Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 27 Vísnahorn Hinn 17. maí 1995 sett- ist Ólafur G. Einarsson í stól forseta Alþingis. Sama dag tók Jaques Cirac við embætti forseta Frakklands og Hilmar Pálsson kvað: Heiminum ráða meir og meir misjafnir loðinbarðar. Óþarfir flestir eru þeir íbúum móður jarðar. Margur að völdum þolinn þreyr þó séu gáfur skarðar. Í dag hafa sest í sætin tveir. Cirac og Óli Garðar. Þeir félagar og Sjálfstæðisþingmenn, Ólafur Garðar og Lárus Jónsson, voru eitt sinn sem oftar að laxveiðum í Sandá í Þistilfirði en varð lítt ágengt. Þessir atburðir munu reyndar hafa skeð áður en Radcliff hóf störf við að bjarga laxastofninum enda varð aflinn enginn svo sem fyrr segir en flokksbróðir þeirra og sam- þingmaður Halldór Blöndal kom til þeirra á árbakkann og lýsti svo atburðum: Sandá var gruggug af surgi og sargi frá Ólafi durgi. Og líkast til var hann Lárus minn þar. En laxarnir? – Þeir voru hvurgi. Ólafur hætti veiðitilraunum þegar hann varð Halldórs var og gekk í mót honum en Halldór kvað enn: Ólafur fór úr ánni og strax upp með sporðahvini sér úr hylnum lyfti lax líkt og í kveðjuskyni. Vissulega hefur mér alltaf þótt það ein- kennilegt athæfi að eltast við að veiða fisk til þess eins að sleppa honum aftur og væri trú- lega í einhverjum tilfellum kallað dyreplagerí. En það er nú ekki að marka mig, mér var alltaf bannað að leika mér að matnum. Hvað um það, um einn ágætan pólitíkus og flokks- bróður þeirra fyrrnefndu sem var talinn hafa þverrifuna neðanvert við nefið og lenti ein- hvern tímann í smá skandala var kveðið: Eyðir sút frá bankans baxi, bestu útrás veita má þrátt að stúta þungum laxi -og það í Hrútafjarðará. Meðal þekktari laxveiðimanna landsins eru eða voru að minnsta kosti þrjár stórglæsilegar systur, sterkefnaðar og í besta lagi hárprúðar sem eru það ég best veit allar ógiftar og munu eiga samanlagt einn son barna. Um þær varð til þessi en ekki veit ég um höfund: Wathne systur vægast sagt veiðistaði prýða, en hafa - sjáðu - samanlagt sjaldan látið - klippa sig. Það var hinsvegar Valgeir Runólfsson sem setti saman þessa hugleiðingu: Ævi mín er yndissnauð ef engan fæ ég laxatitt. Hún er löngu, löngu dauð löngunin að gera hitt. Í annað sinn þegar Valgeir sat bundinn við skrifstofustörf en vinnufélagi hans hafði skroppið til laxveiða í Dali vestur: Krota ég beiðni og klóra mér kaffærður í skjölum. En Bjössi laxabani er að beita vestur í Dölum. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá heyrði prest nokkurn segja frá langri og harðri baráttu sinni við stórlax og tók þá að rifja upp kenningar kristninnar um dýravernd og þörf þess að aflífa skepnur fljótt og mannúðlega: Það má segja þetta strax, þarflaust virðist gaman, kristnum manni að kvelja lax klukkutímum saman. Ekki gengur nú alltaf svo vel hjá laxveiði- manninum að það sé margra klukkutíma verk að þreyta veiðina. Að afloknu misheppnuðu úthaldi við Haukadalsá í ágúst 1973 orti Val- geir Run.: Með öngul í rassinum, argur og sár og aflalaus kem ég til baka, vatnið er lítið og laxinn er smár - og ljótir þeir fáu sem taka. Öðru sinni þegar betur gekk, að vísu eftir nokkra bið, varð Valgeir að orði: Loksins fékk ég laxinn þráðan lúsugan allsstaðar. Það heyrði enginn hvað ég hugsaði áðan. - Heppinn var ég þar. Það getur verið ekki minni vandi að gæta fengins fjár en að afla þess og enn á ný leitum við á náðir Valgeirs Runólfssonar og skyggnumst í gamla veiðihúsið við Andakílsá þar sem eftirfar- andi mun hafa verið skrifað í gestabókina: Vissara tel ég þið vitið það strax sem verðið á Fossum að gista. Það er hér köttur sem þjófstelur lax og þyrfti að hengjast hið fyrsta. Þekktur laxveiðimaður varð fyrir því að draga ál á stöng í Grímsá og þótti hin mesta hneisa. Um þá atburði kvað Skúli Guðjónsson frá Vatnskoti: Gleður sálu Gríms- við á grérinn stála frægi á bökkum hálum hyljum frá hrökk - þó ála dragi. Um annan veiðifélaga sinn segir Skúli: Línu rennir liðugur, lipurt spennist vaður, listamenni lagtækur, laxa- og kvennamaður. Sjálfur er ég ekki innvígður í hin æðri fræði stangveiðinnar en stundum hefur mér skilist að fluguveiðimenn telji sig örlítið hærra setta en aðra í þeim eðla hópi. Reyndar var haft eftir einum ágætum manni að hann væri ekki að nota maðkana sem beitu, hann væri bara að kenna þeim að synda en hvað um það um maðkaveiði kvað Skúli: Maðkar engjast önglum frá -aflafengir vaxa. Nylon þvengjum þöndum á þreyta drengir laxa. Svo stangveiðimenn sem aðrir geta lent í hinum ýmsustu hremmingum á lífsgöngunni og ekki alltaf fyrirséð hvað fer hvernig en alla- vega setti Skúli saman þessa lífsreynsluvísu: Klakklaust hef ég komist frá kröppum skerja sundum en skrambi getur skriplað á sköturössum stundum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Skrambi getur skriplað á - sköturössum stundum Þriðjudaginn 9. ágúst sigldi hið glæsilega seglskip Eye of the Wind inn Grundarfjörð og lagð- ist að bryggju. Skipið er á sigl- ingu um strendur landsins með ferðamenn og hefur viðkomu víðs vegar, en hefur verið mest í kringum Snæfellsnes og Vest- firði. Skipið, sem siglir undir breskum fána, er hið glæsilegasta og vekur því töluverða athygli hvar sem það kemur enda ekki algengt að sjá svona falleg segl- skip. tfk Rut Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem þjónustustjóri í Þjóð- garðinn Snæfellsjökul. Rut er mannfræðingur að mennt með við- skiptafræði sem aukagrein, diplóma í markaðsfræði og APME gráðu í verkefnastjórnun. Megin hlut- verk þjónustustjóra er umsjón með rekstri nýrrar þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi og gestastofu á Malar- rifi, ábyrgð á þjónustu við gesti, viðburðastjórnun og gerð og mið- l un fræðslu- og upplýsingaefnis. Rut rekur verslunina Útgerðina í Ólafsvík en starfaði áður hjá Vodafone og var verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún hefur meðal annars unnið við vefsíðugerð og gerð kynningarefnis í fyrri störfum. vaks Eye of the Wind í Grundarfjarðarhöfn Rut Ragnarsdóttir. Ljósm. af facebook síðu Þjóðgarðsins Rut ráðin sem þjónustu- stjóri í Þjóðgarðinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.