Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 25 Dagur í lífi... Nafn: Þóra Olsen Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift og á tvö börn. Við erum núna fjögur á heimili, dóttirin flutt að heiman en sonurinn býr heima ásamt tengdapabba sem er 91 árs og hefur verið hjá okkur síðan 1998. Við búum á Hellissandi. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er umsjónarmaður Sjóminjasafnsins á Hellissandi. Áhugamál: Áhugamál eru aðal- lega fjölskyldan, hef mjög gaman af því að ferðast og svo erum við hjónin búin að vera mjög áhugasöm við að byggja upp safnið síðustu árin. Dagurinn 11.08.2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði um klukkan átta og skellti mér í heita og kalda sturtu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Fékk mér AB mjólk og flatköku með hangikjöti í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fór af stað í vinnuna um klukkan 9.20 á bílnum þar sem dóttirin hafði hringt og beðið um að ég skutlaði til hennar nesti út við Gufuskála. Þar var hún sem björgunarsveitarmaður að vakta þyrlu sem hafði bilað kvöldið áður. Síðan fór ég til Ólafsvíkur að ná í einn starfsmann safnsins. Fyrsta verk í vinnunni? Að kveikja ljósin í safninu og þrífa það sem þarf áður en við opnum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að gefa heimalningnum pela. Safnið er með einn í fóstri í sumar. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu fékk ég mér súpu í safn- inu. Við erum með smá kaffihús í safninu þannig að ég hef aðgang að súpu og brauði sem er mjög gott þegar það er mikið að gera. Ég notaði hádegið til að leigja ýsu og fleira til að eiginmaðurinn gæti farið á sjóinn. Síðan fór ég inn á heimabankann til að borga reikn- inga. Hvað varstu að gera klukkan 14? Klukkan 14 var ég að fræða þýskan ferðamann um safnið . Alltaf gaman að fræða ferðamenn um hlutina í safninu, margir hlutir sem lítið fer fyrir en eru mjög áhugaverðir. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Safn- inu var síðan lokað klukkan 17 og það síðasta sem ég gerði var að gefa heimalningnum pelann sinn. Eftir vinnu heimsótti ég foreldra mína á dvalarheimilið Jaðar, þar sem þau hafa dvalið síðustu tvö ár. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Í kvöldmatinn hafði eiginmað- urinn hitað afganga frá deginum áður, snitsel og steiktar kartöflur. Hvernig var kvöldið? Um kvöldið var sett í þvottavél og brotinn saman þvottur, síðan fór ég á raf- hlaupahjóli hring í bænum og kom við hjá systur minni sem býr í næstu götu. Fór annan hring á hjólinu þar sem veðrið var svo gott, kom við í safninu og gaf heimaln- ingnum pela fyrir nóttina og setti endurnar á safninu inn í gerðið sitt. Klukkan var um klukkan 22:30 þegar ég kom heim, svo ég setti Veru á í sjónvarpinu til að slaka á áður en ég færi að sofa. Hvenær fórstu að sofa? Fór að sofa um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Að hleypa hundinum út fyrir nóttina og að bursta tennurnar. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Það sem stendur upp úr er að dagarnir eru aldrei eins, hver dagur býður upp á eitthvað nýtt. Umsjónarmanns Sjóminjasafns Hellissands Í lok síðasta mánaðar urðu þau Sigríður Ævarsdóttir og Bene- dikt Líndal þess vör að forystu- sauður þeirra, sem ber heitið Jarl, hafi horfið burt af landareign þeirra að Gufuá í Borgarhreppi. Jarl var síðan fangaður í hringtorginu í Borgarnesi rúmum sólarhring síðar og fluttur aftur til síns heima eftir mikið menningarsjokk og lífs- hættulega för. Í gær fór Jarl aftur á stjá en ekki er vitað hvort hann hafi ákveðið að skoða aðra þéttbýlisstaði héraðsins eða lagt leið sína aftur í Borgarnes, eða áleiðis þangað. Um miðjan dag í gær höfðu ekki enn komið fregnir af því að Jarl hafi komið í leitirnar en Sigga og Benni biðja vegfar- endur á bifreiðum, bommsum eða öðrum fararskjótum að hafa augu opin á ferðum sínum og hafa sam- band við þau símleiðis ef til hans sést. Síminn hjá Siggu er 893-1793 og hjá Benna 863-6895. sþ Um liðna helgi fór fram opið íþróttamót hjá hestamannafélaginu Dreyra á Æðarodda. Alls voru 140 skráningar á mótið sem fór fram í blíðviðri. Mótið gekk vel, að sögn mótsnefndar, og gengu kepp- endur sáttir frá vel heppnuðu móti. Mótsnefndin vill koma á framfæri þökkum fyrir frábært mót. sþ Næturfrost hefjast óvenju snemma þetta árið en allt að 4,3 gráðu frost mældist í fyrrinótt, nánar tiltekið á Þingvöllum. Einnig mældist einnar gráðu frost í Reykjavík. Á Vestur- landi mældist frost víða í Borgar- firði, m.a. í Húsafelli fór það niður í 1,7 gráður, í Stafholtsey mæld- ist 1,6 gráðu frost og á Hvanneyri fór frostið í -0,7 gráður samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Einnig þurfti að skafa af bílrúðum í Norð- urárdal og sjá mátti hrím á gróðri og nýbundnum heyrúllum frá því um helgina. Þess má einnig geta að 4. ágúst síðastliðinn var einnig næt- urfrost í uppsveitum Borgarfjarðar og sá þá á kartöflugrösum. Frostið er því fremur snemma á ferðinni. sþ Grundarfjarðarbær hefur staðið fyrir hinum ýmsu námskeiðum fyrir börn í sumar sem hafa verið vel sótt. Eitt þeirra hófst í síðustu viku undir yfirskriftinni vegglist- arnámskeið. Það er Dagný Rut Kjartansdóttir sem er leiðbein- andi á námskeiðinu en þar fá krakk- arnir útrás fyrir listsköpun við frá- bærar aðstæður. Kennslan fer fram í gömlu spennustöðinni fyrir ofan bæinn sem nú hefur verið aflögð. Krakkarnir voru hinir kátustu þegar fréttaritari leit við hjá þeim síðasta föstudag. tfk Forystusauðurinn Jarl kannar nýjar slóðir en ekki er vitað hver hann fór í þetta skiptið. Forystusauðurinn Jarl farinn í annan leiðangur Vegglistarnámskeið í Grundarfirði Úrslit í fimmgangi V5, 2. flokki. Frá hægri: Linda Hrönn Reynisdóttir á Tangó frá Reyrhaga, Magnús Karl Gylfason á Birtingu frá Birkihlíð, Guð- rún Fjelsted á Polka frá Ósi og Ólafur Guðmundsson á Eldi frá Borgarnesi. Opið Íþróttamót Dreyra fór fram í blíðviðri Hrímuð jörð. Myndina tók Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum í Norður- árdal í gærmorgun. Töluvert næturfrost var í fyrrinótt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.