Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20226
Ökumenn að
kitla pinnann
VESTURLAND: Mikið var
um hraðakstur í liðinni viku
í umdæmi Lögreglunnar á
Vesturlandi. Lögreglan er
að sjá aukningu undanfarið á
hraðakstri í góða veðrinu og
algengt að ökumenn séu að aka
á yfir 110 kílómetra hraða og
upp í 140 km hraða. Töluvert
er um að þeir séu að keyra yfir
130 km hraða þar sem hámarkið
er 90 km hraði eða 40 km yfir
og það er sekt upp á 120 þúsund
krónur og tveir punktar í öku-
ferilsskrána. -vaks
Á götum og
hjálmlausir
VESTURLAND: Talsvert
hefur verið undanfarið um
að þeir sem eru á rafmagns-
hlaupahjólum séu ekki með
hjálm á höfði og séu að aka á
akbrautum. Vélknúin hlaupa-
hjól tilheyra flokki reiðhjóla og
lúta sömu reglum og reiðhjól
til dæmis hvað varðar öryggis-
atriði. Sérstaklega skal athugað
að börn og ungmenni undir 16
ára aldri eiga samkvæmt lögum
alltaf að nota hjálm við hjól-
reiðar en mælt er með að allir
noti hjálm á rafhlaupahjóli
öryggisins vegna. -Vaks
Ók á girðingu og
olli tjóni
STAÐARSVEIT: Hringt var
í Neyðarlínuna síðasta sunnu-
dag klukkan fjögur að nóttu
og tilkynnt um útafakstur við
Langaholt á Snæfellsnesi. Bif-
reið hafði þar lent utan vegar
og á girðingu og var óökuhæf
eftir óhappið. Við árekstur-
inn varð tjón á rafmagnsboxi
á vatns- og dælubúnaði sem
tengist vökvunarkerfi golfvallar
við Votalæk og er tjónið metið
yfir hálfa milljón króna. Lög-
regla kom á staðinn og kvartaði
ökumaður yfir eymslum í mjó-
baki og var honum bent að fara
á heilsugæsluna í Snæfellsbæ til
nánari skoðunar. -vaks
Reykjavíkur-
maraþon
framundan
RVK: Um næstu helgi er Menn-
ingarnótt í Reykjavík, sem síð-
ast var haldin 2019. Reykja-
víkurmaraþon Íslandsbanka er
einn liður Menningarnætur
og verður laugardaginn næsta,
20. ágúst. Hægt er að velja
vegalengd sem hentar hverjum
og einum og hlaupa fyrir gott
málefni en áheitasöfnun fer
fram á hlaupastyrkur.is. Meðal
Vestlendinga sem spreyta sig
á hlaupinu verður Tinna Ósk
Grímarsdóttir, en hún greindist
með krabbamein fyrir um ári
síðan. Hún mun hlaupa ásamt
„Team Tinna“ sem er hópur
af vinum og fjölskyldu hennar,
til styrktar Krafti sem er
stuðnings félag fyrir ungt fólk
sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur. -sþ
Jaðarsbakka-
laug í viðhaldi
AKRANES: Vegna árlegs
viðhald var Jaðarsbakkalaug
á Akranesi lokað síðast liðinn
laugardag til og með föstu-
dagsins 19. ágúst. Sund-
laugin verður opnuð aftur
laugardaginn 20. ágúst.
Þreksalurinn er lokaður
fimmtudaginn 18. ágúst og
föstudaginn 19. ágúst og
opnaður að nýju laugar-
daginn 20. ágúst. -vaks
Kortavelta í
hæstu hæðum
LANDIÐ: Kortavelta
erlendra ferðamanna hér-
lendis nam tæpum 35,4
milljörðum kr. í júlí sl.
og hefur hún ekki mælst
hærri að nafnvirði frá upp-
hafi mælinga árið 2012.
Veltan jókst um 24,7% á
milli mánaða. Að raunvirði
hefur veltan einungis mælst
hærri í tveimur mánuðum
frá upphafi mælinga, í júlí
og ágúst árið 2018. Sam-
kvæmt samantekt Rann-
sóknaseturs verslunarinnar
var heildar velta innlendra
greiðslukorta erlendis rúmir
25,3 milljarðar kr. í júní sl.
og hefur ekki verið meiri frá
upphafi mælinga, árið 1997.
Þær tölur sýna að margir
Íslendingar eru á faraldsfæti
og í innkaupahugleiðinum.
-mm
Anna Margrét Tómasdóttir hefur
verið ráðin sem skólastjóri Reyk-
hólaskóla á Reykhólum. Anna
Margrét var forstöðumaður í Ung-
mennabúðum UMFÍ á Laugum
í Sælingsdal frá stofnun þeirra
árið 2005 og allt þar til þær lok-
uðu vorið 2019. Ungmennabúð-
irnar voru þá um haustið opnaðar
á Laugarvatni og Anna Margrét
var forstöðumaður þar fram í júní
á síðasta ári. Þá hafði hún meðfram
vinnu verið í meistaranámi í úti-
lífsfræðum við USN í Noregi og
útskrifaðist úr því námi nú í sumar.
Auk þess er hún með M.ed.-gráðu í
Tómstunda- og félagsmálafræði frá
HÍ og er með leyfisbréf til kennslu
á öllum skólastigum. Þá hefur hún
kennt frítímafræði við Borgarholts-
skóla og nú síðast starfaði hún sem
leikskólakennari á leikskólanum
Akraseli á Akranesi samhliða því að
hún skrifaði M.ed.-ritgerð í útilífs-
fræðum. gbþ
Tónverk eftir Borgnesinginn
Önnu Þorvaldsdóttur var frum-
flutt fimmtudaginn 11. ágúst á
BBC Proms. Verkið ber heitið
Anchora og var sérstaklega pantað
fyrir hátíðina sem er ein stærsta
og virtasta tónlistarhátíð heims.
Eva Ollikainen stjórnaði verk-
inu sem flutt var í Royal Albert
Hall en hún er aðalstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Anna
segir verkið fanga hugmyndina um
frumorku og andstæð öfl. Anna er
eitt fremsta tónskáld Íslendinga en
hún býr í Surrey í Bretlandi ásamt
eiginmanni sínum. Hún ferðast þó
mikið vegna vinnu sinnar og fylgir
verkum sínum eftir um allan heim
en Anna hefur m.a. áður samið verk
fyrir Berlínar Fílharmóníuna og
New York Fílharmóníuna. sþ
Anna Margrét Tómasdóttir, nýráðinn skólastjóri Reykhólaskóla. Ljósm. aðsend.
Anna Margrét Tómasdóttir nýr
skólastjóri Reykhólaskóla
Anna Þorvaldsdóttir og Eva Ollikainen eftir frumflutning á verkinu Anchora í Royal Albert Hall, en verkið var sérstaklega
pantað fyrir tónlistarhátíðina BBC Proms. Ljósm. FB.
Verk Önnu Þorvaldsdóttur
frumflutt á BBC Proms