Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20224
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is
Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Atferli manna og dýra
Ef ég þyrfti í dag að íhuga nýtt nám eða starfsvettvang væri atferlisfræði eitt-
hvað sem kæmi sterkt til greina. Atferlisgreining er í mínum huga spennandi
vísindagrein þar sem fengist er við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum og
skilgreiningu hegðunar. Meginmarkmið vísindagreinarinnar er þannig að öðl-
ast skilning á því hvernig megi spá fyrir og hafa áhrif á hegðun fólks en jafn-
framt einnig annarra lífvera.
Ef ég væri atferlisfræðingur hefði ég mögulega dýpri og gagnlegri skilning
á hegðun hverfismávsins sem síðdegis alla daga, nánar tiltekið klukkan 17:55,
byrjar að fylgjast grannt með svölunum framan við húsið mitt til að gá hvort
ég væri ekki örugglega að fara að grilla. Það bregst hreinlega ekki að mávurinn
sest á ljósastaurinn næst svölunum og nánast andar ofan í hálsmálið á mér. Ef
ég ber fram grillkjöt, hefur hann sig til flugs og íhugar árás, vill fá sinn skerf,
helst að setjast á öxlina á mér. Aldrei hefur honum tekist ætlunarverk sitt, en
vera kann að hann haldi að ég sé jafn göfuglyndur og fólkið sem bjó fram undir
þetta í blokkinni við hliðina á mér, en það fóðraði einfaldlega hverfismávana og
kom þeim þannig á bragðið, fullvissaði þá um hvað væri besta hverfið á Akra-
nesi. Eftir það ákvað þessi mávur og nokkrir ættingjar hans að auki, að hafa fasta
búsetu nánast í garðinum hjá mér.
Í atferlisgreiningu minni á mávahópi Jaðarsbrautar hef ég komist að ýmsu.
Meðal annars hef ég tekið eftir að ef bréf utan af Subway brauðmat teygir sig
upp úr rusladöllunum sem hengdir eru á staurana við bílastæðið, er alveg öruggt
að bréfið er tætt upp og grandskoðað. Sama má segja um ísbox og flatbökukassa
sem þeim finnst líklegt að innihaldi matarafganga af einhverju tagi. Af þessum
sökum er það í mínum huga lögreglumál þegar sveitarfélög eru enn að nota
ruslaílát sem fuglar hafa opinn aðgang að. Tiltekin gerð af þessum rusladöllum
hafði fyrir nokkrum árum verið tekin úr umferð í ljósi þess hve léleg hún er.
Einhverri menningarsinnaðri mannvitsbrekku datt þá í hug að endurnýta þá í
þágu málaralistar, þeir fengu misfalleg listaverk á sig og voru hengdir upp að
nýju. Listafólki og mávum til ómældrar ánægju, en öðrum síður.
Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég hef ekkert á móti því að
sílamávar eða aðrar skepnur vilji lifa í mínu nágrenni. Auðvitað setja þeir kröfur
um aðlaðandi búsvæði, rétt eins og ég og mín fjölskylda gerðum á sínum tíma.
Svo vill til að kjörlendi fyrir sílamáva og frændur þeirra er í Akraflóanum og
víða í nágrennasveitum. Þar verpa þeir á vorin og eiga stutt að sækja í æti þegar
ungviðið er að komast á legg. Svo þegar sílum fækkar meðfram ströndinni sækja
þeir inn í landið til ætisleitar og þá koma grillin og ónýt ruslaílát sterkt inn.
Þessi ágengni mávanna er hins vegar ekkert einsdæmi. Nýlega rataði í fréttir
Reykjavíkurmiðlanna ágengndi sílamáva í Garðabæ. Bæjarstjórinn þar vildi fá
leyfi til að stinga á eggin og þannig halda fjölgun máva niðri. Það finnst mér
óspennandi leið og enn á ný væri gagnlegt að vera atferlisfræðingur til að geta
áætlað hvað bærist í höfði bæjarstjóra svona almennt. Líkt og við Akranes eru
mörg opin og náttúruleg svæði innan höfuðborgarsvæðisins þar sem sílamávur
finnur sér varpsvæði. Vilji fólk hafa náttúruleg svæði í nágrenni þéttbýlis á það
einfaldlega að taka sílamávinum fagnandi, enda eiga þeir sama rétt og aðrar
skepnur (þar með taldir bæjarstjórar).
Atferlisfræðingar hafa bent á að ekki er hægt að stjórna því hvaða lífverur
deila umhverfi með okkur. Engin breyting hafi orðið á hegðun máva og ekkert
sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Sjálfur er ég talsmaður
grænna svæða í þéttbýli og veit fátt nöturlegra en þegar byggt er svo þétt að
engin græn svæði eru eftir og jafnvel svo þétt að sólin nær aldrei að skína inn
í íbúðir. Í atferlisrannsóknum mínum hef ég sömuleiðis sætt mig við þá stað-
reynd að allt er fullt af breimandi köttum í mínu nágrenni. Þrátt fyrir kattaskít í
sandkössum barnanna, er aftur á móti ekki mikið um mýs, sem ég þakka þessum
sem eiga lögheimili í mínu hverfi. Allt er þetta nefnilega spurningin um jafn-
vægi í náttúrunni og atferli okkar manna og dýra.
Magnús Magnússon
Undir kvöld á laugardaginn hras-
aði ferðamaður, sem var á göngu
við Grundarfoss í Grundarfirði,
og fótbrotnaði illa. Þannig hag-
aði til að sjúkrabílar frá Ólafs-
vík og Grundarfirði voru báðir að
koma úr sjúkraflutningi og fóru
áhafnir þeirra á vettvang, en læknir
var í öðrum bílnum sem hlúð gat
að hinum slasaða á vettvangi. Þá
voru björgunarsveitarmenn frá
Klakki í Grundarfirði einnig kall-
aðir á staðinn þar sem bera þurfti
sjúkrabörurnar tæplega kílómetra
leið niður að slóða sem þar liggur.
Læknir mat það svo að réttast
væri að kalla til þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Var þyrlunni flogið
vestur og lenti hún á bryggjunni
í Grundarfirði um klukkan 19:30
og flutti hinn slasaða undir læknis-
hendur í Reykjavík. mm
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra heimsótti Akranes síðasta
miðvikudag og tók Sævar Freyr
Þráinsson bæjarstjóri á móti henni
ásamt bæjarfulltrúunum Valgarði
Lyngdal Jónssyni, Líf Lárusdóttur
og Ragnari B. Sæmundssyni. For-
sætisráðherra ræddi við þau um
hverjar séu helstu áherslurnar í
bæjarmálum á Akranesi og fékk
innsýn í hvaða málefni brenna mest
á sveitarfélaginu.
vaks
Um helgina var það tilkynnt að
stjórn Landeldis hf. hafi ráðið Egg-
ert Þór Kristófersson fyrrum for-
stjóra Festis, sem nýjan forstjóra
fyrirtækisins. Eggert Þór tekur
við af Halldóri Ólafi Halldórs-
syni, stjórnarformanni Landeldis
hf., sem sinnt hefur starfi fram-
kvæmdastjóra samhliða stjórnar-
formennsku.
Laxeldismarkaðurinn telur um
þrjár milljónir tonna en undir 1%
þess magns hefur fram að þessu
verið alið í kerjum á landi. Engu að
síður hefur verð fyrir eldislax sem
alinn er upp í landi verið allt að tvö-
falt hærra en fyrir lax sem alinn er
í sjókvíum. Umhverfissjónarmið
ráða þeirri verðlagningu.
„Allar helstu spár styðja að laxa-
framleiðsla nái ekki að halda í við
mikla eftirspurn eftir laxi og því
er um einstakt tækifæri að ræða
fyrir Landeldi að byggja upp starf-
semi sem mun verða mikilvæg
útflutnings grein á komandi ára-
tug,“ segir í kynningu. Fyrirtækið
Landeldi hf. var stofnað árið 2017.
Sveitarfélagið Ölfus hefur stutt við
félagið frá upphafi og aðstæður í
Ölfusi eru einkar hagstæðar fyrir
laxeldi á landi. Félagið stefnir á að
vaxa jafnt og þétt í 33.500 tonna
ársframleiðslu eftir sex ár. Félagið
rekur seiðaeldisstöð í Hveragerði
og áframeldisstöð við Þorláks-
höfn á samtals yfir 33 ha svæði
og hefur í dag öll tilskilin leyfi til
að ala lax á landi. Félagið hefur
borað eftir um 2.000 l/sek af jarð-
sjó og tekið fjóra sjótanka í notkun
og verða þeir orðnir 14 talsins um
næstu áramót. Lífmassi um næstu
áramót er áætlaður um 500 tonn.
Félagið er nú með um 450 þúsund
laxa í áframeldi og um 1,6 milljón
í seiðaeldi. 25 manns vinna hjá
félaginu og um 50 starfsmenn hjá
undirverktökum. „Landeldi leggur
metnað sinn í nýtingu úrgangs til
áburðarframleiðslu og hefur þess
efnis nýlega skrifað undir vilja-
yfirlýsingu við Bændasamtök
Íslands og kaupsamning á tækni-
búnaði frá Blue Ocean Technology.
Stoðir hf., Framherji ehf. og Fylla
ehf. eru stærstu hluthafar Land-
eldis hf. ásamt frumkvöðlum,“ segir
í kynningu á fyrirtækinu.
mm
Frá vinstri: Sævar Freyr Þráinsson bæj-
arstjóri, Valgarður Lyngdal Jónsson
bæjarfulltrúi, Líf Lárusdóttir bæjar-
fulltrúi, Ragnar Baldvin Sæmundsson
bæjarfulltrúi og Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra. Ljósm akranes.is
Katrín Jakobs kom í
heimsókn á Akranes
Fótbrotnaði á göngu við
Grundarfoss
Stefna á 33 þúsund
tonna landeldi á laxi
Fyrsta kynslóð laxa Landeldis hf. í sjótanki við Laxabraut í Þorlákshöfn.
Ljósm. aðsend.