Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202222
Ferðabíll var á tjaldstæðinu
við Grettislaug á Reykhólum á
dögunum. Á þessum bíl ferð-
ast 17 manns og hafa líklega ekki
komið fleiri á einum bíl, að sögn
Jóns Kjartanssonar umsjónarmanns
tjaldstæðisins. Frá Reykhólum var
för hópsins heitið vestur á Snæfells-
nes.
Fram kemur á heimasíðu Reyk-
hólahrepps að flesta daga í sumar
hafi verið fullt á tjaldstæðinu á
Reykhólum og sama má segja um
tjaldstæðin á Miðjanesi og í Djúpa-
dal en á þessum stöðum er afbragðs
aðstaða. Um helgar hefur sú staða
komið upp að ekki hafa verið nægi-
lega margir rafmagnstenglar á tjald-
stæðunum en það flokkast nú senni-
lega sem lúxusvandamál. vaks
Að Háafelli í Hvítársíðu í Borgar-
firði búa hjónin Jóhanna Þorvalds-
dóttir og Þorbjörn Oddsson. Fyrir
tíu árum síðan stofnuðu þau Geit-
fjársetur að Háafelli en þau hófu
að bjarga íslenska geitastofninum
um síðustu aldamót og hefur starf-
semin vaxið og dafnað síðan. Yfir
sumartímann er setrið opið þar
sem heimsækja má geiturnar og
kynnast afurðum þeirra sem seldar
eru á staðnum en geitaísinn hefur
t.d. notið mikilla vinsælda. Þau vilja
fræða almenning, uppræta gamlar
mýtur ásamt því að kynna geita-
afurðir og þeirra nýtni.
Langaði alltaf í geitur
Jóhönnu hefur alltaf langað í geitur
en hún segist hafa valið réttan
tíma til að fá samþykki bóndans
fyrir geitabúskapnum. ,,Ég hef
alltaf verið hrifin af geitum en ég
mátti ekki fá geitur sem krakki.
Ég fékk svo loksins geitur þegar
bóndinn var nógu ástfanginn og
sagði já við öllu, en hann hefur
lært með tímanum að neita sumu,“
segir Jóhanna og hlær. ,,Árið 1999
þegar við tókum síðustu kollóttu
geiturnar sem voru þá á leiðinni í
sláturhús, varð þetta svona hug-
sjón að reyna að bjarga þeim hluta
stofnsins, kenna fólki um afurðir
og láta fólk vita að þessi stofn væri
til. Það voru margir Íslendingar
sem höfðu ekki hugmynd um til-
vist íslenska geitastofnsins. Svo eru
þessar gömlu mýtur sem enn eru
viðloðandi um að þær séu óaðlað-
andi, ólíðandi, óætar, geðvondar og
illa lyktandi. Þessari hugsun þurfti
náttúrulega að breyta og það hefur
gengið nokkuð vel. Margir koma
núna á hverju ári, eiga kannski geit
í fóstri og fá þá fríar heimsóknir,“
segir Jóhanna.
Mannauðurinn
það besta
Jóhanna og Þorbjörn eru með
200 geitur á veturna og vinna osta
á staðnum. ,,Við erum með 200
geitur yfir veturinn og svo eru 198
kiðlingar. Búskapurinn gengur vel
og svo erum við líka með osta-
gerð. Við erum með þrjár stúlkur
sem starfa hjá okkur í sumar og
svo erum við búin að mynda félag
með nokkrum börnum okkar í
kringum búskapinn. Elsa og Reynir
eru með okkur í félagsbúi og við
sjáum saman um búskapinn ásamt
tengdasyni okkar honum Mumma
en hann er framkvæmdarstjóri
Háafell Geitfjárseturs og er hvað
mest með okkur í þessu. Maður er
ótrúlega þakklátur fyrir að þau vilji
taka við og vera með okkur í þessu.
Hinir krakkarnir eru líka öll meira
og minna viðloðandi, þannig að
mannauðurinn er það besta,“ segir
Jóhanna þakklát.
Mikil aðsókn
á afmælishátíðina
Mikill mannfjöldi sótti afmælishá-
tíð Geitfjársetursins laugardaginn
6. ágúst sl. þegar fagnað var tíu
starfsárum. ,,Það komu um 200
manns bara fyrstu tvo klukkutím-
ana svo mannfjöldinn var mikill yfir
daginn. Það voru allir svo dásam-
legir, veðrið var okkur í hag þannig
að við vorum alsæl með daginn. Við
vorum með hoppukastala, spark-
bíla og fínt leiksvæði. Garðurinn
var opinn og þar mátti skoða rós-
irnar mínar. Sigrún, vinkona mín
frá Stórhóli í Lýtingsstaðarhreppi,
var með smakk af allskonar kjöt-
afurðum. Svo vorum við með jógúrt
í fyrsta skipti núna úr geitamjólk og
geitaísinn er búinn að vera mjög
vinsæll líka en hann hefur senni-
lega verið vinsælasta fóðrið hérna.
Við erum að sjálfsögðu með osta og
vorum að fá nýja tegund af pylsum
líka. Geiturnar eru svo alsælar með
allt þetta klapp en mig langar að
koma á framfæri þökkum fyrir
daginn því þetta hefur verið dásam-
legt,“ segir Jóhanna að lokum. sþ
Ferðabíllinn tekur alls 17 manns. Ljósm. reykholar.is
Blokk á hjólum á
rúntinum á Reykhólum
Um 200 manns mættu fyrstu tvo klukkutímana sem afmælishátíðin stóð.
Geitfjársetur hélt tíu ára afmælishátíð
Þorbjörn Oddsson og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabændur á Háafelli.
Starfsmenn stóðu vakt í búðinni.
Sjana María klappaði geithafrinum sem stóð í gjafagrindinni við át.
Ratleikur var í boði fyrir börnin en ein geitin rölti um með vísbendingu númer
fimm á hornum sér.
Viktoría klappar kiðlingi úti á túni.