt var til 2008. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar á þessu ári að ganga til samninga við fyrirtækið en lagði áherslu á að það myndi kynna áformin fyrir íbúum og að endanlegar útfærslur yrðu í sem mestri sátt við umhverfi, íbúa og aðra hagsmunaaðila. „Á þessum tíma lá fyrir að ekki var til staðar deiliskipulag og að grenndarkynna þyrfti áformin, en það hefur legið fyrir frá upphafi þessa máls á síð- asta kjörtímabili að til að tefja ekki ferlið frekar, að grenndarkynna þyrfti byggingarleyfi og teikningar þar sem áformin voru í samræmi við fyrirliggjandi landnotkun, byggða- mynstur og þéttleika byggðar. Það liggur fyrir að deiliskipulag hefði tekið 1-2 ár þar sem ekki er hægt að deiliskipuleggja einungis fyrir þessa lóð eina og aukin heldur þyrfti deiliskipulag að mynda sam- fellda heild, þ.e. að deiliskipuleggja þyrfti allt Skipavíkursvæðið.“ Málsmeðferð í samræmi við aðstæður Bæjarstjórinn segir að af þeim sökum að deiliskipulag er ekki til fyrir hafnarsvæðið hafi frá fyrstu stigum málsins, eða frá því í febr- úar 2022, verið horft til þess að ganga lengra en venjubundið er í skipulagsferli sem þessu og kynna íbúum málið sérstaklega. Til að kynna framtíðaráform sín hélt fyrirtækið opinn kynningar- fund 28. apríl í vor. „Á fyrsta fundi nýrrar skipulagsnefndar í júní í sumar var samþykkt að grenndar- kynna hönnunargögn og annað sem fyrirhuguð byggingarleyfis- umsókn byggir á, en fyrirhuguð framkvæmd er innan ramma aðal- skipulags og því ekki þörf á aðal- skipulagsbreytingu. Þannig hefur legið fyrir frá upphafi að fyrir- huguð framkvæmd sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Til marks um það má nefna að um er að ræða áform um byggingu á lóð á atvinnusvæði þar sem áður stóð og var starfrækt steypustöð með tilheyrandi húsum og umfangi. Málsmeðferð er þannig í sam- ræmi við 44. gr. skipulagslaga eins og venjubundið er þegar um er að ræða byggingu á svæði sem er ekki deiliskipulagt. Á atvinnusvæðum í Stykkishólmi liggja almennt ekki fyrir deiliskipulög. Þetta er því málsmeðferð sem ítrekað hefur verið viðhöfð í Stykkishólmi um langt árabil,“ segir Jakob Björgvin. Aðspurður um ástæðu þess að ekki var haldinn hefðbundinn íbúafundur fyrir alla íbúa Stykkis- hólms, segir Jakob Björgvin hafa verið þá að fundurinn í síðustu viku átti að vera fyrir þá sem búa næst umræddu athafnasvæði og hann ætti að svara þeirra spurningum og hugsanlegum áhyggjum. „Við ætl- uðum að gefa þeim íbúum sem búa í nálægð við fyrirhugað byggingar- svæði svigrúm til þess að spyrja spurninga og fá svör. Auðvitað hefði mátt vekja athygli nærliggj- andi íbúa fyrr og betur á fund- inum, m.a. á heimasíðu bæjarins, en mestu skipti að þeir íbúar sem byggju næst væntanlegum fram- kvæmdum gætu séð sér fært að mæta og spyrja spurninga. Fund- urinn í síðustu viku var vel sóttur, hátt í 50 manns mættu en þar af voru íbúar í nágrenni fyrirhug- aðra framkvæmda reyndar í minni- hluta,“ segir Jakob Björgvin. Mest spurt um stjórnsýsluhætti Bæjarstjórinn segir að lokinni kynningu á íbúafundinum í síð- ustu viku hafi meginhluti spurn- inga íbúa snúist um stjórnsýslu- hætti og málsmeðferð þessa til- tekna máls. „Í því sambandi var af hálfu sveitarfélagsins leiðréttur ákveðinn misskilningur sem uppi hefur verið um þessa tilteknu málsmeðferð, m.a. um að þessi til- tekna framkvæmd krefðist sérstaks mats á umhverfisáhrifum, og rifjað upp á hvaða lagagrunni fyrirliggj- andi málsmeðferð byggi, eins og ég fór yfir hér að framan. Á kynn- ingarfundinum gátu nokkrir íbúar í næsta nágrenni þó lýst sínum áhyggjum, sem einna helst snéru að Vaxandi áhugi í Stykkishólmi á nýtingu þangs og þörunga úr Breiðafirði Um fimmtíu manns mættu á fundinn sem hugsaður var til grenndarkynningar fyrir nærliggja íbúa við Nesveg 22a. Stykkishólmur. Frá kynningarfundinum á Amtsbókasafninu í síðustu viku. Jakob Björgvin Jakobs- son í ræðustól og frumkvöðlarnir á bakvið Asco Harvester, þau Anna Ólöf, Ingvar og Ómar Arndal Kristjánsbörn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.