Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 23
Það var stuð og mikil stemning um
helgina þegar hinir árlegu Reyk-
hóladagar voru haldnir hátíðlegir.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tóm-
stundafulltrúi Reykhólahrepps, var
á staðnum og sendi Skessuhorni
pistil með frásögn af því helsta sem
gerðist á hátíðinni:
„Núna er mánudagur eftir Reyk-
hóladaga og ég er ennþá með
bæjar hátíð í bílnum mínum en
hátíðin gekk mjög vel. Gestir voru
til sóma og virkilega góð þátttaka í
öllum viðburðum. Það voru margir
hápunktar á hátíðinni en það sem
skín í gegn eftir hátíðina er sam-
staða fólks við að láta allt ganga
upp.
Afmælishátíð Reykhólahrepps
var haldin hátíðleg á föstudeg-
inum. Sveitarfélagið varð 35 ára
á árinu. Leikskólinn 30 ára og
Grettislaug 75 ára. Það var því
slegið í svaka veislu og sá sveitar-
stjórn ásamt sveitarstjóra um að
grilla ofan í gesti. Hreimur Örn
stjórnaði Hvanngarðabrekkusöng
og brekkan söng hástöfum að Lífið
væri yndislegt.
Friðrún heiðruð
Á afmælishátíðinni var íbúi ársins
heiðraður en það var að þessu sinni
Friðrún Gestsdóttir. Friðrún hefur
unnið að alúð fyrir sveitarfélagið í
mörg ár. Hún hefur sett mark sitt
á allt skólastarf með sínu einstaka
jákvæða viðmóti og dillandi hlátri.
Hún hefur verið til staðar fyrir
börn skólans sem hafa fundið hjá
henni stuðning og hlýju. Friðrún
hefur barist með skjólstæðingum
sínum fyrir bættri aðstöðu og gefið
sig 150% í starfið í vinnu sína með
börnum með fötlun. Friðrún er
jafnframt einstaklega jákvæð og
bjartsýn og hefur líka gefið okkur
fullorðna fólkinu gleði í hjarta með
því að senda okkur hlýtt bros og
falleg orð.
Can´t Walk Away með
tilheyrandi reyk
Herbert Guðmundsson var svo
með svakalega góða tónleika á
föstudagskvöldinu á Báta- og
hlunninda sýningunni þar sem var
svakaleg stemning. Það er að sjálf-
sögðu ekki hægt að fá Herbert
til að taka Can’t Walk Away án
þess að það sé reykvél en stjórn-
endur hátíðarinnar voru á síðustu
stundu að finna reykvél við hæfi,
en hún var bara til á Akureyri. Þeir
hjá Hljóðfærahúsinu sendu hana
suður og Herbert sjálfur var svo
elskulegur að sækja hana (reykvél-
ina) í flugið og hún komst heilu og
höldnu vestur eftir langt ferðalag.
Menning,
skemmtun, fræðsla
Hin árlega dráttarvélaskrúðganga
fór fram á laugardeginum og eru
vélarnar alltaf jafn glæsilegar þegar
þær renna inn í þorpið frá Grund.
Menningarkvöld fór svo fram á
laugardagskvöldinu þar sem Berg-
sveinn Birgisson hélt frábæra kynn-
ingu um Geirmund Heljarskinn,
Elfar Logi var með sögusprell og
sveitarstjórn spreytti sig í Power-
Point karókí, þar sem þeir þurftu að
halda kynningu um hin ýmsu mál-
efni án undirbúnings og með mis-
miklu samhengi í kynningunum.
Laugardagskvöldið endaði svo á
Báta- og hlunnindasýningunni þar
sem bræðurnir Hlynur Snær og
Bergsveinn tróðu upp.
Sunnudagurinn hófst með sveppa
fræðslu í skóginum í Barmahlíðinni
þar sem Eiríkur í Berufirði kenndi
fólki hvað hafa þarf í huga þegar
sveppir eru tíndir. Hátíðin end-
aði svo í Króksfjarðarnesi þar sem
Nikkólína tróð upp og fólk kom
saman í gamla kaupfélagshúsinu
í Nesi og bragðaði á gómsætum
vöfflum.“ vaks/ Ljósm. jöe.
Sunnudaginn 28. ágúst nk. klukkan
15 verður athöfn í Reykholts-
kirkju þar sem stjórn Minningar-
sjóðs Ingibjargar Sigurðar-
dóttur og Guðmundar Böðvars-
sonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu
mun afhenda verðlaun. „Þessi
litla en mikilvæga athöfn er öllum
opin og væri sérstaklega ánægju-
legt að sjá sem flest, einkum þau
sem eru í þeim félagasamtökum
sem standa að sjóðnum,“ segir
Ingibjörg Daníels dóttir á Fróða-
stöðum, sem situr í stjórn sjóðsins
fyrir hönd Sambands borgfirskra
kvenna. Aðrir í stjórn eru Ingibjörg
Sigurðardóttir fyrir hönd erfingja
þeirra Ingibjargar og Guðmundar,
Jón Gíslason fyrir hönd Búnað-
arsamtaka Vesturlands, Steinunn
Ásta Guðmundsdóttir fyrir hönd
Ungmennasambands Borgarfjarðar
og Steinunn Jóhannesdóttir f.h.
Rithöfundasambands Íslands.
Uss, pabbi ykkar
er að skrifa
En grípum hér niður í kynningu
á stjórn Minningarsjóðs Kirkju-
bólshjóna sem Ingibjörg á Fróða-
stöðum tók saman:
„Hlutverk minningarsjóðsins er
að leggja lið og vekja athygli á því
sem vel er gert í menningarmálum
í héraðinu og ljóðlist á Íslandi.
Einnig er tilgangur sjóðsins að
halda á lofti minningu þeirra hjóna
Ingibjargar og Guðmundar. Guð-
mundur var bóndi á Kirkjubóli en
hann var einnig mikilvirkt ljóðskáld
sem náði að tileinka sér margt af því
sem var að gerast í ljóðlist á Íslandi
um miðja 20. öldina, ásamt því að
halda í heiðri ljóðaarfi þjóðarinnar.
En hann á ekki allan heiðurinn af
þeim verkum sem eftir hann liggja.
Ingibjörg kona hans, eða Inga á
Kirkjubóli eins og sveitungarnir
kölluðu hana, á sinn stóra þátt í
verkum hans. Hún veitti honum
innblástur eins og sum ljóða hans
bera glöggt með sér og svo gaf hún
honum rými til þess að sinna ljóða-
gyðjunni með því að taka ríflega
sinn skerf af bústörfum og heimilis-
haldi. Sagði oft við börnin þeirra
þrjú: „Uss pabbi ykkar er að skrifa.“
Um sjóðinn og
ávöxtun hans
Minningarsjóðurinn var stofnaður
1. september 1974 en fyrr á árinu
hafði Guðmundur látist en Ingi-
björg lést árið 1971. Að sjóðnum
stóðu: Búnaðarsamband Borgar-
fjarðar, (Búnaðarsamtök Vestur-
lands) Rithöfundasamband Íslands,
Samband borgfirskra kvenna og
Ungmennasamband Borgarfjarðar.
Síðar bættust erfingjar þeirra hjóna
formlega við sem aðilar að sjóðnum.
Fyrstu ellefu árin rak sjóðurinn
bústað fyrir rithöfunda og annað
listafólk í íbúðarhúsi þeirra hjóna á
Kirkjubóli. Fyrstu árin var aðsókn
að húsinu góð en þegar fram liðu
stundir dró úr henni. Því var sú
ákvörðun tekin árið 1986 að selja
húsið og var andvirðið látið ávaxt-
ast en starfsemi sjóðsins lá í raun
niðri til ársins 1991. Þá var tekin
ákvörðun um að ráða Silju Aðal-
steinsdóttur til að rita ævisögu Guð-
mundar og bókin Skáldið sem sólin
kyssti leit dagsins ljós. Jafnframt var
tekin sú ákvörðun að veita ljóða-
verðlaun og menningarverðlaun
úr sjóðnum og skyldu tekjur sjóðs-
ins standa undir því. Og þannig er
starfsemin nú. Helstu tekjur sjóðs-
ins eru greiðslur fyrir flutning á
verkum Guðmundar sem erfingjar
hans hafa látið renna til sjóðsins
og vextir af höfuðstólnum, sem
reyndar hafa verið í sögulegu lág-
marki síðustu ár. Sökum þess hefur
ekki verið veitt úr sjóðnum síðan
sumarið 2017. Verðlaunafé hefur
verið ein milljón króna sem skipt-
ist á milli Borgfirsku menningar-
verðlaunanna og Ljóðaverðlaun-
anna.“ mm
Guðmundur og Ingibjörg á Kirkjubóli með elstu barnabörnin.
Myndin er frá árinu 1959.
Úthlutað úr minningarsjóði Kirkjubólshjóna
Hjónin Guðmundur Böðvarsson og
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Reykhóladagar og afmælishátíð í senn
Friðrún Gestsdóttir með viðurkenninguna.
Herbert hélt uppi stuðinu eins og svo
oft áður.
Froðubrautin er alltaf vinsæl. Hreimur Örn stjórnaði brekkusöng.
Jörgen Nilsson var með gögl (juggling).