Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 33. tbl. 25. árg. 17. ágúst 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
699 3444
molby@fastlind.is
Löggiltur fasteignasali
ÁRALÖNG ÞEKKING
OG REYNSLA AF
FASTEIGNAMARKAÐI
Á VESTURLANDI
BOGI MOLBY
Allir kaupendur og seljendur fá
Vildarkort Lindar
hjá fjölmörgum fyrirtækjum
sem veitir 30% afslátt
Þinn árangur
Arion
Það getur verið vandaverk að flytja listaverk, en í þessu tilfelli tókst það giftusamlega. Hér er verið að koma fyrir á stéttinni framan við Fjölbrautaskóla Snæfellinga
í Grundarfirði nýju listaverki sem er skírskotun í undirstöður samfélaga á Snæfellsnesi; sjávarútveg og landbúnað. Verkið var unnið af úkraínska listaparinu Olenu
Sheptytiska og Mykola Kravets en þau eru nú búsett í Grundarfirði. Sjá nánar á bls. 19. Ljósm. tfk
Óheimilt er að raska friðuðum
húsum og mannvirkjum, spilla
þeim eða breyta, rífa þau eða flytja
úr stað nema með leyfi Minjastofn-
unar Íslands. Samkvæmt lögum
sem tóku gildi árið 2013 miðar
friðun við hundrað ára aldur. Á
samráðsgátt stjórnvalda má nú
sjá tillögu um að endurskoða það
ákvæði og miða friðun þess í stað
við tiltekið ártal, sem enn á eftir að
ákveða hvert verður.
Allar byggingaleyfisskyldar
framkvæmdir við hús og mannvirki
sem náð hafa hundrað ára aldri
þurfa leyfi Minjastofnunar sem
einnig veitir styrki til viðgerða.
Þetta miðast nú við árið 1922 eins
og gefur að skilja. Mikið var hins
vegar byggt á Íslandi á árunum sem
þá fóru í hönd. Er því stutt í aldurs-
friðun mikils fjölda bygginga og
ekki gefið að þær hafi allar sérstakt
verndargildi.
Fjölmörg hús og mannvirki
á Vesturlandi hafa gegnum árin
notið styrkja frá Minjastofnun
að undangenginni umsögn
Húsafriðunarnefndar. Má sem
dæmi nefna að í ár voru veittir
styrkir til endurbóta á nokkrum
kirkjum, svo sem Fitjakirkju í
Skorradal og Rauðamelskirkju í
Eyja- og Miklaholtshreppi. Einnig
voru veittir myndarlegir styrkir
til gamla skólahússins á Bifröst og
Norska hússins í Stykkishólmi.
Nefna má að friðunarákvæðið
gildir einnig um innviði svo sem
gaddavírsgirðingar í sveitum lands-
ins og aukinheldur þess vegna er
þörf á að yfirfara gildandi lög um
menningarminjar. Umsagnar-
frestur um lagabreytinguna er til
22. ágúst nk. og verða umsagnir
birtar jafnóðum og þær berast í
samráðsgátt stjórnvalda.
gj
Aldursfriðunarákvæði gamalla húsa endurskoðað
Gamla skólahúsið á Bifröst er í hópi þeirra bygginga sem notið hafa styrks frá
Minjastofnun.