Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202224
Lúxus farþegaskipið The World
lá í gær fyrir ankerum utan við
höfnina á Arnarstapa á Snæfells-
nesi. Skipið er 200 metra langt,
30 metrar að breidd og er það
alls 12 dekkhæðir. The World var
smíðað árið 2001 og gert út frá
Fort Lauderdale í Bandaríkjunum.
Skipið er 43.118 brúttótonn að
stærð og í því eru innréttaðar 106
íbúðir fyrir farþega, auk 19 stúd-
íóíbúða. Farþegar voru ferjaðir
í land á Arnarstapa með litlum
zodiak bátum og farið með þá í
skoðunarferðir um Snæfellsnesið.
Áhöfnin notaði einnig tækifæri til
að koma í land.
Að sögn Guðmundar Más Ívars-
sonar hafnarvarðar á Arnarstapa er
þetta í annað skipti sem farþega-
skip kemur til Arnarstapa í sumar.
„Þetta skip er það langstærsta sem
komið hefur hingað,“ segir Guð-
mundur og bætir við að nú þegar
hafi eitt farþegaskip bókað komu
sína næsta sumar á Arnarstapa.
af
Íslandsmót golfklúbba í 5. deild
karla fór fram á Silfurnesvelli hjá
Golfklúbbi Hornafjarðar dag-
ana 12.-14. ágúst. Alls tóku fimm
lið þátt í þessari deild. Keppt var í
einum riðli og leikin ein umferð. Í
hverri umferð var leikinn einn fjór-
menningsleikur og tveir tvímenn-
ingsleikir. Golfklúbburinn Vestarr,
GVG, frá Grundarfirði stóð uppi
sem sigurvegari og fer upp í 4. deild
á næsta ári. Golfklúbburinn Jök-
ull frá Ólafsvík varð í öðru sæti og
heimamenn í Golfklúbbi Horna-
fjarðar enduðu í þriðja sæti.
Það bar til tíðinda á mótinu að
fjórir keppendur í 5. deild karla á
Íslandsmóti golfklúbba fóru holu
í höggi á mótinu. Heimamaður-
inn Halldór Birgisson sló fyrsta
draumahöggið á 5. holu í viður-
eign sinni gegn Heimi Þór Ásgeirs-
syni, úr Golfklúbbnum Vestarr í
Grundarfirði. Heimir Þór gerði sér
lítið fyrir og fór einnig holu í höggi
í þessari viðureign gegn Halldóri.
Heimir Þór sló draumahöggið á
2. braut Silfurnesvallar, sem var sú
11. í viðureigninni. Þessi tvö högg
slógu þeir á fyrsta keppnisdegi.
Kristbjörn Arngrímsson, úr Golf-
klúbbnum Hamri á Dalvík, var sá
þriðji sem fór holu í höggi í þessu
móti og sló hann draumahöggið á
2. braut á öðrum keppnisdegi móts-
ins. Ásgeir Ragnarsson, úr Golf-
klúbbnum Vestarr, var í sama rás-
hóp og Kristbjörn á lokahringnum.
Ásgeir sló draumahöggið á 8. braut
sem var sú 17. og tryggði þar með
Vestarr sigurinn í viðureigninni
með glæsihöggi. Þess má geta að
Ásgeir og Heimir Þór eru feðgar.
vaks/ Ljósm. golf.is
Í þessum lið leggjum við fyrir
tíu spurningar til íþróttamanna
úr alls konar íþróttum á öllum
aldri á Vesturlandi. Íþrótta-
maður vikunnar að þessu sinni
er knattspyrnumaðurinn Ingvar
Freyr frá Rifi.
Nafn: Ingvar Freyr Þorsteinsson
Fjölskylduhagir? Ég bý ennþá í
foreldrahúsum.
Hver eru þín helstu áhuga-
mál? Ætli það sé ekki bara fót-
bolti, finnst ekkert betra en enski
boltinn.
Hvernig er venjulegur dagur
hjá þér þessar mundir? Ræs
klukkan 7.30 og beint í vinnu.
Svo fer ég á fótboltaæfingu fljót-
lega eftir vinnu og hendi mér
kannski á ísrúnt með strákunum
eftir hana, svo er það bara chill
eftir það.
Hverjir eru þínir helstu kostir
og gallar? Úff, einn af mínum
kostum er að ég er frekar stund-
vís. Helsti galli hjá mér er það að
ég er kannski aðeins of tapsár,
þegar ég tapa leik situr það í mér
í nokkra daga.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi
fjórum sinnum í viku, stundum
fimm sinnum.
Hver er þín fyrirmynd í
íþróttum? Fyrirmyndin mín
í íþróttum er Lionel Messi og
hefur alltaf verið, hann er geitin.
Af hverju valdir þú knattspyrnu?
Ætli það hafi ekki verið bara út af
vinunum þeir voru allir í fótbolta
og drógu mig með sér í það.
Hver er fyndnastur af þeim
sem þú þekkir? Það er Ólafur
Helgi aðstoðarþjálfari, hef virki-
lega gaman að honum.
Hvað er skemmtilegast og
leiðinlegast við þína íþrótt?
Það er lang skemmtilegast að
skora og lang leiðinlegast að tapa,
ég þoli ekki að tapa.
Ekkert betra en enski boltinn
Íþróttamaður
vikunnar
Golfklúbburinn Jökull úr Ólafsvík.
Fjórir fóru holu í höggi í 5.
deild karla í golfi
Golfklúbburinn Vestarr frá Grundarfirði.
Farþegaskip á Arnarstapa
Farþegar voru ferjaðir í land en hér má sjá áhöfn skipsins sem notaði tækifærið til
að rölta um og skoða Arnarstapa.
The World lá í gærmorgun fyrir ankerum út af Arnarstapa.