Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202218 Þriðjudagskvöldið 9. ágúst barst björgunarsveitum á sunnanverðu Vesturlandi forgangsútkall þar sem maður hafði farið í sjóinn við Langasand á Akranesi. Björgunar- aðilar brugðust hratt við og sjósettu báta sína í höfnina á Akranesi. Þar var að falla frá og sást þá glöggt hve aðstaða til sjósetningu á bátum er léleg. Erfiðlega gekk að sjósetja þar sem bakka þurfti með bátana niður langan ramp og sleppa þeim í stór- grýti. Ásgeir Örn Kristinsson, með- limur í Björgunarfélagi Akraness, vakti máls á því á bæjarráðsfundi Akraneskaupstaðar 28. júlí síðast- liðinn að öryggismálum við höfnina á Akranesi og Grundartanga væri verulega ábótavant. Það mál fór svo inn á borð umhverfis- og skipulags- ráðs Akraneskaupstaðar sem fund- aði um það mánudaginn 15. ágúst. Dagarnir þar á milli reyndust hins vegar örlagaríkir því einn maður lét lífið í sjónum við Akranes. Taka skal fram að betri aðstæður hefðu að líkindum engu breytt hvernig fór í því slysi. Útfæra nýjan ramp Guðmundur Ingþór Guðjóns- son er formaður skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar. „Við ræddum öryggismálin á okkar fundi og fengum Ragnar Baldvin Sæmundsson á fundinn til okkar því hann er stjórnarmaður Akranes- kaupstaðar í Faxaflóahöfnum. Við fórum svo yfir það í sameiningu hvernig aðstaðan er í dag, fyrir t.d. Björgunarfélagið, að koma bátum niður af því að rampurinn sem er þarna í dag er ekki nægi- lega góður. Nú er þetta mál í fullri vinnslu og við erum að skoða hvaða möguleikar og kostir eru í stöð- unni.“ Þá segir Guðmundur Ing- þór Akraneskaupstað vilja gera allt til þess að aðstaðan niðri við höfn sé sem best fyrir alla aðila. „Það sorglega er að það þurfti svona slys til að við vöknum, þó svo að þetta hafi allt gengið vel með aðgerð- irnar núna. Þetta vekur mann til umhugsunar um að það sé hægt að hafa hlutina betri.“ Aðspurður um hvort einhver tímarammi sé á verk- inu segir Guðmundur Ingþór að vinna eigi þetta verkefni hratt og örugglega og að Faxaflóahafnir séu þegar farnar að skoða hvernig best sé að útfæra nýjan ramp. Ragnar Baldvin Sæmundsson er fulltrúi Akraneskaupstaðar í Faxa- flóahöfnum. „Faxaflóahafnir eru búnar að vera að skoða í töluverðan tíma öryggismál við Akraneshöfn, sér í lagi við sjósetningu smærri báta í kringum rampinn sem nú er. Hugmyndin var að betrumbæta þann ramp sem er fyrir og breikka hann. En núna er verið að skoða að setja upp annan ramp sem hentar betur fyrir sjósetningu.“ Þá segir Ragnar að ekki yrði þá hróflað við rampinum sem fyrir er og myndi hann nýtast þegar unnið er í bátum o.þ.h. „Nýr rampur kæmi þá úti við Akraborgarbryggjuna og hann yrði eingöngu til að setja niður og taka upp báta.“ Aukið sjósport Á Akranesi hefur verið mikil aukn- ing í sjósporti síðustu ár og því er nauðsynlegt að bæta aðstöðuna með það í huga. „Nú er að aukast að menn eru með alls konar báta sem verið er að setja niður og taka upp og þá þarf aðstaðan að vera í takti við það. Faxaflóahafnir leggja mjög mikið upp úr öryggi og þetta er stór þáttur í því að það sé til staðar aðstaða, til að setja niður og taka upp, sem hægt er að kom- ast í,“ segir Ragnar. Hann bætir við að mikilvægt sé að læra af því þegar slys eiga sér stað. „Við sjáum í svona aðgerðum, þar sem er háfjara að þá er mjög erfitt fyrir björgunar- aðila að koma niður sínum tækjum og misjafnt eftir því hvort er flóð eða fjara. Við erum búin að vera í þessu samtali við björgunarfélagið og Faxaflóahafnir og höfum haft öryggismálin á höfninni í skoðun í nokkurn tíma.“ gbþ Báturinn Júlli Páls SH byrjaði nýverið makrílveiðar frá Ólafsvík. Hefur hann aflað ágætlega, eða upp í sex tonn yfir daginn. Var hann aflahæsti löndunarbáturinn í Ólafs- vík í liðinni viku. Bárður Jóhönnu- son skipstjóri segir að veiðarnar gangi þolanlega en það sé hins vegar erfitt að vera eini báturinn á þessum veiðum. Því þurfi að leita makrílinn uppi einn, svæðið sé stórt og því ekki alltaf auðvelt að finna makrílinn sem er hraður fiskur og fljótur að færa sig til og oft sé þetta því heilmikill eltingarleikur. Bárður segir að þeir séu að veiða í beitu fyrir annan bát sem útgerðin á; línubátinn Kristinn HU. Að sögn Bárðar er aflinn heilfrystur á Fiskmarkaði Snæ- fellsbæjar. „Við sjáum til hvað við verðum lengi á þessum veiðum í ár en það fer að sjálfsögðu eftir afla- brögðum.“ Aðspurður um verð á makrílnum segir Bárður að hann hafi heyrt að þeir sem kaupa og verka makríl á Suðurlandi hafi boðið 150 krónur fyrir kílóið. af Fyrrum skólastjórar, sem stýrt hafa sveitaskólum á Vesturlandi, hafa reglulega komið saman einu sinni til tvisvar á ári ásamt mökum þeirra. Þetta samstarf hefur staðið allar götur síðan 1966 og hófst með samstarfi skólastjóranna á Kleppjárnsreykjum, Heiðarskóla og Varmalandi. Síðar var hópurinn stækkaður. Nú hafa að vísu liðið tvö ár án hittings, en Covid beit ekki á hópinn, eins og sjá má á myndinni. Hópurinn kom saman síðastliðinn miðvikudag á Höfða á Akranesi þar sem tveir félagar búa. Sest var með kaffi, kleinur og vínar brauð og tekið spjall fram eftir degi. Samstarf dreifbýlisskóla á Vestur landi var alla tíð töluvert mikið, bæði í röðum nemenda, starfsfólks og skólastjórnenda sér- staklega. Vafalítið eru margir sem þekkja þarna kunnugleg andlit frá fyrri tíð, enda voru og eru skóla- stjórar lykilfólk í hverju byggðar- lagi. mm Hér er verið að sjósetja björgunarbát frá Brák í Borgarnesi í smábátarennunni við Akraneshöfn sl. þriðjudagskvöld. Ljósm. mm Bæta þarf aðstöðu í Akraneshöfn til sjósetningar Bárður á bryggjunni með ísaðan makríl. Eini báturinn á makríl- veiðum frá Ólafsvík Bárður Jóhönnuson ásamt Svavari Kristmundssyni. F.v. Guðbjörg Sigurðardóttir (dóttir Sigurðar á Leirá), Guðlaugur Óskarsson, Sigurður R Guðmundsson, Kristján Gíslason, Höskuldur Goði Karlsson, Þrúður Kristjánsdóttir, Jónína Þorgrímsdóttir (ekkja Guðmundar Sigurmonssonar), Birgir Karlsson, Gyða Bergþórsdóttir, Flemming Jessen, Hjörtur Þórarinsson, Kristín Ingibjörg Baldursdóttir, Jónína Eiríksdóttir og Rannveig Finnsdóttir. Ljósm. vaks. Fyrrverandi skólastjórar komu saman

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.