Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 13 Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is lyktar- og hljóðmengun og fengu þeir greinargóð svör við þeim.“ Áform Asco Harvester Áform Asco Harvester eru þau að setja upp litla þörungavinnslu á lóðinni með afkastagetu upp á um fimm þúsund tonn. „Þau áform eru innan við 0,5% af lægra mati af magni klóþangs í Breiðafirði og því vel innan sjálfbærrar nýt- ingar,“ segir Jakob Björgvin. „Til samanburðar gera Acadian Sea- plants ráð fyrir rúmlega 20 þúsund tonna afkastagetu. Asco Harvester ehf. hyggst byggja 959 m2 atvinnu- húsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3.700 fermetrar, grunn- flötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess tíu metrar. Á lóðinni var áður steypustöð sem var rifin árið 2014 vegna lélegs ástands. Steypustöðin var starfrækt til ársins 2008.“ Jakob Björgvin bendir á að hér á landi séu engin fordæmi fyrir jafn lítilli þörungavinnslu með klóþang eins og verksmiðjan sem Asco Har- vester hyggst byggja. „Hins vegar er á Skipavíkursvæðinu starfrækt önnur þörungavinnsla þar sem m.a. eru þurrkaðir þörungar og íbúar þekkja vel til þeirrar starfsemi. Á fundinum í síðustu viku benti skipulagsfulltrúi jafnframt á, m.a. í sambandi við hugsanlega lyktar- og hljóðmengun, að fyrirtækið þurfi að fá leyfi fyrir starfseminni frá hinum ýmsu aðilum. Í því ferli þurfi að mæta ákveðnum kröfum og við- miðum hvað þetta varðar sem eru til þess gerðar að gæta hagsmuna nærumhverfis og íbúa þess.“ Vinnsluferlið Bæjarstjórinn segir að fulltrúar Asco Harvester ehf. hafi á fund- inum fullyrt að hljóðmengun frá vinnslunni muni standast kröfur og reglur fyrir þess konar starfsemi og lyktin af þanginu væri ekkert meiri en hún er nú, þegar þangið liggur í fjöru. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins hafi lagt áherslu á að allt hráefni væri unnið samdægurs, aðeins væri unnið með ferskt hráefni og því engin hætta á ýldulykt. „Varðandi hugsanleg önnur áhrif á íbúa í næsta nágrenni kom fram á fundinum að fyrirhugað vinnsluhús kemur frá Límtré Vírneti og verður litur á klæðningu hússins hvítur og litur þaks, glugga og hurða grænn til þess að falla sem best að umhverf- inu. Flutningar á unninni vöru frá vinnslunni verður á trailer og áætl- aðar um 60 ferðir á ári. Fjöldi ferða með hráefni verða um tvær til sex á dag frá Skipavíkurbryggju að framleiðslustað en notast verður við skotbómulyftara og vagn sem ekur á um 20 km hraða og er mjög hljóðlátur. Hráefni er flutt á plan við innmötun sem matar vinnsluna yfir daginn. Hráefni í húsi fer um lokaðar lagnir alla leið í pökkun og lager er innandyra.“ Fjórðungur umfangs á Reykhólum Að endingu er Jakob Björgvin bæj- arstjóri ynntur eftir því að ein- hverjir hafi bent á samanburð á fyr- irhugaðri starfsemi í Stykkishólmi við núverandi starfsemi Þörunga- verksmiðjunnar á Reykhólum og óttast meðal annars lyktarmengun. „Það er á margan hátt erfitt að bera þessa starfsemi saman við þá vinnslu. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum vinnur allt að 20 þús- und tonn af klóþangi á ári. Vinnsla Asco Harvester ehf. gerir ráð fyrir að vinna úr um 5 þúsund tonnum, eða fjórðungi magnsins á Reyk- hólum. Á Reykhólum er því not- ast við sambærilega þurrkaðferð og Asco Harvester hyggst beita, en umfangið er umtalsvert minna,“ segir Jakob Björgvin að endingu. mm/ Ljósm. sá SKIPULAGSAUGLÝSING Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. ágúst 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 36. gr. og og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Urriðaárland Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar á 12 ha svæði í landi Urriðaár úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Frístundabyggðin (F11) er stækkuð úr 11,4 ha í 23,4 ha. Breytingin heimilar breytta legu vegar, fjölguxn frístundalóða og leiðrétt ytri mörk svæðis. Aðkoma er af Snæfellsnesvegi (54) um tvær vegtengingar, Brókarstíg og Klettastíg. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Hótel Hamar Breytingin tekur til breyttrar skilgreiningar á landnotkun þar sem svæði BL3 er stækkað um 1ha á kostnað O16. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð. Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Þéttbýlisuppdráttur Borgarness, svæði BL3 og O16, dags 02.08.2022. Aðalskipulagsbreytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun sem sér um lokafgreiðslu erindanna. Þeir sem óska nánari upplýsingar um ofangreindar breytingar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, eða á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is. Sveitarstjórn Borgarbyggðar Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 - Vinnslutillaga – Breiðabólsstaður II Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. ágúst 2022 vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Breiðabólsstað II í Reykholti, Borgarbyggð til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning á vinnslutillögu; íbúðarbyggð í landi Breiðabólsstaðar II í Reykholti – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni er fyrirhugað að breyta landnotkun svæðis í landi Breiðabólsstaðar II, stækka núverandi íbúðarsvæði (íb3) um 26,4 ha sem verður eftir breytingu 28,7 ha. Breytingin tekur til um 34,85 ha sem skilgreinist í dag sem landbúnaðarland, athafnasvæði (A1) og núverandi íbúðarsvæði (íb3). Vinnslutillagan mun liggja frammi í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, á opnunartíma kl. 9:30-15:00 alla virka daga. Vinnslutillagan er einnig aðgengileg á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is – Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar vinnslutillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 31. ágúst 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is Borgarbyggð 16. ágúst 2022 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Garða- og Saurbæjarprestakall DagsetningSunnudagur 21.ágúst Kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20 Miðvikudagur 24. ágúst Bænastund kl. 12.15 Súpa í Vinaminni eftir stundina Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.