Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 11
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is
Kristinn Óli Sigurðsson á Akranesi,
alltaf kallaður Kiddi, er nýorðinn
15 ára og vinnur nú að því ásamt
pabba sínum að standsetja bíl sem
hann ætlar að nota sem æfinga-
akstursbíl þegar hann verður 16
ára í ágúst á næsta ári. Bíllinn er
af gerðinni Corvette, árgerð 1980
og er fallega appelsínugulur á lit-
inn. Kiddi á bílinn með pabba
sínum, Sigurði Má Sigmarssyni, en
þeir fengu hann keyptan norðan úr
landi. Feðgarnir höfðu haft auga-
stað á bílnum áður en hann kom á
sölu. „Já, sko við vorum alltaf svo-
lítið að spá í þessu, að kaupa svona
gamlan bíl og gera hann upp. Við
áttum fyrst fjórhjól sem við seldum
af því við vissum af þessum bíl
þegar hann var ekki kominn á sölu.
Þannig við seldum strax fjórhjólið
og fórum svo og keyptum þennan.“
Bíllinn var gangfær þegar feðgarnir
festu á honum kaup en einhver olíu-
leki kom svo í ljós. „Jú, jú hann var
gangfær en svo var olíuleki og við
létum tékka á því og þá var eitthvað
að vélinni og við þurftum eigin lega
bara að kaupa nýja.“ Og hver er
staðan á bílnum núna? „Sko, bíll-
inn er nýkominn aftur hérna inn í
skúr. Við erum búnir að skipta um
allan framendann, allar fóðringar
og svona og nú er verið að gera upp
vélina. Við erum eiginlega bara að
bíða eftir því að vélin komi og þá er
bíllinn kominn í gang,“ segir Kiddi
í samtali við Skessuhorn.
Þetta er feðgastundin
Kiddi nýtur þess að verja tíma með
pabba sínum í skúrnum. „Yfirleitt
þegar pabbi hefur tíma þá förum
við hingað út,“ segir Kiddi þegar
blaðamaður spyr hvort verkefnið
taki mikinn tíma. Kiddi segir pabba
sinn alveg vita hvað eigi að gera en
þeir fái þó handleiðslu frá öðrum
lærðari. „Já við fáum leiðbeiningar
frá Bílveri. Við vorum með bílinn
uppi í Bílveri og vorum að gera
hann upp þar og vélin er þar líka.“
Og finnst þér gaman að vera að
vesenast svona í bílnum? „Já mér
finnst það ekki leiðinlegt allavega.“
Þannig þetta er svona feðgastundin
ykkar? „Já, ég myndi segja það,“
segir Kiddi. En er bíllinn 16 ára
afmælisgjöfin? „Tja, stefnan er alla-
vega að koma honum í gang fyrir
æfingaakstur á næsta ári svo ég geti
notað hann í það.“ Og er það raun-
hæft? „Já, já, já,“ svarar Kiddi bros-
andi og hefur greinilega fulla trú á
verkefninu. Bíllinn er bara tveggja
sæta en það virðist ekki skapa nein
vandræði. Kiddi svarar því að bíll-
inn sé hvort eð er bara fyrir hann
og pabba hans.
Áhugasamur
um öll tæki
Í sumar hefur Kiddi verið að vinna
við hvers kyns garðvinnu í kirkju-
garðinum á Akranesi en er nú kom-
inn í sumarfrí þar til skólinn byrjar
aftur innan fárra daga. Hann hefur
verið í körfubolta síðustu ár en er
nýlega hættur að æfa og segir aðal-
áhugamálin núna vera bíla, þá sér-
staklega svona gamla bíla, og vespur
og önnur slík tæki. Aðspurður
hvort hann ætli sér að læra eitthvað
því tengt í framtíðinni svarar hann:
„Já, ég er alveg búinn að pæla í að
læra bifvélavirkjann eða rafvirkj-
ann, en ekki búinn að ákveða neitt.“
gbþ
Gera upp bíl fyrir æfingaakstur
Lengi langað að gera upp bíl
Kiddi geymir bílinn inni í skúr milli þess sem hann fær afnot af verkstæði Bílvers.
Kiddi og bíllinn áður en ráðist var í viðgerðir.
Ýmislegt þarf að laga.
Kiddi sýnir blaðamanni niður í húddið sem hefur fengið andlitslyftingu.
Séð inn í bílinn.